Morgunblaðið - 09.01.2020, Page 1

Morgunblaðið - 09.01.2020, Page 1
F I M M T U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  7. tölublað  108. árgangur  MEISTARA- VERKIÐ VANJA FRÆNDI FITA OG FRÆ FYRIR SMÁFUGLA ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS VETRARHÖRKUR 6 FINNA VINNU 6 SÍÐURMENNING 70 SÓLARÁFANGASTAÐIR SUMARIÐ&PÁSKAR2020 SJÁNÁNARÍBLAÐINU! „Maður verður fyrir miklum vonbrigðum þeg- ar maður les um svona atvik og auðvitað þakk- ar maður fyrir það að allir komust af heilir á húfi. Það var alls ekki gefið,“ segir Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráð- herra, spurð um viðbrögð við því að bjarga þurfti 39 manna hópi ferðamanna úr hrakn- ingum við rætur Langjökuls í fyrrakvöld. Seg- ist hún ekki sjá hvernig ferðaþjónustufyrir- tækið Mountaineers of Iceland gat með réttu tekið ákvörðun um að fara í ferð með fólkið þegar óvissustigi hafði verið lýst yfir vegna veðurs á Suðvesturlandi. Segir hún reglur Ferðamálastofu um ferðaþjónustufyrirtæki vera skýrar og bendir á að þar sé bæði gerð krafa um það að fyrirtæki séu með öryggis- áætlanir og taki mið af ytri aðstæðum. „Það er skylda að taka mið af ytri aðstæðum og það var auðvitað búið að gefa út viðvörun um veðrið,“ segir hún. »2  Ferðamálaráðherra gagnrýnir að farið var með 39 manna hóp í vélsleðaferð eftir veðurviðvörun Skylda að taka mið af ytri aðstæðum Landsbjörg Björgun Mikill fjöldi björgunarsveitarfólks tók þátt í björgunaraðgerðum við erfiðar aðstæður í fyrrakvöld og fyrrinótt þar sem 39 ferðamönnum var bjargað við rætur Langjökuls. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir vís- bendingar um breytt náttúrulegt at- vinnuleysisstig á Íslandi. Þó sé of snemmt að fullyrða neitt um það. Ef atvinnuleysið fer undir nátt- úrulegt atvinnuleysi eykst spenna á vinnumarkaði. Við náttúrulegt at- vinnuleysi helst verðbólga stöðug. Atvinnuleysi hefur verið lítið á Ís- landi í alþjóðlegum samanburði. „Það má færa rök fyrir því að mögulega – en ég ætla ekki að slá því föstu – sé náttúrulegt atvinnuleysi á Íslandi breytt til frambúðar, en það er of snemmt að fullyrða það.“ Kemur í stað gengislækkunar „Það birtist í að aðlögun að lakari efnahagsaðstæðum fari fram í gegn- um raunstærðir í stað verðbólgu og gengislækkunar, sem í þessu tilviki felur í sér aukið atvinnuleysi,“ segir Halldór Benjamín um breytta stöðu. Varnaðarorð SA hafi því ræst. „Bæði Samtök atvinnulífsins og Seðlabankinn vöruðu við því í að- draganda kjarasamninga með mjög skilmerkilegum hætti að aðlögun hagkerfisins myndi fara fram í gegn- um raunstærðir, fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi, og það er að ganga eftir,“ segir Halldór. Ef náttúrulegt atvinnuleysi verð- ur varanlega meira í framtíðinni gæti það haft margvíslegar afleið- ingar, til dæmis í velferðarkerfinu. Aðlögun fækkar störfum  SA telja horfur á meira náttúrulegu atvinnuleysi á Íslandi  Spár um áhrif niðursveiflu á atvinnustig hafi gengið eftir MLeiðir til meira atvinnuleysis »36 Kona sem telur sig hafa orðið fyrir mistökum við læknisþjónustu sendi kvörtun til Embættis landlæknis vegna málsins í júnímánuði árið 2018. Hún bíður enn eftir niður- stöðu embættisins átján mánuðum síðar. „Svona mál eru viðkvæm og það skiptir fólk máli hvort það þarf að bíða í nokkra mánuði eða eitt til tvö ár eftir niðurstöðu. Þessi bið getur verið þungbær fyrir fólk,“ segir Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður konunnar. „Meðferðartími mála hjá embætt- inu getur verið afar langur og er það miður. Bið í 18 mánuði eftir niðurstöðu er ekki óalgengur bið- tími,“ segir Kjartan Hreinn Njáls- son, aðstoðarmaður landlæknis. »4 „Þungbær“ bið sjúk- lings í átján mánuði Nýtt skipurit Seðlabanka Íslands var kynnt í gær og tilkynnt að átta starfsmenn muni hverfa frá bankanum við breytingarnar. Meðal þeirra sem munu láta af störfum hjá Seðlabankanum eru Jón Þór Sturluson, sem var fram að áramótum aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Sigríður Logadóttir, sem var fram- kvæmdastjóri hjá Seðlabankanum og yfirlögfræðingur, og Anna Mjöll Karlsdóttir, sem var yfir- lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlit- inu. Einnig lætur af störfum Tómas Örn Kristinsson, framkvæmda- stjóri gagnasöfnunar og upplýs- ingatækni hjá SÍ. »4 Lykilfólk hverfur frá Seðlabankanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.