Bændablaðið - 16.07.2020, Page 38

Bændablaðið - 16.07.2020, Page 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202038 Það hefur viðrað nokkuð vel til heyskapar víðast hvar á landinu og voru kúabændur margir langt komnir ef ekki búnir með fyrsta slátt nú í júlíbyrjun. Flestir heyja í plastaðar heyrúllur eða bagga, sumir setja heyið í stæður en fáir í turna. Heyrúllurnar eru yngsta en jafnframt útbreiddasta aðferðin við að geyma hey hér á landi enda hentug fyrir marga. Mikil þróun hefur þó orðið við heyskap í stæður og turna og eru þær aðferðir nú orðinn álitlegur kostur, einkum fyrir stærri kúabú. Að undanförnu hafa nokkrir ráðunautar hjá RML farið í heimsóknir til bænda á Norður-, Suður- og Vesturlandi sem heyja í steyptar stæður. Tilgangurinn er að kynna okkur og fylgjast með heyskaparaðferðinni og bera saman mismunandi frágang og vinnslu. Eftir að farið verður að gefa úr stæðunum í vetur verður svo gefin út skýrsla um heyskap í steyptar stæður. Fljótlegur heyskapur Afköstin við stæðuheyskap geta verið mjög mikil en sumir bændanna sem við heimsóttum kláruðu allan fyrsta slátt fyrir kýrnar á innan við þremur sólarhringum. Margir nýta sér verktaka þar sem að það er í boði, sérstaklega á Suðurlandi, en einnig er nokkuð um það að bændur eigi tækjakostinn sameiginlega. Oft er um að ræða sjálfhleðsluvagna aftan í traktora sem taka heyið upp úr múgum með sópvindu fremst, saxa það með hnífum eða tromlu og blása því aftur í vagninn sem er svo losaður í stæðuna. Einnig eru notaðir svokallaðir múgsaxarar sem keyrðir eru á múgana og taka heyið upp með sópvindu, saxa það og blása yfir á vagn sem keyrður er samhliða saxaranum. Múgsaxararnir eru yfirleitt mun afkastameiri en mannaflsfrekari þar sem að mann þarf til að keyra saxarann og helst tvö sett af traktorum með vagna með honum til þess að nýta tímann sem best. Þjöppun og frágangur lykillinn að góðum árangri Þó svo að gangi hratt að koma heyinu heim er allra mikilvægast að gefa sér tíma til að jafna og þjappa vel í stæðunni á milli vagna. Þjöppunin er til þess að lágmarka loft í stæðunum og tryggja góða verkun á heyinu. Eftir því sem að heyið er þurrara og grófara þarf að eyða meiri tíma í þjöppun en hún er framkvæmd með því að keyra þungar vinnuvélar fram og til baka eftir stæðunni, stundum með sérs- tökum stæðuvaltara eða jöfnunar- búnaði. Þegar allt heyið er komið í stæðuna er plast breitt yfir til að verja hana og það fergt, oftast með gömlum dekkjum. Vandasamast en einna mikilvægast er að ganga vel frá köntunum þannig að ekki komist vatn og vindar að heyinu. Flestir setja sandpoka á kantana en misjafnt er hvort menn láti plastið ná niður með veggjunum eða ekki. Einn helsti kostur stæðuverkunnar á að vera einsleitt fóður og því er afar mikilvægt að þjöppun og frágangur takist sem best svo að heyið verði gott fóður. Nýjungar í frágangi Á einum bæ, Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var notaður nýr búnaður frá hollenska fyrirtækinu Easy Silage. Það er sérstakur segldúkur með hólkum eftir honum endilöngum sem saltpækill er settur í til að halda dúknum niðri. Þessar pækillagnir í dúknum eru tengdar við tank en sérstakur ventill hleypir úr dúknum í tankinn jafnóðum og dúknum er rúllað upp til að gefa úr stæðunni. Yfir stæðunni er svo kefli sem keyrir á hjólum fyrir utan veggina. Dúkurinn er svo undinn upp á keflið eftir því sem gefið er úr stæðunni og að sama skapi er honum svo rúllað af keflinu á nýja stæðu. Dúkinn á svo að vera hægt að nota ár eftir ár. Hjalti Sigurðsson ráðunautur í nautgriparækt Ráðgjafarmiðstöð landb. hjalti@rml.is Heyjað í stæður Rakað saman á Ósabakka og hirt jafnóðum með múgsaxara og vagni frá Fögrusteinum ehf. Myndir / Hjalti Sigurðsson Hey komið í stæðu í Þrándarholti. Gengið frá stæðu í kvöldsólinni í Stóru-Hildisey II 18. júní. Sérstakur stæðuvaltari í Gunnbjarnarholti. Þunginn kemur niður á granna snertifleti sem þrýsta heyinu niður í stæðuna. Nýr yfirbreiðslubúnaður á stæðu í Gunnbjarnarholti og fjölnota dúkur. Eftir dúknum endilöngum liggja saltpækilslagnir sem halda honum niðri. Aukastæða á plani í Stóru-Hildisey II jöfnuð og þjöppuð með skotbómulyftara. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla Bænda bbl.is Facebook

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.