Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 2

Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 2
Vegna aðgerða stjórnvalda þá afbókuðu allir. Jóhann Pétur Guðjónsson, eigandi GB ferða Stjórnvöld stefna að því að setja ný heildarlög um íslenska, alþjóðlega skipa- skrá sem inniheldur ákvæði um skattlagningu kaup- skipa. Veður Hæg norðan og norðvestlæg átt í dag og yfirleitt léttskýjað, en skýjað við NA-ströndina. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi. SJÁ SÍÐU 38 Eldur í Árskógum Eldur kom upp í íbúð sem ætluð er eldri borgurum við Árskóga í Breiðholti seinnipartinn í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gasgrilli á svölum íbúðarinnar og síðan hafi eldtungurnar borist inn í íbúðina. Einn var f luttur lítið slasaður á slysadeild. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Til sölu mjög gott og snyrtilegt atvinnuhúsnæði. Ásett verð 34,9 millj. Húsnæðið skiptist sem er 100,8 fm skiptist í grunnflöt og milliloft. Góð inn- keyrsluhurð 4 metrar á breidd x 4,2 metrar á hæð, auk inngönguhurðar. Fremra rými er með bílalyftu, loftpressu, slönguhjóli fyrir loft og fyrir vatn, hlaupaketti með talíu. Tvö önnur herbergi fyrir innan fremra rými. Góður stigi upp á loft. Alrými þar sem er lítil eldhúsinnrétting, eldavél, setustofa. Inn af setustofu er salerni og vaskur, gert ráð fyrir sturtu. Hlíðasmári10 201 Kópavogur sími: 414-6600 Reynir Erlingsson lögg.fasteignasali nyttheimili@nyttheimili.is Sautjándajúnítorg 3, Garðabæ bjalla 207 Lúxus íbúð á frábærum stað í Sjálandshverfi Fyrir 50 ára og eldri. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 26.október KL. 15:00-15:30 Afar vönduð 128,5 fm 3 herbergja íbúð í einu eftirsóttasta íbúðasvæði höfuðborgarsvæðisins. Sérbílastæði bílageymslu Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar úr eik. Á gólfum er eikarplankaparket og flísar.Góðar flísalagðar sólarsvalir. Nánari upplýsingar veita Helgi og Sveinn sölufulltrúar í síma 895-1999 eða 899 8546 helgi@nyttheimili.is /sveinn@nyttheimili.is. Reynir Erlingsson lögg fasteignasali gsm:820-2145 Opið hús Hlíðasmári10 201 Kópavogur sími: 414-6600 Reynir Erlingsson lögg.fasteignasali nyttheimili@nyttheimili.is Sautjándajúnítorg 3, Garðabæ bjalla 207 Lúxus íbúð á frábærum stað í Sjálandshverfi Fyrir 50 ára og eldri. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 26.október KL. 15:00-15:30 Afar vönduð 128,5 fm 3 herbergja íbúð í einu eftirsóttasta íbúðasvæði höfuðborgarsvæðisins. Sérbílastæði bílageymslu Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar úr eik. Á gólfum er eikarplankaparket og flísar.Góðar flísalagðar sólarsvalir. Nánari upplýsingar veita Helgi og Sveinn sölufulltrúar í síma 895-1999 eða 899 8546 helgi@nyttheimili.is /sveinn@nyttheimili.is. Reynir Erlingsson lögg fasteignasali gsm:820-2145 Opið hús Ásbúð Garðabær Vorum að fá til sölu glæsilegt 360 fm einbýlishús á skjólstæðum stað í Garðabæ. Eignin er mikið endurnýjuð á vandaðan hátt, sérsmíðaðar innréttingar og vönduð tæki. Sólskáli og fallegur garður til suðurs. Ekki missa af þessari, hafðu samband! Reynir Erlingsson Löggiltur fasteignasali S: 820 - 2145 Guðjón Guðmundsson Aðstoðarmaður fasteignasala Viðskiptafræðingur S: 899 - 2694 Allar nánari upplýsingar veitir: Gyða Gerðarsdóttir, lögg. fasteignasali & leigumiðlari í s. 695-1095. gyda@nyttheimili.is Lónsbraut 6 COVID-19 „Þar sem f lestir eru að ferðast innanlands þetta sumarið þá fellur þetta vel inn í slík ferða- lög,“ segir Jóhann Pétur Guðjóns- son, annar eigandi GB ferða, og vísar til breyttra ferðavenja Íslendinga í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Hann tók upp á því í sumar, í samstarfi við franska skipafélagið Ponant, að bjóða upp á siglingu í kringum Ísland á lúxussnekkjunni Le Bellot. Hann segir siglingarnar hafa vakið mikla athygli og það sama má segja um snekkjuna sjálfa, sem gripið hefur augu fólks víða um land. „Fólki finnst spennandi að sigla í kringum landið og fá gjörólíkt sjónarhorn á landið. Þú siglir á milli ólíkra áfangastaða í hafinu og það er magnað að fylgjast með því hvað