Bændablaðið - 16.07.2020, Qupperneq 35

Bændablaðið - 16.07.2020, Qupperneq 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 35 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300 Laxaaugað mun vekja verðskuldaða athygli Næsta sumar bætist í flóru aðdráttar afla fyrir ferðamenn í Harðangursfirði í Noregi þegar sýningarmiðstöðin Laxaaugað verður opnuð úti á miðju hafi og óhætt er að segja að byggingin verður nýstárleg í alla staði. Markmið miðstöðvarinnar er að auka þekkingu á fiskeldi og mat- vælaframleiðslu í sjó. Fyrirtækið Eide Fjordbruk á veg og vanda að verkefninu og hefur nú fengið öll tilskilin leyfi til fram- kvæmda. Hjá Eide Fjordbruk er framleiddur lax og regnbogasilungur í sjóeldi og á hverju ári selur fyr- irtækið um þrjár milljónir laxa á markaði um allan heim, sem verða að 60 milljónum máltíða. Í Laxaauganu verður áhersla lögð á fiskeldi og lífsferil laxa, hvernig það er að starfa við sjó- og fiskeldi. Í miðstöðinni verður einnig fjallað um hvaða efnahagslegu áhrif þessi starfsgrein skilur eftir sig bæði svæð- isbundið og á landsvísu. Þá verður einnig komið inn á umhverfisfót- spor, lús, flótta, losun og villtan lax ásamt fleiru. Erfiðum spurningum verður svarað og fyrirtækið hyggst verða opið um þær áskoranir sem þessi atvinnugrein tekst á við. Gestir sem heimsækja sýningarmiðstöðina munu verða fluttir út í Laxaaugað með rafbát og reiknað er með að bara sú upplifun verði góð upphitun áður en komið er út í sjálfa miðstöðina úti á hafi. /ehg Í sýningarmiðstöðinni Laxaauganu verður áhersla lögð á fiskeldi og lífsferil laxa, hvernig það er að starfa við sjó- og fiskeldi. Myndir / Eide Fjordbruk Norðmenn reikna með að heimsókn í Laxaaugað verði mikil upplifun fyrir gesti. Arla Foods selur 17 milljónir dósa af skyri á ári: Umhverfisvænni umbúðir hjá Arla Foods Á hverju ári kaupa neytendur í Evrópu 17 milljónir dósa af skyri frá Arla Foods og nú kynnir fyrir- tækið til leiks nýjar umbúðir sem innihalda 40 prósent minna af plasti en forverinn, eða um 270 tonn af plasti á ári. Þar með minnkar CO2-losun vegna nýju umbúðanna um 30 prósent sem jafngildir ársminnkun um 440 tonn af CO2. Er þetta liður fyrirtækisins í að framleiða sjálfbærustu mjólkurvörur í heiminum. Skyrumbúðir taka breytingum Á síðasta ári fór fyrirtækið yfir í sjálfbærari efni í umbúðum fyrir yfir einn milljarð af vörum sem seldust í Evrópu. Til að auka enn frekar hróður fyrirtækisins fara nú skyrumbúðirnar einnig inn í umhverfisvænan flokk og verða fyrst um sinn seldar á fimm kjarnamörkuðum fyrirtækisins, í Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð, Hollandi og í Bretlandi. Minna plast Minnkun á CO2 í umbúðunum fæst mestmegnis með minni notkun á plasti en hver dós inniheldur 16 grömm minna af plasti en forverinn. Dósin ásamt lokinu er búin til úr 100 prósent endurvinnanlegum efnum. Nýju öskjurnar eru vottaðar og unnar úr vörum frá sjálfbærri skógarnotkun. Markmið Arla er að umbúðir fyr- irtækisins skuli verða CO2-hlutlausar fyrir árið 2050 og því skipta þeir um umbúðir á hverri vörunni á fætur annarri. Frá árinu 2014 hefur mjólk frá fyrirtækinu farið yfir í grænni umbúðir og þar er mjólkurvaran A38 engin undantekning. Umbúðir A38 sem unnar eru úr náttúruleg- um efnum sparar CO2 um 22 pró- sent miðað við fyrri umbúðir. A38 er ein vinsælasta mjólkurvaran í Danmörku en árlega seljast um 16 milljónir lítra af vörunni. Nýju umbúðir A38 eru búnar til úr brúnum pappír sem unninn er úr náttúruleg- um efnum frá trjám og plöntum án nokkurra bleikingarferla. /ehg – arla.dk Umbúðir undan danska skyrinu frá Arla Foods. A38 mjólkurvörurnar. Myndir / arla.dk

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.