Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2020, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 22.08.2020, Qupperneq 68
Marvin Kabwa er félagsráðgjafi Ugandan Youth Development Link (UYDEL) sem er samstarfsaðili Hjálpar- starfs kirkjunnar í Kampala, höfuðborg Úganda. UYDEL rekur verkmennta- smiðjur fyrir ungt fólk á aldrinum 13–24 ára í þremur fátækrahverfum í borginni en Hjálparstarfið fjármagnar rekstur- inn. Á fyrstu sex mánuðum ársins sóttu 443 ungmenni smiðjurnar og fengur þar fræðslu og félagsskap. Marvin er 29 ára gamall og hefur starfað með UYDEL í tíu ár. Hann segir að starfið í smiðjunni í Banda hafi tekið breytingum í kórónuveirufaraldrinum. Nú sé áhersla lögð á að fara út í hverfin og fræða unglingana um mikilvægi handþvottar, að þeir virði fjarlægðarmörk í sam- skiptum og beri sóttvarnargrímu. UYDEL hefur auk þess komið fyrir þvottaaðstöðu við smiðjurnar. „Við höfum öll þurft að aðlagast nýjum veruleika þar sem við megum ekki snertast, þurfum að bera grímur og við búum öll við skert ferðafrelsi núna,“ segir Marvin. UYDEL hafa áratuga reynslu af því að vinna með ungu fólki í fátækrahverfum og eru leiðandi í baráttunni gegn mansali og barnaþrælkun í Úganda. Í smiðjum UYDEL og Hjálparstarfs kirkjunnar í Kampala starfa félags- ráðgjafar með unglingum sem hafa ekki getað haldið áfram í skóla sökum fátæktar og búa við ömurlegar aðstæður. Markmiðið er að hjálpa unga fólkinu með því að bjóða því upp á ársnám í iðngrein sem þau geta svo notað til að sjá fyrir sér. Líka að unglingarnir taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrkja sjálfsmyndina. Í jafningafræðslu eru unglingarnir upplýstir um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Í Úganda verða stelpur gjarnan mæður mjög ungar en með fræðslu til bæði stelpnanna og ekki síður til strákanna, meðal annars um notkun smokka, fá þær tækifæri til að fresta barneignum. Unglingarnir fá smokka í smiðjunum en notkun þeirra kemur einnig í veg fyrir smit kyn- sjúkdóma. Í smiðjunum er boðið upp á nám í tölvu- og farsímaviðgerðum, rafvirkjun, fatasaum og fataprjóni, töskugerð, sápugerð, hárgreiðslu og förðun, elda- mennsku og þjónastarfi. Skipulagið er yfirleitt þannig að kennsla í iðngreinum er fyrir hádegi en boðið er upp á söng, íþróttir og jafningjafræðslu eftir hádegi. Í kórónuveirufaraldri er starf- semin skert að því leyti að færri unglingar koma í hvert sinn til þess að virða fjarlægðarmörk í smiðjunum. Eftir ársnám hafa unglingarnir lært það mikið að þeir geta komist í starfsnám í fyrirtækjum eða komið sér upp eigin sölu-, þjónustu- eða viðgerðarbásum. Félagsráðgjafar UYDEL hafa milligöngu um starfsnámið og fylgja krökkunum eftir og athuga hvernig þeim reiðir af eftir námið. Krakkarnir í Kampala njóta áfram stuðnings en í breyttri mynd Marvin Kabwa félagsráðgjafi UYDEL (til vinstri á myndinni) með samstarfsfélögum sínum í Banda-hverfi Kampalaborgar. Félagsráðgjafarnir hafa undanfarna mánuði lagt mikla áherslu á fræðslu um smitvarnir gegn kórónuveirunni. Samkvæmt Hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins, LWF, í Úganda voru 911 staðfest smit í landinu undir lok júnímánaðar. LWF telur að kórónuveirufaraldurinn muni hafa mjög alvarleg efnahagsleg áhrif í landinu og verst muni áhrifin verða fyrir þá sem fæstar bjargir hafa. Í maí 2019 fór Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, til Úganda til þess að meta árangur verkefna þar. Í Banda-hverfi í Kampala hitti hann Marvin Kabwa sem stýrir þar verkmenntasmiðju fyrir unglinga sem búa við mjög erfiðar aðstæður. Á myndinni eru Marvin og Bjarni með Annette sem lærði meðal annars hárgreiðslu og fjármálalæsi í smiðjunni í Banda og opnaði í framhaldinu eigin hárgreiðslustofu í hverfinu. Annette vegnar nú vel og er þakklát fyrir tækifærið sem hún fékk með ársnámi í smiðjunni. 8 – Margt smátt ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.