Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 8

Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 sp ör eh f. Í þessari ævintýraferð upplifum við undur Indlands, skoðum tignarlegar hallir og kynnumst broti af menningu þessa fjölmennasta lýðræðisríki heims. Í Delí skoðum við m.a. forsetahöllina og upplifum ævintýralegan markað í Gömlu Delí. Við skoðum Taj Mahal, eitt þekktasta grafhýsi í heimi og Varanasi eða Borgina eilífu sem er helgasti staður hindúa og ein elsta borg heims. Allir velkomnir á kynningarfund fimmtudaginn 9. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Fararstjóri: Guðrún Bergmann Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 19. - 30. október Dulúð Indlands Styrmir Gunnarsson upplýsir ípistli sínum að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hafi „gefið ráðherrum sínum skýr fyrirmæli að því er fram kemur í Daily Telegraph.    Þau eru svona:Hafið upp á óþarfa eyðslu í stjórnkerfinu, jafnvel þótt það þýði að „slátra heilögum kúm“. Hann hefur jafnframt hvatt ráð- herrana til þess að endurskoða öll föst verkefni og fara yfir eyðslu ráðuneytanna lið fyrir lið.    Hann hefur varað þá við og sagtað sumir embættismenn muni „emja“ og bregðast við eins og ljón- ynjur, sem verji ungana sína, þegar þeir reyni að verja óþarfa eyðslu í ráðuneytum.    Ráðherrarnir eiga að skila til-lögum, sem sumar hverjar eiga að kom fram í marz.    Það væri vissulega frískandi til-breyting, ef ráðherrar í rík- isstjórn Íslands, tækju sér þessi vinnubrögð Boris Johnson til eft- irbreytni.    Ekki er vanþörf á.“    Það hefði mátt bæta því við aðeitt fyrsta verk Borisar var að banna ráðherrum sínum að flengj- ast á ráðstefnuna frægu í Davos í Sviss.    Þar er skíðadalur einn, mikill ogfagur, girtur af svo að valda- mestu menn veraldar geti blandað geði við ríkustu menn hennar. Það var þá þarfast. Boris Johnson Fordæmi sem mætti fylgja STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Morgunblaðið/sisi Nýju húsin Búið er að koma húsunum fyrir á grunninum. Næstu mánuði verður unnið að lokafrágangi. Stefnt er að því að þau verði tilbúin í vor. Búið er að koma fyrir nýjum sölu- húsum við Ægisgarð í Gömlu höfn- inni í Reykjavík. Á næstu mánuðum verður unnið við frágang húsanna og standa vonir til að þau verði tilbúin þegar hávertíð hvalaskoðunar hefst í vor. Verktaki er E. Sigurðsson ehf. og hefur verkinu miðað vel þrátt fyrir að veðrið hafi verið óhagstætt til úti- verka að undanförnu. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu voru gamlir söluskúrar fjar- lægðir af svæðinu í fyrrahaust. Umferð erlendra ferðamanna hef- ur stóraukist á svæðinu undanfarin ár og tími var kominn til að endur- nýja það og fegra. Næsta sumar eiga ferðamenn að geta keypt sér miða í hvala- og lundaskoðunarferðir og aðrar slíkar ferðir í nýjum og glæsi- legum söluhúsum. Stjórn Faxaflóahafna sf. sam- þykkti að gerður yrði afnotasamn- ingur við eftirfarandi fyrirtæki vegna nýrra söluhúsa við Ægisgarð: Special Tours, Elding, Sea Safari, Seatrips, Reykjavík by Boat, Happy Tours og Katla Whale Watching. Viðræður standa yfir. sisi@mbl.is Söluhúsin komin á sinn stað við höfnina Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu í vetur stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel og er ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar. Miklu skiptir fyrir fyrirtækið að vatnsbúskapur á hálendinu sé góður. Skemmst er að minnast árs- ins 2014, þegar vatnsbúskapur var með verra móti og skammta þurfti orku. Tekjutap Landsvirkjun- ar vegna skerðinga á raforku hljóp á hundruðum milljóna króna af þeim sökum. Innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar hefur verið í minna lagi í haust og engir vetrarblotar náð inn á hálendið það sem af er vetri. Öll miðlunarlón voru full fram yfir miðjan október en niðurdráttur verið síðan þá. Heildarstaða miðlana um áramót er ekki jafn góð og í fyrra, en svipuð og árið 2017. Lítið inn- rennsli hefur verið á Þjórsársvæði og er staða Þór- isvatns því ekki jafn góð og síðustu ár, en tak- markanir í flutningskerfi Landsnets torvelda Landsvirkjun að jafna stöðu miðlunarlóna milli landshluta, segir Landsvirkjun . sisi@mbl.is Raforka verður ólíklega skert  Staða miðlunarlóna er verri en í fyrravetur Morgunblaðið/RAX Hálslón Sér Fljótsdalsvirkjun fyrir vatnsorku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.