Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Er ástæða til
að leggja
atvinnulíf í
landinu til
hvílu af þessu
tilefni?
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir
Hver drengurinn á fætur öðrum birtist á bráða-vaktinni með brákaðan eða brotinn útlim. Aðspurðir um tildrög áverkanna ypptu þeir
öxlum þar til einn þeirra leysti frá skjóðunni. Þeir
höfðu verið að horfa á Jackass-þætti. Þetta var fyrir
20 árum síðan og drengirnir voru undir áhrifum
glæfralegra uppátækja sjónvarpsstjarna.
Jenner og Wilde
Áhrifavaldar birtast í ýmsum myndum. Það má segja
að við séum öll undir áhrifum manna eins og Edward
Jenner, sem árið 1796 bólusetti þrettán ára gamlan
dreng með kúabóluefni, og sýndi þar með fram á að
hægt væri að gera fólk ónæmt fyrir bólusótt. Tveimur
árum síðar var fyrsta bóluefni sögunnar þróað og
árið 1980 tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
að með bólusetningarherferð hefði tekist að útrýma
bólusótt. Jenner bjargaði okkur frá lífsógnandi veiru-
sjúkdómi sem dró þriðjung smitaðra til dauða.
Á okkar tímum er annar Jenner, Kylie, einn mesti
áhrifavaldur heims með 190 milljónir fylgjenda á
Instagram. Hún var búin að láta minnka nefið en
stækka kinnbein, varir, brjóst og mjaðmir – allt fyrir
21 árs aldur. Aðgerðirnar hlaupa væntanlega á tugum
milljóna en hún hefur efni á þeim. Unglingsstúlkur
og ungar konur samtímans eru undir áhrifum að vera
óaðfinnanlegar í útliti.
Í skáldsögunni „The Picture of Dorian Gray“ eftir
Oscar Wilde, sáir Lord Henry þeirri hugmynd í huga
hins unga, myndarlega Dorian, að fegurð sé það eina
sem vert sé að eltast við í lífinu. Hugmyndin heltekur
Dorian sem óskar sér þess að málverk af honum
eldist í stað hans sjálfs. Eftir að honum verður að ósk
sinni breytist líf hans í harmleik. Dorian blindaðist af
sannfæringarmætti Lord Henrys.
Uppblásnir einhyrningar og fáklædd fegurð
Á Jenner samtímans sjáum við áhrifavalda sperra sig
fáklædda á samfélagsmiðlum og selja okkur fegurð-
arstaðal. Þeir hnykla vöðva og selja okkur uppskrift
að hreysti. Þeir f ljóta jafnvel niður Stuðlagil á upp-
blásnum einhyrningi og sýna hvernig lifa eigi lífinu.
Sem er ekki mitt að dæma, en við erum undir
áhrifum að vera sætari, vöðvastæltari og hugdjarf-
ari.
Sjaldnast fylgja þó upplýsingar um að það sé búið
að afmá allan „ófullkomleika“, að mörgu hafi verið
fórnað fyrir vöðvana eða leiðbeiningar um hvernig
maður á að þekkja lífshættulegt útfall.
Undir áhrifum læka
Áhrif og vinsældir í dag snúast um fjölda fylgjenda
og læka.
Til að skoða hvernig þetta virkar skiptu vísinda-
menn unglingum í tvo hópa og sýndu þeim sömu
myndirnar. Sama myndin var sýnd með mörgum
lækum hjá öðrum hópnum en fáum hjá hinum. Í ljós
kom að unglingarnir voru líklegri til að læka mynd
sem hafði mörg læk – sem skýrir ýmislegt. Áhrifa-
valdar sem læka hvern annan vita hvað þeir eru að
gera: „Lækaðu mig og ég læka þig.“
Einnig var sýnt fram á að það að búast við lækum
virkjaði sama umbunarsvæði heilans og nikótín og
áfengi virkar á. Kikkið sem kemur manni í smá vímu
með hverju læki getur þannig orðið ávanabindandi.
Merkilegt er, að þegar unglingarnir horfðu á
myndir af áhættuatriðum þá minnkaði virkni í vits-
munasvæðum heilans. Þeir urðu ólíklegri til að geta
hamið eigin áhættuhegðun.
Í sviðsljósi eigin lífs
Þegar maður er undir áhrifum annarra, þá er hætt
við að eigin ástríða víki. Hugsanir hætti að samrým-
ast eigin dyggðum. Maður fari að lifa í skugga annars.