dýralífið er fjölbreytt frá sjó,“ segir Jóhann. „Svo má heldur ekki gleyma því að yfirferðin er miklu hraðari á skipi heldur en með bíl og það þarf enginn að sitja við stýrið. Skipið fer á milli staða á meðan þú ert í kvöld- verði og þegar þú sefur,“ bætir hann við. Snekkjan tekur 184 farþega og 112 áhafnarmeðlimi og er ferðamát- anum lýst sem fimm stjörnu hóteli. Vikan kostar um 4.000 evrur, sem á gengi dagsins í dag er um 650 þús- und íslenskar krónur. Aðspurður hvort margir Íslendingar hafi bókað ferð með snekkjunni og leyfi sér slíkan lúxus, segir Jóhann að ágæt- lega hafi gengið að selja siglingarnar til Íslendinga. „Það þarf alltaf að vera samhengi milli verðs og gæða. Við teljum þessar siglingar uppfylla þau skil- yrði. Þetta er enginn „mass market“ vara og verður það ekki, en mark- hópurinn er vissulega til staðar,“ segir Jóhann og bætir við að í verð- inu felist allur matur, vín og ýmiss konar útbúnaður. Frá því að reglum um skimun á landamærum var breytt síðast- liðinn miðvikudag hafa verið uppi háværar raddir um áhrif breyting- anna á ferðaþjónustu og efnahag hér á landi. Jóhann segir ákvörðun stjórnvalda um val ferðamanna um tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli, eða tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, hafa gríðarleg áhrif á ferðir Le Bel- lot og áætlanir franska skipafélags- ins. „Já, því miður hefur hún haft afar slæm áhrif. Það voru 70 Frakkar á leið til landsins um síðustu helgi, en vegna aðgerða stjórnvalda þá af bókuðu allir. Skipið átti að sigla út á miðvikudag í vikusiglingu, en sú ferð var aldrei farin. Framhaldið er í uppnámi,“ segir Jóhann. birnadrofn@frettabladid.is Íslendingar opnari fyrir nýjum ferðamáta Íslendingar hafa margir hverjir ferðast innanlands í sumar og eru opnir fyrir mörg hundruð þúsunda króna siglingu á lúxussnekkju. Eigandi GB ferða seg­ ir nýjar reglur um skimun við landamærin hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu. Vikuferð í kringum Ísland á Le Bellot kostar vel yfir hálfa milljón króna en ágætlega gengur að selja Íslendingum ferðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLUTNINGAR Stjórnvöld stefna að því að fjölga skipum sem sigla undir íslenskum fána, með því að veita kaupskipaútgerðum opin- bera aðstoð. Áform um slíka laga- setningu eru nú til kynningar í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að flestar siglingaþjóðir í Evrópu reki alþjóðlegar skipaskrár og veiti ýmsar skattaívilnanir, í því skyni að halda skipum í eigu ríkis- borgara sinna á skrá. Öll kaupskip íslenskra aðila sigla undir erlendum fánum, sem þýðir að launatekjur áhafna eru skattlagðar þar. Nú eru í gildi lög um íslenska, alþjóðlega skipaskrá sem sett voru 2007 og ætlað var að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Samhliða voru sett lög um skatt- lagningu kaupskipa sem síðan hafa verið felld úr gildi þar sem þau upp- fylltu ekki kröfur EES-samningsins. Stefna stjórnvöld nú að því að setja ný heildarlög um íslenska, alþjóðlega skipaskrá sem innihéldi ákvæði um skattlagningu kaup- skipa. – sar Aðstoða til að fleri sigli undir íslenskum fána Dettifoss, nýjasta skip Eimskips, siglir undir færeyskum fána. M E N N I N G F é l a g í s l e n s k r a bókaútgefenda auglýsir eftir fólki til að sitja í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bryndís Loftsdóttir, formaður félagsins, segir að þetta sé tímabært. „Okkur fannst kominn tími á rödd hins almenna lesanda,“ segir Bryndís. Greidd eru 125 þúsund krónur fyrir nefndarsetuna auk þess sem nefndarmenn fá bækur í sínum flokki til eignar. „Þetta eru ekki há laun en ég held að mesti ávinningurinn sé sá fróðleikur og þekking sem fólk af lar sér,“ segir Bryndís. Opnað var fyrir skráningar í vikunni á Face book-síðu félagsins og segir Bryndís að viðtökurnar hafi farið fram úr hennar björt- ustu vonum. „Það stefnir í að það verði mun meiri hausverkur að velja einstaklinga í dómnefndir heldur en að velja hvaða bækur og höfundar hljóta verðlaunin,“ segir Bryndís. – bþ Laun fyrir lestur bóka 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.