Fréttablaðið - 22.08.2020, Síða 70

Fréttablaðið - 22.08.2020, Síða 70
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GEIT P ip a r\TB W A • S ÍA Hjálparstarf kirkjunnar sendi í maí síðastliðnum 31,6 milljón króna fjárframlag til mannúðaraðstoðar við stríðshrjáða Sýrlendinga og Íraka. „Í þessum heimshluta er þörfin fyrir mannúðaraðstoð gífurleg. Mikil neyð almennings er viðvarandi meðan ekki tekst að leysa ágreiningsmál sem valda stríðsátökum,“ segir Bjarni Gíslason, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfsins en fjár- framlagið frá Íslandi var svar við neyðar- beiðni frá Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance. Verkefnin sem um ræðir eru unnin á vegum Lútherska heimssambandsins í þágu fólks sem flúið hefur heimkynni sín vegna átaka. Að meðtöldum styrk frá utanríkisráðu- neytinu var rúmlega tuttugu og ein milljón króna send til að aðstoða fólk vegna átakanna í Sýrlandi en þau hafa staðið yfir hátt í áratug. Áætlað er að tæplega tólf milljónir manna þurfi á aðstoð að halda en þar af eru rúmlega sex milljónir íbúa á vergangi innan Sýrlands. Að sögn Bjarna eru um fimm milljónir flóttamanna frá Sýrlandi aðstoðarþurfi í nágrannalönd- unum Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. „Langflestir lifa undir fátæktarmörkum og eiga í erfiðleikum með að mæta brýnustu þörfum fyrir mat og skjól. Það er mikil þörf fyrir menntun, starfsþjálfun og úrræði til að auka tekjumöguleika fjölskyldna,“ segir hann. Verkefni Lútherska heims- sambandsins eru bæði í Sýrlandi og Jórdaníu og ná samtals til rúmlega 2.300 einstaklinga í eitt ár. Í grannríkinu Írak býr fólk við mikinn skort vegna ófriðarástands. Þangað sendi Hjálp- arstarf kirkjunnar, með styrk frá utan- ríkisráðuneytinu, rúmlega 10,5 milljóna króna fjárframlag til mannúðaraðstoðar Lútherska heimssambandsins við fleiri en 22.000 einstaklinga í eitt ár. „Við erum að aðstoða fólk sem er á vergangi vegna átaka en líka fólk sem hefur snúið heim aftur og þarf stuðning til að koma undir sig fótunum á ný. „Verkefnið snýst meðal annars um að hjálpa til við endurbætur á húsnæði, gera við brunna, kamra og aðra hreinlætis- aðstöðu. Einnig felst í verkefninu fræðsla um mikilvægi hreinlætis til að koma í veg fyrir sjúkdóma og um mannréttindi kvenna og stúlkna til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. Þá er unnið að því að auka möguleika fólks til að afla sér tekna með því að bjóða upp á starfstengd námskeið,“ segir Bjarni. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar Hjálpar- liðum og öðrum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við starfið! Mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Íraka og Sýrlendinga sem búa við mikla fátækt Sýrlendingarnir sem aðstoðin nær til hafast við í flóttamannabúðum í grannríkjum Sýrlands. Myndin er tekin í Jórdaníu og sýnir hjálparstarfsmann Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna ACT Alliance fylgja stúlku á heilsugæslustöð samtakanna. Mynd: Paul Jeffrey/ACT Alliance 10 – Margt smátt ...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.