Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 ✝ Tómas Borg-fjörð Guð- mundsson fæddist 17. ágúst 1923 í Ak- urgerði, Garði. Hann lést 28. des. 2019. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson, f. 1883 d.1952 og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1894, d.1992. Hann bjó víða með foreldrum sínum og flutti ungur að heim- an. Systkini hans: Elsa, f. 1914, d. 1999. Guðbjartur, f. 1915, d. 1931. Guðdís, f. 1917, d. 2008. Ingibergur, f. 1918, d. 1918. Inga, f. 1919. Drengur, f. 1920, d. 1920. Lillý, f. 1921, d. 2001. Fanný, f. 1924, d. 2013. Daníel, f. 1925, d. 1996. Kristrún, f. 1927, d. 2012. Smári, f. 1928, d. 1995. Sextán ára gamall kynntist hann Hlíf Guðjónsdóttur, eig- inkonu sinni til 74 ára. Hún var fædd 3. apríl 1923. Þau giftu sig 28. október 1944. Hún lést 21. nóv. 2018. Börn þeirra eru: 1) Pálína Ingibjörg, f. 1943, maki Sig- urjón Bergsson. Synir þeirra stöð Steindórs. Hann eignaðist sinn fyrsta vörubíl aðeins 16 ára og þá ekki kominn með bílpróf. Var hann alla tíð mikill bíla- áhugamaður og hugsaði vel um bílana sína. Hlíf og Tómas hófu búskap í Kópavogi 1941, byggðu þar sitt fyrsta hús, Lindarbrekku. Festu þau kaup á Otradal í Arnarfirði árið 1951 og hófu hefðbundinn sveitabúskap. Fluttu síðan 1961 að Breiðabólsstað í Ölfusi og stýrðu búi fyrir Hlíðardalsskóla í 29 ár. 1990 brugðu þau búi og fluttu í Lýsuberg 13, Þorláks- höfn og bjuggu þar síðan. Einn- ig höfðu þau Smára, son sinn, og Sirrý tengdadóttur í sömu götu. Í starfi sínu var hann mjög samviskusamur og vandvirkur, hugsaði vel um skepnurnar, hélt öllum búvélum og húsakosti sér- lega vel við. Hans starfsvett- vangur var úti en ekki inni á heimilinu, þannig var verka- skipting þess tíma. Heimilið var stórt. Oftast bjuggu einhverjir vandalausir, gjarnan einstæð- ingar, á heimilinu og var ávallt mikill gestagangur, góðir tryggir vinir. Hann hafði mikla ánægju af söng og ferðalögum, ferðuðust hjónin með börnum sínum og gjarnan öðrum ætt- ingjum mikið um landið, bæði hálendi og láglendi. Tómas verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi í dag, 9. janúar 2020, og hefst at- höfnin kl. 14. eru Bergur Tómas, Gylfi Birgir og Guðjón Ægir, d.2009. Þau eiga 8 barnabörn og 2 barnabarnabörn. 2) Sigríður, f. 1944, maki Árni I. Sig- valdason. Börn þeirra eru Ívar og Hlíf Ingibjörg. Þau eiga 2 barnabörn. 3) Víðir, f. 1946, maki Elísabet Guðmundsdóttir. Synir þeirra eru Emil Örn og Andri Örn. Þau eiga 9 barna- börn. 4) Guðmundur Smári, f. 1954, maki Sigríður Ósk Zoega Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Brynjar, Otri og Hólmfríður Fjóla. Þau eiga 3 barnabörn. 5) Ragnheiður, f. 1957, maki Brynjólfur Magnússon. Dætur hennar eru Kristín og Bryndís. Hún á 8 barnabörn. Brynjólfur á 4 börn og 11 barnabörn. 6) Jóna Brynja, f. 1958, maki Helgi Helgason. Dætur hennar eru Þóra Hlíf, Eydís Eir og Eygló. Hún á 6 barnabörn. Helgi á 3 börn. Starfsferill Tómasar hófst með vöru-og rútubílaakstri, bæði sjálfstætt og hjá Bifreiða- Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morteins) Kveðja, þín dóttir Brynja. Það var árið 1950 sem ég hitti fyrst þá tilvonandi mág minn Tómas eða Tomma eins og hann var alltaf kallaður, konuna hans hana Hlíf og myndarlegu stelp- urnar þeirra Pálínu og Sigríði. Þau voru svo myndarleg saman, falleg hjón og áttu heima í Lind- arbrekku við Nýbýlaveginn í Kópavoginum. Þau fluttu svo 1951 vestur í Otradal í Arnarfirði, sem var heil- mikið ferðalag og erfitt. Við Smári heitinn fórum oft til þeirra vestur og áttum góðar og skemmtilegar stundir með þeim þar. Það var líka svo gaman að ferðast þessa fallegu leið vestur. Þau tóku svo mikið vel á móti okkur alla tíð og ekki vantaði kræsingarnar á borðin, enda Hlíf annáluð fyrir myndarskap í eldhúsinu. Oft lang- aði mig svona unga konu að kunna þetta svona vel eins og hún enda leit ég mikið upp til hennar. Samskiptin