Þrátt fyrir langar viðvaranir í aðdraganda hvers
þáttar af Jackass, þá slösuðust börn víða við að herma
eftir áhættuatriðum og eftir mikla gagnrýni hætti
MTV sjónvarpsstöðin framleiðslu þáttanna.
Með þetta í huga vona ég að þið lækið ykkur sjálf
meira og skínið ykkar skærasta í sviðsljósi eigin lífs.
Lækaðu mig og ég læka þig
Við sem hér búum trúum því f lest að Ísland sé fyrirheitna landið. Það er ekki víst að hinir sem deila með okkur jörðinni séu sammála okkur um það. En landið er fagurt og frítt og hér er gott að búa.
Farsóttin hefur þó gert okkur lífið leitt hér sem
annars staðar. Þegar fyrst horfði í að hún hefði numið
hér land voru nær allir tilbúnir að leggja sitthvað á
sig til að hefta útbreiðsluna ef það mætti verða til að
koma veirukvikindinu fyrir kattarnef. Og það tókst
– því trúðu flestir. Í faraldursfræðum er það þó þekkt
að upp geta risið bylgjur, eins konar eftirskjálftar eftir
faraldur á borð við þennan. Einn slíkur hefur verið að
trufla okkur undanfarið. Fleiri þess konar eru líklegir
til að koma fram.
Þá bregður svo við að landinu er lokað. Það gerðist
ekki í fyrsta kastinu. Þá sáu önnur lönd um að loka
fyrir umferð til og frá landinu. En nú eigum við frum-
kvæði að því að hingað komi ekki neinn nema leggja
á sig tvær sýnatökur og fjögurra til sex daga sóttkví
þeirra á milli.
Af sjálfu leiðir að fáir vilja leggja leið sína hingað
við þær aðstæður. Þetta greiðir ferðaþjónustunni
þungt högg og var varla um að binda eftir búsifjar
undanfarna mánuði. En takmarkanirnar eru víð-
tækari en svo. Áhrifin ná ekki bara til þess geira. Þau
eru mun víðtækari en svo. Nær öll atvinnustarfsemi í
landinu líður stórkostlega fyrir þessar aðgerðir.
Þá má heita svo að menningarlíf hafi nær gefið upp
öndina í landinu enda nær ógerlegt að standa fyrir
menningarviðburðum við núverandi aðstæður.
Þetta er ekki allt. Á borgara þessa lands eru lagðar
takmarkanir sem í öllu verulegu teljast til skerðingar
á persónufrelsi. Fólk er í hundraða vís skikkað í
sóttkví með tilheyrandi takmörkum á athafnafrelsi
og yfirleitt á grundvelli óljósra upplýsinga frá þeim
smitaða. Þá hafa sektarheimildir við brotum á reglum
verið hertar.
Við vorum reiðubúin til að leggja þetta allt á okkur
þegar þessarar óværu varð fyrst vart. En þegar virðist
sem við þurfum að búa við þessa ógn um misseri eða
jafnvel ár, er ljóst að svona getur þetta ekki gengið.
Það er ófært að leggja þessa köldu hönd yfir fólk og
fyrirtæki. Okkur er sagt að aðeins tvennt geti bægt
hættunni af veirunni frá, bólusetning eða hjarð-
ónæmi. Misvísandi fregnir af bóluefni og hvenær
þess sé að vænta gefa ekki ástæðu til að trúa að það sé
lausnin í bráð.
Þá er hitt, hjarðónæmið. Það næst ekki nema sóttin
hljóti almenna útbreiðslu.
Að þessu samanlögðu vaknar sú spurning hvort
ekki sé of langt gengið? Er ástæða til að leggja
atvinnulíf í landinu til hvílu af þessu tilefni? Er tilefni
til að hneppa hundruð í stofufangelsi vegna þessa?
Þeir sem hafa mæðst í þessum málum fram að þessu
hafa staðið sig vel, en þurfa hvíld. Við þurfum ferska
sýn. Við þurfum að skipta inn óþreyttu liði.
Nú eru þau tímamót að meðalið hefur skaðlegri
áhrif en sú meinsemd sem því er beint að.
Tímamót
DAG HVERN LESA
93.000
ÍSLENDINGAR
FRÉTTABLAÐIÐ
AÐ MEÐALTALI
HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019
FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN