Fréttablaðið - 22.08.2020, Side 37

Fréttablaðið - 22.08.2020, Side 37
Rekstrarstjóri viðhalds Alcoa Fjarðaál leitar að sérfræðingi í starf rekstrarstjóra viðhalds. Í starfinu felst umsjón með öllu viðhaldi á viðkomandi framleiðslusvæði. Ábyrgð og verkefni • Yfirumsjón viðhalds á framleiðslusvæði • Að samþykkja verkpantanir • Forgangsröðun verkefna • Að halda utan um viðhaldskostnað • Tæknilegur stuðningur við iðnaðarmenn Áhugasamir eru hva‚ir til að afla sér frekari upplýsinga um starfið hjá Ásgrími Sigurðssyni í gegnum netfangið asgrimur.sigurdsson@alcoa.com eða síma 470 7700. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 4. september. Skriflegri umsókn ásamt ferilskrá skal skilað á www.alcoa.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Menntun og hæfni • Verkfræði, tæknifræði eða önnur hagnýt menntun • Reynsla af rekstri viðhalds • Jákvæðni og atorkusemi • Frumkvæði og skipulagshæfni • Að vinna vel með öðrum hagvangur.is Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 6. september Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. FÉLAGSMÁLASTJÓRI Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla auglýsir lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra. Starfið Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málaflokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr í verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndar- málum samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið. Starfið kallar því á talsverða teymisvinnu og samskipti við fagfólk og aðra á svæðinu auk sjálfstæðra vinnubragða. Helstu hæfniskröfur • Meistarapróf í félagsráðgjöf • Stjórnunarreynsla æskileg • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Leitað er eftir einstaklingi sem hefur vilja og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku. Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru: Barnavernd • Félagsleg heimaþjónusta • Félagsleg ráðgjöf Fjárhagsaðstoð • Málefni aldraðra • Málefni fatlaðra Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.