Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.08.2020, Qupperneq 4
41 prósents fjölgun hefur orðið á umsóknum um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. TÖLUR VIKUNNAR 16.08.2020 TIL 22.08.2020 17 þúsund manns voru á atvinnuleysisskrá í lok júlí. 10 milljónir er krafa þrotabús Brúneggja á hendur fyrrverandi eiganda fyrirtækisins. 832 sjúklingar bíða eftir liðskipta- aðgerð á Landspítalanum. 120 milljónir Bandaríkjadala er lán til Icelandair sem ríkissjóður mun ábyrgjast. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði að svara verði hvers vegna Sam- herji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tíma- bundnar veiðiheimildir í Nami- bíu en ótímabundnar á Íslandi, en skýrsla Hagfræðistofnunar um veiðigjöld fyrirtækisins í löndunum var birt í vikunni. Þor- gerður sagði skýrsluna varpa ljósi á að frá árinu 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi lækkað sem hlutfall af aflaverðmæti. Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri Árborgar sagði að óheimilt hefði verið að urða mal- biksúrgang frá Selfossi í gryfju nálægt bænum. „Við förum nú á fullt að greiða úr þessum mistökum og koma mal- bikinu á réttan stað.“ Erling Smith öryrki hefur dvalið á hjúkrunar- heimili í tvö og hálft ár eftir að NPA-samningi hans var rift. Í vikunni var svo gert fjárnám í eignum hans vegna vangoldinna vistunargjalda. „Ég samþykkti aldrei langtímavistun. Ég er nýlega giftur, á konu og heimili og bíð eftir því að fá að komast heim.“ Þrjú í fréttum Formaður, bæjarstjóri og öryrki ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI ALÞINGI „Í gegnum tíðina hef ég verið efasemdamanneskja um ríkis- ábyrgðir. Ég vil allavega fá að sjá af hverju er verið að stíga þetta skref. Ég geri mér grein fyrir því að félag- ið er þjóðhagslega mikilvægt en mig langar að vita hvort ríkisstjórnin hafi kannað aðrar leiðir,“ segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, for- maður Viðreisnar, um þá ákvörðun stjórnvalda að veita Icelandair ríkisábyrgð. Ríkisábyrgðin snýr að lánalínu félagsins upp á rúma 16,5 milljarða króna, en hún er háð bæði sam- þykki Alþingis og því að mark- mið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs náist. Alþingi mun koma saman til framhaldsfunda næstkomandi fimmtudag og er búist við því að ríkisábyrgð fyrir Icelandair komist mjög fljótt á dagskrá. Þorgerður Katrín segir að þetta hafi legið fyrir í svolítinn tíma og að ríkisstjórnin hljóti að hafa nýtt sumarið svo hægt sé að kynna þing- inu greiningar sem útskýra af hverju fara eigi þessa leið. „Við komum að þessu með opnum huga en það er ekki sjálfgefið að fara þessa leið. Við þurfum að fá til þess betri upp- lýsingar og betri greiningar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún bætir því við að hún sé með meiri vara á sér núna eftir þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin hefur tekið. „Ríkisstjórnin hefur ekki rök- stutt þessi skref sem hún hefur verið að taka. Það er margt mjög þver- sagnakennt sem kemur frá ríkis- stjórninni.“ Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir það auðvitað ljóst að Icelandair sé gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. „Það þarf að meta hvaða tjón myndi hljótast af því til lengri tíma ef fyrirtæki félli. En það þarf líka mjög sterk rök fyrir því að ríkið ábyrgist svona risalán til fyrirtækis sem er í miklum erfiðleikum,“ segir Logi. Þess vegna sé það nauðsynlegt að Alþingi ræði þetta opinskátt frá öllum hliðum. Það þurfi að tryggja að ríkið verði ekki fyrir óbætanlegu tjóni og að félagið eigi sem mesta möguleika á að geta dafnað aftur. „Við vitum það auðvitað að ef þetta heppnast og félagið réttir úr kútnum, sem það vonandi gerir, þá mun það skila sér til samfélagsins. Svo þarf líka að gæta að því hvaða áhrif ríkisaðstoð hefur á félag sem er í samkeppni.“ Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í efnahags- og viðskiptanefnd, segir þingf lokkinn eiga eftir að ræða málið. Hann telji þó mjög mikil- vægt fyrir Ísland að hafa starfandi flugfélag. „En það er ekki sama hvernig svona er gert. Ég er ekki viss um að það að bjóða ríkisábyrgð á láni sé rétta leiðin því það eykur áhættu ríkisins. Ríkið er líka að fá mjög tak- markað á móti.“ Það væri kannski eðlilegra að aðstoðin yrði í formi hlutafjár- aukningar ásamt yfirlýsingu um að ekki yrði greiddur út arður á meðan hluturinn væri í eigu ríkisins. „Markmiðið væri ekki að ríkið ætti einhvern hlut til lengri tíma heldur væri hluturinn ákveðin trygging. En það eru kannski til snyrtilegri lausnir,“ segir Smári. sighvatur@frettabladid.is Kalla eftir opinni umræðu um ríkisábyrgð Icelandair Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um mikilvægi Icelandair en eru ekki sannfærðir um að ríkisábyrgð sé besta leiðin til að aðstoða félagið. Skoða þurfi alla hugsanlega möguleika í stöðunni. Ríkisábyrgð fyrir um 16,5 milljarða lánalínu félagsins er háð samþykki Alþingis. Gríðarlegur tekjusamdráttur hefur orðið hjá Icelandair eins og öðrum flugfélögum vegna COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.