Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Kristín víkur í áramótapistli sín- um að einstakri náttúru Suð- austurlands og tegundum sem nánast eingöngu eru bundnar við- þennan landshluta. Nefnir hún tröllasmið, stóra bjöllutegund, til sögunnar og á pödduvef Náttúru- fræðistofnunar segir að hann sé útbreiddur um Skandinavíu, Kóla- skaga, Skotland og Færeyjar. Hér á landi sé hann staðbundinn í Nesjum í Hornafirði, frá Hoffelli suður og austur fyrir Almanna- skarð. Á pödduvefnum segir: Trölla- smiður er eitt stærsta skordýrið á landinu og er talinn hafa lifað hér frá fornu fari. Niðurstöður rann- sókna sýndu að íslenski trölla- smiðurinn væri það frábrugðinn tröllasmiðum í nágrannalöndum okkar að hann verðskuldaði að vera skilgreindur sem sérstök undirtegund (C. p. islandicus). Tröllasmiður er Hornfirðingum vel kunnur og hefur löngum geng- ið undir heitinu tordýflamóðir þar í sveit. Ekki er vitað hversu gam- alt heitið er en elstu menn í sveit- inni ólust upp við það. Í Skafta- fellssýslunni er tordýfill stað- bundið heiti á járnsmið sem er náinn ættingi, áþekkur að sköpu- lagi en miklu minni. Það skýrir til- vísunina til móður hans. Tröllasmiður Hornfirðinga TORDÝFLAMÓÐIR STAÐBUNDIÐ SKORDÝR Ljósmynd/Erling Ólafsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talið er að um 75% íslenska skúmsstofnsins verpi á söndunum sunnan jökla, þar af 50% á Breiða- merkursandi. Rannsóknir starfs- manna Náttúrustofu Suðausturlands hafa þó sýnt að skúm hefur fækkað verulega undangengin ár og í kjölfar þeirra niðurstaðna var skúmurinn færður á válista Náttúrufræðistofn- unar Íslands árið 2018. Það sumar fundust 175 virk skúmshreiður á Breiðamerkur- sandi en þegar stofninn var síð- ast metinn árin 1984-85 voru þar tæplega 3.000 hreiður. Þetta er meðal þess sem Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður stofunnar, fjallar um í pistli sem hún skrifaði í lok síðasta árs og hún segir viðfangsefnin fjölbreytt vegna sí- kvikrar náttúru. Fækkunin stafar líklegast af lélegum varpárangri sem er afleiðing breytinga í fæðufram- boði, ekki hvað síst vegna hruns sandsílisstofnsins sem rakið hefur verið til loftslagsbreytinga, segir í pistlinum. Sumarið 2019 var unnið að rannsókn um varpárangur skúms á Breiðamerkursandi og verður unnið úr þeim gögnum í vor. Paradís fyrir fugla Á sama tíma og varpstofn skúms hefur minnkað hefur varpstofn hels- ingja stækkað hér á landi á skömm- um tíma. Suðausturland er ekki ein- ungis höfuðvígi skúmsins heldur hefur íslenski helsingjavarpstofninn kosið að verpa nær einungis í þess- um landshluta, skrifar Kristín. Hels- ingi hefur viðkomu hér á landi vor og haust, en verpir að stærstum hluta á Grænlandi og í Kanada. Talið er að rúmlega 2.000 helsingjapör hafi orp- ið í fyrra í Skaftafellssýslum, 86% þeirra í Austur-Skaftafellssýslu. Þekkt er að helsingjar hafi verpt á öðrum stöðum á landinu, en í litlum mæli. Náttúrustofan hefur í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Fuglaathugunarstöð Suðausturlands fylgst grannt með þróun varpstofns helsingja. Í ár munu erlendir sér- fræðingar koma til landsins til hels- ingjarannsókna í samstarfi við stof- una. Suðausturland er í heild sinni paradís fyrir fugla en samkvæmt al- þjóðlegu fuglaverndarsamtökunum (e. BirdLife) er nánast allt svæðið skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Náttúrustofan vinnur að margvíslegum rannsóknum og vökt- un á ýmsum öðrum fuglategundum. Atburðarás í árfarvegum Fram kemur í pistli Kristínar að rannsóknir tengdar loftslagsbreyt- ingum, jöklum og jökulám séu stór hluti af starfsemi stofunnar. Sam- hliða hopi jökla verði breytingar á farvegum jökulánna og framburði. Árkvíslum fækki og eftir að jökul- vötnin taki að renna úr lónum mynd- ist stöðugri farvegir. Í gömlum árfarvegum er hins veg- ar skráð atburðarás sem er í raun saga jökulvatnanna, hvar árnar runnu tímabundið, hvar jökuljaðrar lágu og hvernig vatnsföllin hafa mót- að landið. Á Náttúrustofunni hefur verið unnið að kortlagningu á farveg- um Jökulsár á Breiðamerkursandi. Nú hefur verið lokið við að skrá flest- alla þekkta farvegi árinnar á kort, en slíkt nýtist meðal annars við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar Breiðamerkursands og skipulags- vinnu við Jökulsárlón sem unnið er að í augnablikinu. Í byrjun 20. aldar runnu milli 10 og 20 kvíslar á Breiðamerkursandi, en á þeim tíma lá jökulsporðurinn sem næst sjó. Eftir að jökullinn tók að hopa breyttist frárennsliskerfið og jökulánum tók að fækka. Núna, rúmum 100 árum seinna, renna ein- ungis tvær jökulár frá jökli að sjó; Jökulsá á Breiðamerkursandi og Fjallsá, samkvæmt upplýsingum Kristínar. Rannsóknir í síkvikri náttúru  Fjölbreytt verkefni Náttúrustofu Suðausturlands  Skúm fækkar, en varppörum helsingja fjölgar  Einungis tvær jökulár á Breiðamerkursandi, en áður voru kvíslarnar á sandinum fjölmargar Morgunblaðið/RAX Á válista Skúmurinn ver hreiður og unga af krafti og er ekki árennilegur. Myndin er tekin í stórbrotnu landslagi í grennd við Kvísker. Kristín Hermannsdóttir Föstudaginn 10. janúar kl. 16 verður opnuð ljósmyndasýning í bóka- safni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sem haldin er á vegum Náttúrustofu Suðausturlands og er að hluta styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Sýningin er hliðarafurð rannsóknar sem farið hefur fram síð- ustu tvö ár á fuglalífi á og við tjarnir í Sveitarfélaginu Hornafirði en myndirnar eru allar teknar með flygildi. Kristín segir að yfirleitt séu gögnin sem Náttúrustofan aflar töluleg og ekki mikið fyrir augað, en stundum séu þau þess eðlis að ekki sé hægt að sleppa því að deila með öðrum. ,,Þessari sýningu er ætlað að sýna fjöl- breytta fegurð tjarna, frá sjónahorni fuglsins fljúgandi, krydduð með upplýsingum um líf tjarnarinnar.“ Á myndinni má sjá litla tjörn rétt við Eskey á Mýrum. Með augum fuglsins LJÓSMYNDASÝNING Á HORNAFIRÐI Ljósmynd/Náttúrustofa Suðausturlands 100% RAFM AGN Síðan 2017 höfum við eingöngu fjárfest í rafmagnsbílum og hafa allar okkar sendingar verið rafmagnaðar í 2 ár. TAKTU Þátt í rafmagnaðri framtíð með okkur AHA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.