Morgunblaðið - 09.01.2020, Page 38

Morgunblaðið - 09.01.2020, Page 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Enn er margt á huldu um reyfara- kenndan flótta Carlos Ghosn, fyrr- verandi forstjóra Renault og Niss- an, frá Japan til Líbanons um áramótin. Smám saman hefur ráð- gátan verið að skýrast og þess var vænst að Ghosn upplýsti málið endanlega á blaðamannafundi sem hann ráðgerði að halda í Beirút síð- degis í gær. Líbaninn smái en knái var tekinn fastur rúmu ári fyrir flóttann en hafði gengið laus gegn tryggingu frá í mars. Notaði hann tímann vel um magra mánaða skeið til að undirbúa flóttann. Stakk hann af um síðir og gaf þá skýringu að hann hefði flúið réttarfarslegt óréttlæti og pólitískar ofsóknir. Í Japan hafði hann verið sakaður um stórfelld skattsvik og að hafa m.a. hlunnfarið hluthafa bílaframleið- andans Nissan. Yfirvöld í Tókýó munu freista alls til að fá hann framseldan frá Líbanons. Hinn 65 ára gamli Ghosn sagðist ekki hafa notið réttlætis og sann- girni í málum á hendur sér sem snúast um misnotkun fjármuna Nissan í eigin þágu. Hann er sak- aður um að hafa ekki talið fram nema hluta tekna sinna á árunum 2010 til 2018. Hafi undanskotin numið alls 85 milljónum dollara. Vitneskja um einstaka þætti flóttans er gloppótt, en Japanir segjast enn vera að rannsaka hvernig hann slapp framhjá ströngu öryggiseftirliti sem hann sætti fyrir að fá að ganga laus gegn tryggingu. Ríkisútvarpið NHK sagði sl. mánudag að Ghosn hefði yfirgefið íbúð sína einn síns liðs um hádegisbil 29. desember og farið til fundar við tvo menn á hóteli í Tók- ýó. Þeir þrír hefðu svo tekið hrað- lest til Osaka og komið þangað klukkan 19:30. Þar rituðu þeir sig inn á hótel skammt frá Kansai- flugvellinum en aðeins tveir menn sáust síðan á upptökum örygg- ismyndavéla þegar þeir yfirgáfu hótelið síðar um kvöldið. Að sögn NHK voru mennirnir tveir með tvo stóra kassa sem toll- verðir á flugvellinum skoðuðu ekki. Hefur það meðal annars spurst út að í öðrum kassanna hafi Ghosn verið. Kössunum var komið um borð í einkaþotu á vellinum þetta kvöld sem flaug síðan með hann og mennina tvo til Istanbúl í Tyrk- landi. Þar skipti hersingin um flug- vél til áframhaldandi ferðar til Bei- rút í Líbanon. Frásagnir af flóttanum frá Japan og skipulagn- ingu hans minna á glæpamyndir úr smiðju Hollywood. Inn í hann blandast m.a. ólögleg notkun flug- véla. Þegar í ljós kom að hersingin hafi millilent á laun í Istanbúl tóku yfirvöld þar í tauma og handtóku sjö manns sem tengdust málinu með einhverju móti, þar á meðal fjóra flugmenn, stjórnanda vöru- flutningafyrirtækis og tvo flugvall- arstarfsmenn til viðbótar. Ólögmætar aðferðir Tyrkneska einkaþotuþjónustan MNG segir að lög hafi verið brotin í tengslum við flugið og einnig starfsreglur fyrirtækisins. Hafi starfsmaður einn og óstuddur tekið það upp hjá sjálfum sér að aðstoða Ghosn á flóttanum. Með því m.a. að falsa áhafnar- og farþegaskrá þot- unnar og skipuleggja flugið frá Osaka til Istanbúl og þaðan fram- haldsflugið til Beirút með annarri einkaþotu. Hefur MNG-fyrirtækið kært uppátæki starfsmanns síns. Tyrknesk yfirvöld kanna nú hvern- ig á því stóð og til hvers Bomb- ardier Global Express-þotunni frá Osaka var ekið beint inn í flugskýli við lendingu. Þaðan fór svo önnur þota, af gerðinni Bombardier Chal- lenger 300 TC-RZA, 45 mínútum síðar með hópinn til Beirút. Dómsmálaráðuneytið í Tókýó