Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 67

Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 67
Mikil gleði í sumarfríi fyrir fjölskyldur í sumarbúðum skáta við Úlfljótsvatn „Að tala um sumarfríið – alveg eins og hinir“ Alls tóku tólf fjölskyldur með 31 barn þátt í sumarfríinu við Úlfljótsvatn. Fjölskyldurnar sem koma í fríið tala um að það sé gott að vera bara úti í náttúrunni enda svæðið fallegt. Það er mikill sigur að geta klifrað alla leið upp á klifurturninn á svæðinu. Mæðurnar eru oft að prófa ýmsa leiki í fyrsta skiptið og það vekur kátínu krakkanna. Þá er ekki slæmt að skjóta beint í mark og sýna hvers maður er megnugur! Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar Sjöunda sumarið í röð skipulögðu Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn á Íslandi sumarfrí fyrir fjölskyldur í sumarbúðum skáta við Úlfljótsvatn. Tólf fjölskyldur með 31 barn komu með í fríið frá 9.–12. júní en markmiðið var sem fyrr að stuðla að jákvæðri upplifun fyrir börn og foreldra sem búa við efnislegan skort og hafa alla jafna ekki tök á að fara saman í frí. Meðal skipulagðra dagskrárliða voru klifur, sund, bátaferðir, bogfimi og kvöldvökur. Þegar fjölskyldurnar höfðu komið sér fyrir í herbergjunum fyrsta daginn var boðið upp á göngu um svæðið eða fjallgöngu og síðar var ratleikur á dagskrá. Í dýrindis veðri að morgni annars dags var farið í bátsferð á vatninu við mikinn fögnuð barnanna sem skemmtu sér hið besta. Eftir hádegi var svo farið í hópeflisleiki. Þriðja daginn var farið í sund og krakkarnir spreyttu sig á klifurveggnum á svæðinu. Það gerðu sumir foreldrar reyndar líka og tókst þannig að koma börnum sínum á óvart. Fjórða daginn var farið í bogfimi og þá skipti engu máli hvort krakkarnir hittu í skotmarkið eða ekki, gleðin skein úr hverju andliti. Kvöldvökur voru öll kvöld. Þá fór fjölskyldurnar í bingó, ýmsa leiki og síðast en ekki síst spurningakeppni sem vakti mikla kátínu og ekki spillit fyrir að geta unnið til fjölda verðlauna. Það voru sælir þátttakendur sem fóru heim að fríi loknu. Í sumarbyrjun þegar landsmenn fóru að nýta sér Ferðagjöf stjórnvalda í stórum stíl ákvað Hjálparstarf kirkjunnar að brydda upp á þeirri nýjung að bjóða fjölskyldum sem búa við kröpp kjör að fara í sumarleyfi innanlands að eigin vali með stuðningi Hjálparstarfsins. Alls tók 21 fjölskylda þátt í verkefninu sem hefur gefið góða raun. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, er umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Hún segir mikla valdeflingu felast í verkefninu. „Það er alveg frábært fyrir börnin að upplifa jákvæða orku með mömmu og pabba og kynnast sjálfum sér og fjölskyldunni betur í nýjum aðstæðum. Það er valdeflandi að upplifa að fjölskyldan getur gert ýmislegt saman,“ segir Vilborg þegar hún útskýrir hvers vegna verkefnið sé mikilvægt. „Það er líka mjög valdeflandi fyrir börnin að geta tekið þátt í umræðum með skólasystkinum um ævintýri sumarsins en þegar fólk býr við fátækt er því einmitt hættara við félagslegri útilokun.“ Vilborg segir að fjölskyldurnar hafi lýst mikilli ánægju með sumarfríið. Þær hafi farið vítt um landið, í hvalaskoðun, á hestbak og gert ýmislegt annað sem þær geti ekki leyft sér alla jafna. „Svo felst líka mikil reisn í því að geta valið sjálfur,“ útskýrir Vilborg og bætir við að það hafi glatt hana sem félagsráðgjafa að sjá fólk vinna með styrkleika sína og eflast í foreldrahlutverkinu í ferðalagi um landið. Margt smátt ... – 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.