Bændablaðið - 16.07.2020, Síða 36

Bændablaðið - 16.07.2020, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202036 Fá ef nokkurt aldin hefur jafn svip mikla lögun og sum afbrigði stjörnualdina. Sé aldinið skorið í sneiðar myndar það fallega fimm arma stjörnu. Aldinsins er mikið neytt í Suðaustur-Asíu og vinsældir þess eru smám saman að aukast á Vesturlöndum. Stjörnualdinstré finnast ekki villt í náttúrunni en hafa víða gert sig heimakomin sem slæðingur frá ræktun. Þrátt fyrir að stjörnualdin sé vel þekkt og mikið ræktað í Suðaustur- Asíu fundust ekki tölur um árlega ræktun aldinsins í heiminum. Malasía, Kambódía og Taíland eru þau lönd sem mest rækta af stjörnualdini, en einnig er talsvert ræktað af því í Kína, Ástralíu, Ísrael, Taívan, Víetnam og í Flórídaríki Bandaríkjanna Norður-Ameríku. Ekki fundust tölur um innflutning stjörnualdina til Íslands enda innflutningurinn lítill og aldinið því líklega flokkað með öðrum aldinum í innflutningstölum Hagstofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá einum innflutningsaðila nemur innflutningur hjá þeim nokkur hundruð kílóum á ári. Ættkvíslin Averrhoa og tegundin carambola Tegundir innan ættkvíslarinnar Averrhoa, sem tilheyrir ætt súrsmæra, eru á bilinu sjö til tíu og finnast flestar villtar í Suðaustur- Asíu. Tvær tegundir, A. bilimbi og A. carambola, eru ræktaðar vegna aldinanna og kallast sú síðari stjörnualdin á íslensku. A. carambola er hægvaxta sí grænt tré eða runni með trefjarót og nær milli sex og tólf metra hæð þar sem það hefur sáð sér út í náttúruna en er yfirleit lægra í ræktun. Krónan er breið, sex til átta metrar í þvermál, með mörgum slútandi greinum sem eru hvítar í fyrstu en verða rauðleitar með aldrinum. Laufið ljósgrænt, 15 til 20 sentímetrar að lengd, samsett með tíu stakkstæðum, egglaga eða ílöngum og heilrenndum smáblöðum og einu endablaði, smáblöðin 3 til 9 sentímetrar að lengd og 2 til 4 að breidd, efriborð blaðanna mjúkt viðkomu en hvít smáhærð á neðra borði. Blöðin missa safaspennuna á nóttunni og í miklum vindi. Blómin tvíkynja, bleik eða fjólublá og vaxa á stuttum rauðum stönglum út úr greinunum eða við laufstilka. Blómin, sem eru nokkur saman í hnapp, eru ekki sjálffrjóvgandi og sjá flugur að mestu um að bera frjó milli plantna. Bjöllulaga með fimm krónublöðum og um sex millimetra að þvermáli. Aldinið 5 til 15 sentímetrar að lengd og 9 sentímetrar að þvermáli með djúpum, yfirleitt fimm en getur verið breytilegt, grópum eða kömbum á langveginn og myndar áberandi stjörnu sé það skorið í sneiðar. Aldinið, sem er ber, er með þunna og vaxkennda aldinhúð sem er í fyrstu græn en verður gul við aukinn þroska. Aldinkjötið gult, safaríkt, eilítið súrt og stökkt undir tönn. Í hverju aldini eru 10 til 12 ljósbrún fræ, sem eru hálfur til einn og hálfur sentímetri að lengd, en til eru afbrigði sem mynda ekki fræ. Líftími trjánna er um 40 ár. Til er fjöldi yrkja sem eru ólík að lit, stærð, lögun og bragði, súr eða sæt. Má þar nefna 'Maha' sem er nánast hnöttótt, ljósgult og sætt og yrki 'Kwang Tung' sem gefur af sér fremur stór og mjög sæt aldin sem eru ljósgul. Yrkið 'Yang Tao' er mest ræktað í Taívan en 'Ma fueng' á Taílandi og 'Demak' í Indónesíu. Heimkynni og útbreiðsla Stjörnualdintré hafa aldrei fundist villt í náttúrunni nema þar sem þau hafa slæðst út frá ræktun. Það gefur til kynna að plantan hafi verið lengi í ræktun og ræktunartegund sem eingöngu er til af mannavöldum. Ekki er vitað fyrir víst hvaðan A. carambola eru upprunalegt en yfirleitt er plantan talin vera komin HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Stjörnualdin finnst ekki í náttúrunni nema sem slæðingur frá ræktun Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Stjörnualdin, Averrhoa carambola, er vinsælt aldin í Suðaustur-Asíu og eftirspurn eftir aldininu er vaxandi á Vesturlöndum. Aldinið er annað slagið í boði hér á landi. Trén þykja falleg skrauttré í görðum víða í hitabeltinu. Ungplöntur af fræi eru viðkvæmar og þurfa ást og umhyggju í uppeldi. Talsvert er um að stjörnualdinstrjám sé fjölgað af fræi. Fræin hafa þann ókost að þau lifa stutt og verður þroski aldinanna að vera réttur til að þau spíri.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.