segist engin gögn hafa fengið um brottför Ghosn frá Japan. „Talið er að hann hafi beitt einhverjum ólög- mætum aðgerðum til að komast úr landi,“ sagði Masako Mori dóms- málaráðherra á blaðamannafundi á mánudag. „Ég hef krafist þess að eflt verði til muna eftirlit með fólki á leið úr landi,“ sagði hún. Blaðið Wall Street Journal hefur sagt að Ghosn hafi verið settur um borð í einkaþotuna í stórum köss- um fyrir hátalarabúnað, en þeir reyndust aftast í þotunni eftir kom- una til Istanbúl frá Japan. Hafði blaðið eftir aðila nátengdum tyrk- neskri rannsókn á flóttanum að boruð hefðu verið göt á botn kist- unnar til að tryggja að forstjórinn fyrrverandi gæti andað að sér súr- efni og kafnaði ekki í kassanum. Því var komið á framfæri við fjölmiðla að Ghosn hefði laumast úr íbúð sinni með aðstoð hóps manna er hlotið hefðu herþjálfun og klæddust sem lúðrasveit væri þar á ferð. Þegar hún hafði leikið nokkur lög hefði sveitin farið af vettvangi með Ghosn falinn í stórum hljóð- færakassa. Eiginkona hans Carole sagði Reuters-fréttastofunni að þetta væri tilbúningur. Vildi hún þó ekki tjá sig neitt frekar um flóttann en þarna mun vera skír- skotað til hóps manna frá örygg- isþjónustu sem liðsinnti Ghosn á flóttanum. Klæddist dulargervi Að klæðast dulargervi eins og í njósnamynd er ekki framandi fyrir Ghosn. Er hann reyndi að villa um fyrir tveimur blaðamönnum við fangelsisdyr er hann var látinn laus gegn tryggingu í mars sl. klæddist hann sem húsasmiður væri. Það misheppnaðist því hann þekktist eiginlega strax og lögmað- ur hans baðst afsökunar á „viðvan- ingslegu“ uppátækinu. Blaðið Financial Times segir flóttann hafa verið undirbúinn mánuðum saman og að honum hafi komið hópar manna í nokkrum löndum. Blaðið hafði eftir mönnum sem tengjast rannsókn flóttans að japanskir stuðningsmenn Ghosn hefðu verið þar á meðal. Að sögn Reuters hafi leyndin yfir flóttanum verið slík, að flugmenn einkaþot- unnar vissu ekki að Ghosn væri um borð. Talsmaður samgönguráðuneyt- isins í Tókýó sagði við AFP- fréttastofuna að ekki væri skylt að skoða farangur einkaþota. „Rekstraraðilar þeirra ákveða hvort farangursskoðun sé nauðsyn. Á sama tíma eru áætlunarflugfélög skyldug til að láta allan farangur í gegnum öryggisskoðun, samkvæmt landslögum. Öryggisskoðunin er framkvæmd í forvarnarskyni, til að koma í veg fyrir að sprengjur fari um borð og til að afstýra flugráni,“ sagði talsmaðurinn og bætti við að slík hætta væri talin miklu minni þegar einkaþotur ættu í hlut. Vegabréf í sviðsljósi Ýmsum sögum fer af því á hvaða skilríkjum Ghosn ferðaðist. Hann hefur þrefalt ríkisfang, franskt, brasilískt og líbanskt. Samkvæmt flugvallargögnum sem franska fréttastofan AFP segist hafa feng- ið að sjá brúkaði hann franskt vegabréf til að komast inn í Líb- anon. Hafði dómstóll í Tókýó heim- ilað Ghosn að geyma annað tveggja franskra vegabréfa sinna vegna ferðalaga innan Japans meðan á málaferlunum stæði. Ekki ber frá- sögnum fjölmiðla saman um þetta og blandast þar í alþjóðareglur um vegabréf. Sagði t.d. franska blaðið Le Monde hann hafa ferðast á frönsku nafnskírteini. Aðrir segja hann hafa framvísað frönsku vega- bréfi eða jafnvel fölsuðum papp- írum. Talsmaður Ghosn sagði Fin- ancial Times að hann hefði framvísað frönsku vegabréfi. Tals- maður utanríkisráðuneytisins í Beirút, Ghadi Khoury, bætti við þetta að auk fransks vegabréfs hefði Nissan-stjórinn