Fréttablaðið - 22.08.2020, Side 77

Fréttablaðið - 22.08.2020, Side 77
hef skutlað þeim þangað. Er búin að keyra mikið eftir að ég f lutti í sveitina og er stundum með hjartað í buxunum þegar umferðin er mikil. Árið 2018 keyrði erlend ferðakona mig niður þannig að ég skaust út af þjóðveginum og bíllinn rústaðist. Hún var að taka fram úr, ók beint á móti mér og varð á milli bílanna en keyrði í burtu og var komin á Selfoss þegar hún náðist. Ég var með bæði börnin grátandi í bílnum en allir voru heilir sem betur fór. Þetta var ótrúlegt augnablik.“ Stundum með stofutónleika En hvaða verk finnst Valborgu skemmtilegust í sveitinni? „Við erum með ferðaþjónustu hér, leigjum út þrjú herbergi með tveimur rúmum hvert. Það hefur verið rólegt í þeim bransa í sumar, en í fyrrasumar var mikið líf og fjör í kringum mig því hingað komu tíu til fimmtán manns á hverjum degi, annars vegar í gistingu og hins vegar á stofutónleika. Þar söng ég eigin lög og bar fram heimabakað. Mér finnst gaman að gleðja fólk og taka vel á móti því. Karólína er líka orðin ansi sleip í enskunni. Fólk var að spyrja hvort ég ætti ekkert útgefið efni svo Orri ákvað að hringja í næsta stúdíó og það varð úr að við í bandinu Val­ borg Ólafs hentum í disk og vínyl­ plötu með sex lögum sem ég hafði samið eftir að ég f lutti í sveitina. Diskurinn heitir bara Valborg Ólafs og ég seldi heilmikið af honum.“ Auk Valborgar og Orra er hljóm­ sveitin skipuð tveimur strákum úr sveitinni. Nú er hún að taka upp nýja plötu með nýju efni sem Val­ borg hefur fulla trú á. „Það er gaman að hafa nóg af skapandi verkefnum og það er gott að hafa þetta eðlilega líferni líka, svo maður þurfi ekki að einblína á að framfleyta sér á tón­ listarbransanum, hann getur verið erfiður en yndislegt að hafa hann með,“ segir hún. „Við spiluðum á Airwaves í fyrra á þrennum tónleikum, það gekk rosalega vel. Svo fórum við á tón­ listarhátíð í Toronto í Kanada í nóvember, það var í fyrsta skipti sem ég upplifði drauminn um að túra. Rosagóð ferð. Við vorum búin að óska þess að geta spilað allt þetta ár, en það er ekki alveg þannig. Ætl­ uðum að taka ferna tónleika í ágúst hér á Suðurlandi en urðum auðvitað að aflýsa þeim, en erum ekki búin Valborg á hlaðinu í Holti með tignarleg Eyjafjöllin í bak- garðinum. Karólína leikur sér við hvolp- ana tvo Iðunni og Frigg sem eru af Border Collie kyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI að gefa upp drauminn um stofu­ tónleika hér heima eitthvert laugar­ dagskvöld í haust.“ Endaði með sjö heimalninga Valborg segir fjölskyldunni bregða við fjárhagslega að fá fáa gesti þetta árið, enda gefi sauðfjár­ búskapur lítið í aðra hönd. Það hafi komið stundir þar sem hún hugsaði hvort hann væri eitthvað sem vert væri leggja blóð, svita og tár í. „Það gengur illa að leiðrétta verðið til bænda fyrir lambakjöt­ ið. Ég held að fólkið sem ákveður það geri sér enga grein fyrir allri vinnunni bak við framleiðsluna. Það ætti að skella sér í sauðburð. Þegar við key ptum hér lagði lambsskrokkurinn sig á svona þrettán þúsund, en í dag fáum við álíka mikið fyrir heilt lamb og fólk borgar á fínum veitingastað fyrir skammt af góðri steik. Er þetta eðlilegt? Bændur hafa samt alltaf tröllatrú á sauðkindinni. „Sauð­ kindin er lífið,“ segja þeir og hugsa þvílíkt vel um kindurnar sínar.“ Orri þurfti að fara í girðingar­ vinnu fyrir skógræktina í miðjum sauðburði í vor, að sögn Valborgar. „Hann er rosalegur girðinga­ maður, hann Orri. Börnin voru ekki í leikskólanum út af kóróna­ veirunni og ég kippti þeim með í fjárhúsin í bland, það er skóli út af fyrir sig að fylgjast með lífinu þar þegar vel gengur. Ég hóaði í fólk í kringum mig ef ég átti í miklu basli, annars gekk þetta ótrú­ lega vel og þó ég væri stundum örþreytt þá gerði það mig sterkari að takast á við þetta. Orri kom heim á kvöldin og tók vaktir fyrri­ part nætur og ég fór hálf sex. Allt hafðist en ég endaði með sjö heim­ alninga.“ Nýtt þak er komið á fjárhúsið í Holti. „Orri fékk strákana, vini sína hér í kring, með sér í það. Það er líka búið að steypa þar inni og gera allt fínt,“ lýsir Valborg. „Girðingarnar voru handónýtar og bóndinn minn er búinn að laga þær. Allur peningur fer í traktora, olíu, rúlluplast og girðingarefni.“ Eldskírn fyrir Reykjavíkurhjartað Nú styttist í réttir og ég spyr Valborgu hvort henni þyki þær skemmtilegar. „Já, við förum að smala í næsta mánuði. Ég er búin að vera svo oft annaðhvort með barn á brjósti eða túrista í gistingu, en held ég nái að vera með núna. Ég hafði nú varla sest á hestbak þegar Orri stakk upp á að ég kæmi með sér í smalamennsku fyrsta haustið mitt í sveitinni. Þetta voru sjö tímar á hestinum og ég var orðin ansi dösuð, alger eldskírn fyrir Reykjavíkurhjartað sem hafði lítið gert annað en að vera í sinni búbblu!“ Saknar hún höfuðborgarlífsins? „Nei, þó ég skreppi stundum suður er ég er ekkert smá þakklát fyrir að búa hér. Það er bara svo fallegt þetta sveitalíf og engir tveir dagar eins. Hér er ég samþykkt og mér finnst ég hafa tilgang, eins og það sé skrifað í skýin að ég eigi að gefa mína liti hingað.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29L A U G A R D A G U R 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.