Bændablaðið - 16.07.2020, Page 47

Bændablaðið - 16.07.2020, Page 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 47 ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiSKYNFÆRI MESSINGS VÆTA RAKI SKRIÐA ÁGENGNI BURÐAR- KLÁR ÁLITS KVK NAFN LÍKUM URMULL TÆLA GNÆFA UPPGANGA MÓÐINS BRESTIR STIG SKORTIR ÞRÁTTA ÚTGENGINN TVEIR EINS FÆLA SVÍKJARISPA ÓREIÐA TÆPLEGA RÝJA STÖÐUGT GIMSTEINN TJÓN FUGL STIKK- PRUFA ÓÐAGOT ANDIN LJÓST KVÖLD AFOXA ORÐSTÍR HAPP- DRÆTTI AÐEINS PUKUR BLANDAR ÖNDUNAR- FÆRI HLUTDEILD ANDVARI SEPI BRÚNIR SÖNGLA INNI-LEIKUR TIGNARI NUDDA STING HLJÓÐFÆRI ÁREITA HLUTSKIPTI TOTA SÖGN SKYLDIR HVEITI- DEIGS LENGJA ÞOKKALEG DVELJASTFLYTJA HLUNN- FARA H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 134 Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 STÓRHÝSI URMULL H BOÐ-FLENNA S MÆNIR SMYRSLFUGL K SFORKURGLITRA K Ö R U N G U R STRUNS EM R L A GERSAM-LEGUR A L G E R TRÆÐU Ö L JURT HORN- SKÓR P Á L M I K TILNEFNA INNIHALDS- LAUS S K I P A SKEL G T RYTJA RÓGURKRYDD B A K T A L FLÍK I TVEIR EINSÓVISS S S FJASALEGGJA J Í RÖÐ EIN- GÖNGU MÝKJA U I L D A BANDVARKÁRNI T Ó STÓR-VIRKI A F R E K PLANTAM M E I R A SKORDÝR M A U R FÁLMÞRÁBIÐJA F U MÁBÓT B I L A Ð TÓNBIL U TÁLKN- BLÖÐ ÞÍÐA F A N I R J SKADDAÐ FLOTHOLT U F L ÝFA FROSK- PADDA G Á R A RANNSAKA ÓRÁÐINN K A N N AD R ÁÆTLUN UPPRIFINRÓRILL K Á T BRENNI-VÍDD F Ó K U S STAGL Ð S P R A T T DÁLÍTIÐFEYSKJA Í V I Ð Í RÖÐSÓDI T UÓXSKJÓÐA A L U R FISKUR U F S I HEMURTVEIR EINS A G A RM L A A N G G T A NUDDAST N N D Ú I A DÚTL S S T T TÍÐUM Ú O S F S TSETTSIGINN H M Y N D : A D A M J O N ES ( CC B Y -S A 2 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 133 Eflaust er meirihluti bænda búinn með fyrri slátt og megnið af rúllum komnar í stæður. Margir ef ekki flestir slá tún oftar en einu sinni og jafnvel þrisvar í góðu árferði. Því miður koma alltaf sögur af óhöppum sem auðvelt væri að koma í veg fyrir. Hvort sem það eru ónýt dekk, brotnar legur eða annað þá er alltaf slæmt ef óvæntar bilanir tefja vinnu. Það er staðreynd að flestir brunar á heyvinnuvélum og dráttarvélum koma til af of miklum hita í legum sem gleymdist að smyrja eða að dráttarvél ofhitnaði vegna þess að hún var að ganga of þungt. Við þennan mikla hita getur komist neisti í þurrt hey og eftirleikur eldsins var vélinni eða tækinu auðveld bráð. Því þarf að muna þetta verk eins og hvert annað, smyrja í koppa, athuga kælivatn, hreinsa laust hey milli vatnskassa og vélar. Lítið létt verk sem alltaf borgar sig. Ljósabúnaður þarf að vera í lagi Flutningar á heyrúllum eru víða í gangi til sveita á þessum tíma. Oft þurfa bændur að fara um þjóðveg eða keyra með almennri umferð. Þá er tvennt sem stundum hefur verið ámælisvert. Í fyrsta lagi að gul blikkljós á hægfara ökutækjum eins og dráttarvélum eru ekki alltaf í lagi eða til staðar. Í öðru lagi eru ljóslausir tengivagnar, sem eru hættulegir þegar sumarnæturnar styttast. Það er of algengt að sjá ljóslausa vagna á ferðinni fulla af rúllum. Í eitt skipti sá ég að það vantaði bara að stinga tenglinum í dráttarvélina! Ekki bara last, það á að hæla þegar vel er gert Umgengni við umhverfið hef ég áður minnst á í þessum pistlum. Mér finnst sveitir landsins alltaf verða fallegri og fallegri þar sem meira er gert af því að snyrta sitt nánasta umhverfi. Gömul úrelt og úr sér gengin landbúnaðartæki sjást æ sjaldnar frá helstu vegum landsins. Bílakirkjugörðum fer fækkandi og fjúkandi rúlluplast sést sjaldnar, en samt of oft. Af ferðalögum mínum þetta árið hefur mér fundist of mikið af gömlum ónýtum girðingum sem mætti henda á haugana. Vissulega urðu margir fyrir tjóni í desember síðastliðnum með girðingar sínar, en nýlegar skemmdar girðingar eftir það óveður er ég ekki að hugsa um eins og sjá má víða fyrir Norðurlandi. Ég er að beina spjótum mínum að girðingum sem ekki hefur verið viðhaldið í áratugi og má því miður sjá of víða. Ég ferðast oft utan alfaraleiða (í dalbotnum, upp til heiða og við eyðibýli) og verð var við margt misjafnt. Afar leiðinleg sjón, sér í lagi þegar maður sér að greinilegt er að sauðfé hefur verið fast í þessu víradrasli og skilið eftir sig töluvert af ull á gaddavírnum. Áberandi verst á bæjum sem eru ekki bújarðir Það má stundum sjá þegar maður keyrir um sveitir landsins að þar sem ekki er búið hefðbundnum búskap eru girðingar í skammarlegri niðurníðslu. Eigendur af þessum jörðum halda oft húsakosti við með sóma, en girðingarnar eru þeim oft til háborinnar skammar. Ekki gerir maður ráð fyrir að eigendur þessara jarða gangi í götóttum sokkum og brók! En haldi þeir áfram sinnuleysinu mætti benda þeim á þessa samlíkingu, að það sé ekki nóg að húsin séu falleg – girðingarnar þurfa að vera það líka (ekki er nóg að vera í nýjum skóm, buxum og jakka ef sokkarnir og brókin eru götótt). Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Reglulegt viðhald er besta forvörnin Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla jardir.is Hér er allt í sóma og engar víraflækjur að vefjast fyrir henni Búkollu. Mynd / Gunnhildur Gísladóttir Ekki er nóg að girða víravirkið af, þetta þarf að fjarlægja.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.