Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 6 rétta leyndarmáls matseðill Matarkjallarans 7.990 kr. á mann með fordrykk Aðalstræti 2 | s. 558 0000 TILBOÐ Sunnudaga – miðvikdaga í janúar Vegan Vítamínúði Sérstaklega samsett bætiefnablanda fyrir þá sem eiga erfitt með að taka upp B12 og járn úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. ð Valið BESTA NÝJA BÆTIEFNIÐ á Natural & Organics í London 2019 Hámarksupptaka tryggð þegar úðað er út í kinn. Hröð ogmikil upptaka. Betra og öruggara en töflur eða hylki. Pakkningar gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum 48 skammtar Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna • Vegan D3• B12• Járn & Jo Íupphafi nýs árs strengjamargir sér nýársheit, hjámörgum tengjast slík heitbættri heilsu. Öll heilsubót er af hinu góða en hafa ber í huga að vænlegast til árangurs er að mark- miðin sem sett eru séu bæði raun- hæf og mælanleg. Áskoranir tengd- ar lífsstílsbreytingum geta verið margvíslegar og á þeirri vegferð ber að varast að ætla sér ekki um of. Líkamlegir, andlegir og félagslegir þættir heilsunnar hafa áhrif hver á annan og því skiptir máli að skoða heilsuna í því samhengi. Geðheilsa þín er mikilvæg á öllum stigum lífsins, frá vöggu til grafar. Áhrifanna gætir í hugsun, líðan og hegðun í daglegu amstri. Jafnframt hvernig tekist er á við streitu og áskoranir og einnig í samböndum þínum við aðra. Mikilvægt er að þróa með sér færni til þess að hlúa að geðheilsunni því ávinningurinn er ótvíræður. Það eru margar leiðir færar til þess að efla andlega líðan en hér eru nokkrar þeirra: Svefn Svefn hefur mikil áhrif á geðheilsu en á það til að lenda aftarlega þegar kemur að forgangsröðun hjá mörg- um. Rannsóknir hafa sýnt að svefn- leysi hefur áhrif á skapsveiflur og viðkvæmni fyrir streitu eykst svo eitthvað sé nefnt. Streita er algeng orsök tímabundins svefnleysis. Mik- ilvægt er að skoða hvaða þættir eru að hafa áhrif á svefninn. Gott er að einsetja sér góðar svefnvenjur og gera þær að rútínu. Hreyfing Hreyfing eykur endorfín í lík- amanum sem eykur orku og hefur jákvæð áhrif á skapsmuni. Hreyfing dregur einnig úr streitu og bætir svefn. Reglubundin hreyfing hefur því fjölþættan ávinning fyrir heils- una. Núvitund Núvitund felst í því að beina at- hygli að líðandi stund með opnum huga og án þess að dæma. Hljómar einfalt en það krefst æfingar. Hægt er að gera einfaldar en skemmti- legar æfingar í hversdagslífinu sem tekur einungis nokkrar mínútur. Með reglubundnum æfingum og tíma eykur það lífsgæði til muna. Það dregur úr kvíða og streitu, auk þess hefur það jákvæð áhrif á skap og sjálfsmynd. Leiðin til þess að þroska tilfinningagreind hefst með núvitund. Auka tilfinningavitund Öll höfum við tilfinningar enda eru þær órjúfanlegur partur af okk- ar tilveru. Við stjórnum þeim ekki, tilfinningar koma og fara. Því skiptir máli að taka eftir þeim, setja orð á þær og læra að umbera. Með því að þekkja og taka eftir þeim erum við líklegri til þess að beina þeim í rétt- an farveg. Sú hæfni að þekkja og nefna eigin tilfinningar og annarra er ekki meðfæddur eiginleiki heldur lærð færni sem allir geta tileinkað sér. Tilfinningar eiga sér sterka samsvörun í líkamanum. Því er fyrsta skrefið í því að þroska betri tilfinningavitund sú að beina athygl- inni að líkamanum og taka eftir án þess að dæma sig. Ávinningur þess að þjálfa betri tilfinningavitund er mikill fyrir geðheilsu. Auk þess sem það bætir samskipti og eykur færni í félagslegum samskiptum. Ánægjulegar athafnir Margar rannsóknir á und- anförnum árum hafa fjallað um nei- kvæð áhrif af of mikilli skjánotkun á geðheilsu en mikilvægt er að stilla notkun í hóf. Sérstaklega ber að huga að skjátíma barna í því sam- hengi. Við erum félagsverur og höf- um þörf fyrir að eiga í beinum sam- skiptum hvert við annað. Að gera meira af því sem gleður, eins og ánægjulegar stundir með fjölskyldu og vinum eða eiga skemmtilegt áhugamál, getur stuðlað að jákvæð- um upplifunum og aukið vellíðan. Samkennd með sjálfum sér og öðrum Sjálfsgagnrýni og neikvætt sjálfs- tal ráða miklu um sjálfsmynd og líð- an. Vertu þinn besti vinur og sýndu sjálfum þér og öðrum samkennd og velvild. Frekari upplýsingar og ráð um bætta geðheilsu er að finna á heilsuvera.is. Heilsan á nýju ári Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útivera Að eiga skemmtilegt áhugamál stuðlar að jákvæðum upplifunum og aukinni vellíðan, segir sálfræðingur og kemur með góð ráð um heilsuna. Heilsuráð Íris Dögg Harðardóttir, teymisstjóri geðheilsuteymis Heilsugæslu höfuðborgar- svæðsins – suður. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Nú á fyrstu dögum nýs árs voru Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir, knatt- spyrnukona úr Breiðabliki, og Valgarð Reinhardsson, fimleikamaður úr Gerplu, kjörin íþróttakona og -karl Kópavogs 2019. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs þar sem af- reksfólkið fékk farand- og eignar- bikar. Þá afhenti Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun sem viðurkenn- ingu frá Kópavogsbæ. Berglind Björg og Valgarð voru val- in úr hópi 10 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs en þeir voru valdir úr tilnefningum frá íþróttafélögunum í Kópavogi. Berglind Björg átti mjög gott tíma- bil með liði Breiðabliks á liðnu ári, en liðið hafnaði í 2. sæti í Pepsídeild kvenna. Í 17 leikjum liðsins skoraði hún 16 mörk og hreppti titilinn markadrottning Pepsi-deildar kvenna árið 2019. Breiðablik átti einnig góðu gengi að fagna í Meistaradeild Evr- ópu. Hún lék 10 A-landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, en alls hefur Berglind leikið 44 landsleiki fyrir Ísland og skorað fjögur mörk. Valgarð er fremsti fimleikamaður landsins í dag. Hann varð Íslands- meistari í fjölþraut á árinu, bikar- meistari en hans stærsta afrek á árinu var þó þegar hann komst í úr- slit á gólfæfingum á heimsbikar- mótinu í Koper í Slóveníu, þar sem hann hafnaði að lokum í 6. sæti. Í lok árs var Valgarð svo kosinn fim- leikamaður ársins hjá Fimleika- sambandi Íslands. Íþróttafólk ársins valið í Kópavogi Berglind Björg og Valgarð best Kópavogur F.v. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Valgard Reinhardsson, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.