á milli fjölskyldna okkar voru alltaf góð, enda bræð- urnir Smári og Tommi miklir vin- ir og eftir að þau fluttu aftur suð- ur, að Breiðabólsstað í Ölfusi, voru heimsóknirnar tíðari. Það var virkilega gaman að fylgjast með búskapnum þeirra þar. Hlíð- ardalsskóli er á sömu landareign og Breiðabólsstaður og voru börn okkar beggja þar í skóla. Lilja dóttir mín var í skólanum á sama tíma og dætur þeirra, Ragna og Brynja, en fékk gist- ingu hjá þeim í einn vetur. Þeir sem voru í skólanum þurftu að skipta með sér verkum á hverjum virkum degi eins og gerist á hverju heimili. Þá voru verkaskiptin þannig að hluti af strákunum fór á Breiðabólsstað eða Búið eins og það var kallað til að vinna bústörf hjá Tómasi. Ollý yngsta dóttir mín minnist þessa skemmtilega tíma og hafði hún ásamt annarri stelpu mót- mælt þessu og fengu þær að lok- um að koma í einn mánuð í bú- störfin. Tómas lét þær stelpurnar vinna jafn mikið ef ekki aðeins meira til að sjá hvort einhver dug- ur var í þeim, og hafði nú lúmskt gaman af þessu. Og fyrir vel unnin störf fengu ungu vinnumennirnir og vinnu- konurnar mjólkurglas, kleinur og kökur að loknu hverju góðu dags- verki. Það var í nóvember 2018 sem elskuleg Hlíf dó og núna ekki nema rúmu ári síðar er fallinn frá elsku Tommi. Það var erfitt að horfa upp á sorgina sem hann upplifði við fráfall hennar, en hvernig má annað vera eftir allan þennan tíma saman. Ég las það einhvers staðar að sorgin væri ekkert annað en ást – ef ekki hefði verið til ást, væri enginn söknuð- ur. Tommi var mjög trúaður og var það virkilega ánægjulegt að sitja með honum, fara yfir lexí- una, spjalla um trúmál sem og önnur mál. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Við söknum hans mikið en þökkum fyrir að hann fékk hvíld- ina sem hann þráði eftir vel unnið ævistarf. Við biðjum Guð að styrkja og styðja börnin þeirra, tengdabörn og fjölskylduna alla. Megi góðar minningar lifa í hjörtum ykkar. Hittumst vér þá hjarta kæru hér sem vorum skilin frá. Fáum vér um eilífð alla aftur þeim að dvelja hjá. (HL Hastings.) Þökkum fyrir alla samfylgdina, elsku Tommi. Guð geymi þig, vinur. Ída og Jóhann. Þegar flestir eru að halda heil- ög jól og kveðja árið 2019 kveður Tommi föðurbróðir minn rétt rúmu ári seinna en elsku Hlíf kona hans. Þau voru samrýnd hjón og hittast nú á ný. Tommi var myndarlegur svo af bar. Hann náði háum aldri, 96 ár- um. Hann sagði mér um daginn að hann mætti vera ánægður með líf sitt. Þau hjón hefðu orðið fyrir áföllum í lífi sínu en þó ekki mörg- um. Tommi var þúsundþjalasmið- ur, góður í öllu, hugsaði vel um skepnurnar þegar hann var bú- stjóri á Breiðabólsstað og góður að gera við allskyns vélar. Hann vann fallega hluti úr tré og á ég fallega skál eftir hann. Þegar ég var unglingur í Hlíðardalsskóla fékk ég að vera á Breiðabólsstað hjá frændfólki mínu og sótti skól- ann með þeim Rögnu, Brynju og Smára. Það var oft fjör við mat- arborðið á Breiðabólsstað og allt- af var Hlíf með hlaðborð. Tommi var alveg einstaklega stríðinn eins og flest hans systkini og börn þeirra, mér er sérstaklega minn- isstætt eitt skipti þegar hann hélt mér fastri og klíndi einhverju framan í mig, ég snéri mér snöggt við og sá sleif í hrærivélarskálinni, sem var skyr í, og skellti henni framan í hann. Hann tók því ekk- ert sérstaklega vel en allt í lagi. Oft var mikil stríðni í þeim bræðr- um Tomma og pabba og ég veit að mömmu þótti oft nóg um. Tommi og pabbi ferðuðust mikið saman áður fyrr, ég man t.d. eftir ferð vestur í Otradal og Þórsmörk. Þeir voru nánir bræðurnir og Tommi sagði mér að það hefði verið áfall fyrir hann þegar pabbi dó aðeins 65 ára. Pabbi var litli bróðir þessara rebbasystkina eins og við frændsystkinin segjum oft en afi þeirra var Guðmundur Ein- arsson refaskytta. Tommi var ákveðinn maður og þrjóskur eins og hann átti kyn til, en eftir að hann varð eldri varð hann mildari, eins og