Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 10

Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 10
verðlækkun 25% Vörurnar frá BM Vallá eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Límblöndur og þunnhúðir henta vel á alla múraða og steypta fleti til verndunar, holufyllingar, steiningar og jöfnunar. Þær eru nú á 25% lægra verði og fást í múrverslun okkar að Breiðhöfða 3 og á helstu útsölustöðum. Nýttu tækifærið til að framkvæma. VELJUM ÍSLENSKT Límblöndur og þunnhúðir Vilt þú sitja ASÍ þing fyrir VR? VR óskar eftir frambjóðendum meðal félagsmanna á framboðslista stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Ákveðið hefur verið að viðhafa listakosningu með allsherjaratkvæðagreiðslu um þing- fulltrúa VR á þing Alþýðusambands Íslands dagana 21.–23. október næstkomandi. VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS Þar sem fjöldi er takmarkaður er ekki hægt að lofa að allir sem bjóða sig fram muni hljóta sæti á listanum. Einnig verður stillt upp lista varamanna sem oftar en ekki þarf að grípa til þar sem algengt er að fólk heltist úr lestinni er nær dregur. Ef þú vilt gefa kost á þér á listann sem þingfulltrúi VR á þinginu vinsamlega sendu tölvupóst á anna@vr.is fyrir kl. 12.00 á hádegi þann 31. ágúst næstkomandi með upplýsingum um nafn, kennitölu og starfssvið. RÚSSLAND Efnaskiptasjúkdómur er sú greining sem læknirinn Alexand- er Múrakovskí hefur gefið stjórn- málamanninum Alexei Navalní, sem nú liggur í dái á spítala í Omsk. Fjölskylda hans og fleiri hafa haldið því staðfastlega fram að eitrað hafi verið fyrir Navalní og vildu þau koma honum undir læknishendur í Þýskalandi. Fyrst heimilaði Múra- kovskí flutning Navalní úr landi  en skipti síðan snögglega um skoðun. Aðstandendur túlkuðu það sem til- raun til þess að tryggja að mögulegt eitur myndi hverfa úr blóði stjórn- málamannsins. Múrakovskí skipti síðan aftur um skoðun seinni partinn í gær og heimilaði f lutninginn. Skýringar læknisins á ástandi stjórnmála- mannsins eru þær að sjúkdómurinn gæti verið tilkominn vegna skyndi- legs blóðsykurfalls. Þá sagði hann einnig að einhvers konar efni, tengd iðnaði, hefðu fundist á höndum Navalnís og fötum hans. Fullyrðir hann að ekkert eitur hafi fundist í blóði hans. Mál Alexeis Navalní hefur gripið heimsbyggðina, enda minnir það um margt á þau mörgu dauðsföll blaðamanna, njósnara og stjórn- málamanna sem talin eru hafa verið fyrirskipuð af Vladímír Pútín á rúmlega 20 ára valdatíð hans. Navalní hefur verið lýst sem einum hættulegasta andstæðingi Pútíns heima fyrir. Hann hefur stað- fastlega bent á spillingu í stjórnkerfi Pútíns og f lokks hans Sameinaðs Rússlands. Navalní bauð sig meðal annars fram til embættis borgar- stjóra í Moskvu og reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín sjálfum, en var meinað af kjörstjórn. Eftir kosningarnar í Hvíta-Rúss- landi, þar sem margir telja úrslitin upplogin, og þau mótmæli sem staðið hafa yfir í landinu, hefur Navalní verið mjög hávær og gagn- rýnt forsetann, Lúkasjenkó, sem sé handbendi Pútíns. Segir Navalní þá vakningu sem nú eigi sér stað í Hvíta-Rússlandi einnig verða fyrr en síðar í Rússlandi. Telja sumir þeirra sem halda því fram að eitrað hafi verið fyrir Navalní, að það sé gert vegna þessa, til að refsa honum eða taka úr umferð. Navalní veiktist í f lugvél frá Tomsk í Síberíu til Moskvu á fimmtudag og var flugvélinni lent í Omsk til að koma honum á spítala. Eiginkona hans, Júlía, hefur ítrekað beðið um að honum verði komið til Þýskalands og var flogið með þýska lækna til Omsk. Þegar flutningnum var synjað brugðust aðstandendur Navalní harkalega við. „Þessi ákvörðun var vitaskuld ekki tekin af læknunum heldur í Kreml,“ skrifaði Kíra Jarmisj, tals- kona Navalní, í yfirlýsingu á sam- félagsmiðlum. Þá var málið sent til Mannréttindadómstóls Evrópu með hraði. „Hann mun ekki fá neina lækningu í Omsk, honum verður haldið í stöðugu gjörgæsluástandi, í dái, af því að enginn hér hefur áhuga á að bjarga honum. Aðeins að hylma yfir glæpinn,“ skrifaði Kíra enn fremur. Hjá mörgum vakna hugrenninga- tengsl við morðið á Alexander Litv- ínenkó, fyrrverandi njósnara og KGB-manni, árið 2006. Eitrað var fyr ir honum með geislavirka efninu Pólon-210 út í tebolla í Lundúnum, þar sem hann var í útlegð. Það eina sem vitað var að Alexei Navalní hefði neytt daginn sem hann veikt- ist, var einmitt te. Navalní hefur margsinnis orðið fyrir barðinu á Pútín í gegnum árin. Hann hefur í nokkur skipti verið handtekinn og fangelsaður með hæpn um ásökunum. Í tvígang hefur verið veist að honum og hellt yfir hann sterku, ertandi grænu litarefni. Stuðn ingsmenn Pútíns hafa gjarnan skvett því á andstæðinga hans. kristinnhaukur@frettabladid.is Sjúkdómur en ekki eitrun segir læknir Læknir, sem hefur umsjón með ástandi Alexeis Navalnís, heimilaði loks flutning til Þýskalands eftir langa bið. Talsmenn Navalnís halda því fram að honum hafi verið sýnt banatilræði. Læknirinn Alexander Múrakovskí hafði heimilað flutninginn á Alexei Na- valní til Þýskalands, en hætti svo við á síðustu stundu. MYND/EPAXX Hann mun ekki fá neina lækningu í Omsk, honum verður haldið í stöðugu gjörgæsluástandi, í dái, af því að enginn hér hefur áhuga á að bjarga honum. Aðeins að hylma yfir glæpinn. Kíra Jarmisj, talskona Navalnís 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.