Bændablaðið - 16.07.2020, Page 46

Bændablaðið - 16.07.2020, Page 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202046 Á hverju ári síðan 1987 hafa bifhjólamenn götumótorhjóla haldið sameiginlegt landsmót sem er hápunktur sumarsins hjá mörgum. Þrátt fyrir mikla mótorhjóladellu hef ég ekki farið á þetta mót síðastliðin 29 ár fyrr en nú. Reykjavík Motor Center, sem hefur aðsetur við Flatahraun 31 í Hafnarfirði, hefur flutt inn BMW mótorhjól um nokkurt skeið. Mér var boðið að fara á nýju BMW F750 GS hjóli á landsmótið þar sem ég tók það til kostanna. Mikið af aukabúnaði gerir aksturinn öruggari og þægilegri Þó að hjólið nefnist F750 þá er vélin samkvæmt bæklingi 853 cc og á að skila 77 hestöflum. Gírkassinn er sex gíra, kúplingin er fjöldiska blautkúpling með hraðskipti (e. quick shift), sem ég kýs að nefna hér eftir „fljótfærsla“. Þyngdin er 216 kg með öllum vökvum (fullt af bensíni og olía á vél). Hjólið er hlaðið aukabúnaði sem er m.a. hraðastillir (e. cruse control), hiti í handföngum (3 mismunandi hitastillingar), spólvörn sem vinnur með stöðugleikabúnaði (e. Automatic Stability Control), tölvufjöðrun sem hægt er að stilla á marga vegu (hækka og lækka hjólið, gera fjöðrun mjúka eða stífa) og margt fleira. Mælaborðið býður upp á ótal valmyndir og upplýsingar. Reykjavík - Laugabakki í Miðfirði Veðrið var gott, vegir þurrir svo að ég lagði af stað með fjöðrunina stillta á mýkstu stillingu (e. comfort) og gripið á malbiksstillingu (e. road). Strax og komið var í Kollafjörð voru þar nokkrir bílar með aftanívagna og fóru hægar, þá var vélarstillingunni breytt í „dynamic“ (sem eykur snerpu vélarinnar) og fjöðrunin sett á „normal“. Við þetta var viðbragðið betra í framúrakstri. Fyrr en varði var ég kominn í Staðarskála en eftir kjötsúpustopp var haldið áfram. Þéttur vindur var á hlið frá Hrútafirði í Miðfjörð, en hjólið virðist höndla hliðarvind ágætlega, þó hefði vindhlífin mátt vera um 20–30 cm hærri, sérstaklega þegar maður mætti stórum bílum svo að vindhöggið kæmi ekki á ökumanninn (betra að hjólið taki svoleiðis vindhögg). Einnig er betra gagnvart þrifum á mótorhjólafötunum að flugur fari á vindhlífina í stað þess að fara efst á mótorhjólafötin. Miðfjörður - Vatnsdalur og til baka Daginn eftir var svipað veður og fórum við konan í rúmlega 100 km hjólatúr. Á leiðinni inn Vatnsdalinn margprófaði ég gírskiptinguna sem ég kalla „fljótfærslu“. Virknin er þannig að maður tekur í kúplinguna þegar maður setur í fyrsta gír, en síðan þegar maður eykur hraðann skiptir maður bara um gír án þess að kúpla (bæði þegar maður eykur hraða og hægir á). Fljótfærslan var alltaf betri og mýkri en ef ég notaði hefðbundna akstursaðferð, þ.e.a.s. að kúpla á milli gírskiptinga (varð að játa mig sigraðan af tækninni þrátt fyrir yfir 40 ára reynslu í mótorhjólaakstri). Gírskiptingin var tær snilld! Svona fíflaskapur er ekki í boði! Á malarveginum innst í Vatnsdal var látið reyna á fjöðrunina og mismunandi stillingar spólvarnarinnar. Ef stillt var á „rain“ fór spólvörnin strax í gang við smæstu steinvölur. Á malbiksstillingu var það aðeins skárra en spólvörnin fór of snemma í gang. Enduro-stillingin virkaði best á mölinni og til að prófa stöðugleikabúnaðinn. Á leið niður brekku í beygju þar sem örlítil lausamöl var gíraði ég viljandi niður um tvo gíra og við svoleiðis ætti hjólið að renna til að aftan, en í stað þess fór stöðugleikabúnaðurinn að vinna sína vinnu. Hjólið byrjaði sjálft að snuða kúplingunni og tók af mér öll völd. Ef hjólið hefði kunnað að tala hefði það eflaust sagt „svona fíflaskapur er ekki í boði!“ Haldið heim Á degi þrjú var haldið heim í þéttri sunnudagsumferð, þá var gott að geta bara hengt sig fyrir aftan næsta bíl og stillt hraðastillinn á umferðarhraða. Að loknum 551 kílómetra prufuakstri var meðaleyðsla mín 4,9 lítrar á hundraðið (fyllti tankinn í Staðarskála og aftur í Reykjavík og á þessum legg var eyðslan 7,8 lítrar). Fínt hjól fyrir misháa knapa Hjólið eins og það er á myndunum kostar nýtt 2.800.000. Fínt hjól, sérstaklega fyrir lágvaxna þar sem að hægt er að lækka hjólið niður í 77 cm með takka í stýrinu. Þó er tvennt sem ég vildi breyta, annars vegar vindhlífin að framan (mætti hækka um 20–30 cm) og hvar pumpað er í dekkin (ekki hægt að setja slöngu í ef maður beyglar felgu). Nánari upplýsingar Allar upplýsingar um hjólið má fá á vefsíðunni www.bmwmotorcycles. com eða hjá Reykjavík Motor Center í netfangið info@ reykjavikmotorcenter.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is BMW F750 GS er fyrirtaks ferðahjól. Þó að hjólið nefnist F750 þá er vélin samkvæmt bæklingi 853 cc og á að skila 77 hestöflum. Gírkassinn er sex gíra, kúplingin er fjöldiska blautkúpling með hraðskipti. Myndir / HLJ Nýtt BMW F750 GS – með frábærri gírskiptingu Vindhlífin er heldur lítil. Dauðu flugurnar var auðvelt að þrífa af plastinu en ekki af úlpunni minni! Það fer ekki mikið fyrir þessari snilld sem ég nefni „fljótfærslu“. Ein besta uppfinning í mótorhjólum síðustu 10 ár. Vissulega er auðvelt að pumpa í dekkið með ventilinn þarna. En ef felgan bognar er hægt að nota slöngu – en þá vantar gat fyrir ventilinn. Margir takkar við handfangið. Hringurinn lengst til vinstri stjórnar tölvumælaborðinu og virkar eins og mús á tölvu. Fjöðrunin stillist eftir þyngd sem hjólið á að bera. Hægt er að hækka hjólið með einum takka úr 77 cm í 84 cm. Fjölbreyttar upplýsingar er að finna á skjá í mælaborðinu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.