fyrrverandi einnig framvísað líbönsku nafn- skírteini. Það auðveldaði Ghosn flóttann að daginn sem hann yfirgaf íbúð sína hætti öryggisfyrirtæki á veg- um Nissan að fylgjast með ferðum hans í Japan og þá sérstaklega hvort hann ætti í samskiptum við aðila er tengdust rannsókninni á málum hans. Eftirlitinu var hætt þar sem það þótti brjóta gegn mannréttindum hans. Grænhúfur liðsinntu Til að undirbyggja flóttann sem best fékk Ghosn til liðs við sig Bandaríkjamann að nafni Michael Taylor. Hann er fyrrverandi græn- húfa, hermaður úr sérþjálfaðri úr- valssveit bandaríska landhersins. Hann hefur sérhæft sig í að bjarga gíslum úr prísund. Hann hefur ver- ið með starfsemi í Líbanon og víðar í ríflega 30 ár og er ferill hans sagður skrautlegur. Meðal annars hafi hann setið í fangelsi fyrir svik. Á lista yfir ferðalanga í þotunni frá Osaka til Istanbúl var nafn Ghosn ekki að finna en aftur á móti eru björgunarmenn hans nefndir, Michael þessi Taylor og George- Antoine Zayek. Fóru þeir fyrst með henni frá Dubai til Osaka og héldu síðan með henni til baka eftir hálfs sólarhrings stopp í Japan. Samkvæmt vefsíðunni Flight- Radar24, sem sýnir flugvélar á flugi, lenti Bombardier Challen- ger-einkaþota Ghosn á alþjóða- flugvellinum við Beirút klukkan fjögur að morgni gamlársdags. Þar beið hans eiginkonan Carole, sem fæddist í borginni, en blaðið Wall Street Journal sagði að hún hefði átt mikinn þátt í undirbúningi og skipulagi flóttans. Hefði hún að ýmsu leyti verið potturinn og pann- an í flóttanum og til að mynda átt rúmlega klukkustundar síma- samtal við hann á aðfangadag. Samkvæmt ákvæðum sam- komulagsins um að hann fengi sig lausan gegn tryggingu hefði þeim verið bannað að hittast eða eiga símasamtöl sín á milli. Vart var Ghosn svo stiginn niður á líbanska grund er hún sagði Wall Street Journal að samfundir þeirra þá um morguninn „væru stærsta gjöf lífs míns“. Annan janúar barst yfirvöldum í Beirút „rauð“ alþjóðleg handtöku- tilskipun á hendur Ghosn. Yfirvöld í Tókýó ítrekuðu í vikunni þann ásetning að koma lögum og reglu yfir Ghosn en það gæti orðið flókið því milli Japans og Líbanons eru ekki í gildi samningar um framsal afbrotamanna. Þá þurfa Japanir ekki að vænta liðsinnis frá Frökk- um því ráðamenn í París sögðust ekki myndu framselja Ghosn þar sem hann væri franskur ríkisborg- ari. Enn margt á huldu um ævin- týralegan flótta 19. nóv. 2018 Hand- tekinn 22. nóv. Rekinn sem yfir- maður Nissan 25. apríl Sleppt gegn tryggingu 24. október Sakar sak- sóknara um ólöglegar aðgerðir 30. des. Flýr til Líbanons 8. apríl Rekinn úr stjórn Nissan 6. mars Sleppt gegn trygg- ingu 4. apríl Hand- tekinn á ný fyrir nýjar sakir 23. jan. 2019 Segir af sér hjá Renault 26. nóv. Rekinn frá Mitsubishi TÍMALÍNA HELSTU ÁSAKANIR Nissan: „Ýmis stórfelld brot“ þar á meðal að telja ekki allar tekjur sínar fram Heimild: AFP Photo Japanskir saksóknarar: Taldi ekki fram tekjur að fjárhæð 5 milljarðar jena á tímabilinu frá júní 2010 til júní 2015 Nissan: „Nýtti eignir félagsins í eigin þágu” Renault Frakkl.: „Ákveðin út- gjöld”og of- rukkun fyrir flugferðir Bandarískt fjármála eftirlit: Nissan og Ghosn ákærð fyrir rangar fjármálaupplýsingar 1996 Gengur til liðs við Renault 2016 Mitsubishi í bandalagið 2005 Yfirmaður Bandalags Renault og Nissan 2017 Bandalagið nr. 1 í heimi í sölu bíla Carlos Ghosn CAREER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.