oft verður. Ég fann það svo vel hvað honum þótti vænt um okkur systkinin og mömmu, hann gaf það vel í skyn þegar við Ollý systir heimsóttum hann á sjúkra- húsið. Stundum hringdi Tommi til að athuga hvernig ég hefði það en við vorum bæði, eins og fleiri í stórfjölskyldunni, slæm af gigt. Við spjölluðum um gigtina, lyfin og daginn og veginn. Hann var sárkvalinn blessaður í höndum og fótum af þessari árans gigt. Ég held að Tommi hafi verið hvíldinni feginn, andlát hans bar brátt að en hann kvaddi eins og flestir myndu vilja óska sér. Far þú í friði, elsku frændi minn, nú sameinist þið Hlíf á ný. Takk fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur til elsku frændfólks míns sem mér þykir svo ofur vænt um. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund, hjá læknum upp við foss. Þar sem að gróa gullin blóm, þú gefur heitan koss. (Ingólfur Þorsteinsson) Ykkar frænka, Lilja Smára. Tómas frændi er fallinn frá eftir tæplega aldar viðveru á þessu jarðríki. Kona hans Hlíf féll frá í fyrra og þyngdist þá róð- urinn hjá frænda eftir langt og farsælt hjónaband. Ég ræddi við frænda nokkrum dögum fyrir andlátið, var hann skýr í svörum að venju en fór ekki leynt með að líkaminn var slitinn. Hann var af þeirri kynslóð þar sem lífið var vinna. Ungur að árum man ég fyrst eftir Tomma og Hlíf á Ný- býlaveginum í Kópavogi í næsta nágrenni við heimili mitt á 5. ára- tugnum. Þar byggðu þau hús sem þau kölluðu Lindarbrekku. Ein bernskumyndin frá þessum tíma er fallegi rauði vörubíllinn sem Tommi átti en mér hlotnað- ist stundum sú upphefð að fá far. Var litið upp til hans á þessu glæsilega vinnutæki sem renndi eftir holóttum Nýbýlaveginum. Frændi gerði ýmsar breytingar á nýja Fordinum, hann var jú vinnutæki og íverustaður hans stóran hluta sólarhringsins. Margar ferðirnar fór frændi í þvottalaugarnar í Laugardal með nágrannakonur og þótti sjálfsagt að sitja á vörubílspallinum. Frændi var einnig kallaður til þegar sækja þurfti lækni eða ljósmóður fyrir nágranna og naut fyrir það þeirra forréttinda að hafa síma. Margt var gert til að hafa ofan í sig og á. Myndarlegur bílskúr var byggður til að skapa aðstæður til bílaviðgerða. Eitt sinn þegar ég stráklingurinn rölti til frænda skömmu fyrir jól var frændi í kjallaranum að smíða kertastjaka sem svo voru málaðir með glimmer. Hænsni voru sjálf- sögð á þeim tíma til búbóta. Á 6. áratugnum flutti fjölskyldan vestur í Arnarfjörð og gerðist bændur í Otradal. Þar tók við mikil uppbygging. Samhliða bú- skapnum tók frændi fljótlega til við að hjálpa nágrönnum sínum við viðgerðir á bílum og bútækj- um. Kunnátta hans og lagni við vélar spurðist út og einstaklingar á Bíldudal leituðu til hans. Mjólk var flutt frá búinu á Bíldudal með hestvagni. Leiðin lá síðan suður á 7. áratugnum þegar þau hjón tóku við bústjórn á Breiðabóls- stað í Ölfusi. Breiðabólsstaður var þeirra heimkynni þar til þau fóru á eftirlaun en þá lá leiðin til Þorlákshafnar. Ófáar voru ferðir mínar að Breiðabólsstað þar sem þau hjón fóru með bústjórn fyrir söfnuð Aðventista en þeir höfðu komið þar upp myndarlegum heimavistarskóla og var búið rek- ið samhliða honum. Minnisstæð- ar eru stundirnar í eldhúsi Hlífar þar sem heimabakað bakkelsi var á borð borið. Mikill gestagangur var á heimili þeirra hjóna á Breiðabólsstað enda ávallt tekið vel á móti gestum. Sömu sögu er að segja um heimili þeirra í Þor- lákshöfn. Undraði mig hve dug- leg Hlíf var við bakstur og heim- ilishald á þessum árum. En alltaf sama ljúfmennskan og góða skapið. Sameiginlegt áhugamál- um okkar frænda var trérenni- smíði og áttum við oft gott samtal um ýmsar hliðar þess. Ég læddi til hans áhugaverðum gæðaviði. Hann renndi fallega hluti fyrir sína nánustu. Tómas var trúaður maður og ég held að hann hafi ekki kviðið kveðjustundinni. Við Guðlaug þökkum Tómasi og fjölskyldu fyr- ir margar ánægjustundir og vott- um afkomendum þeirra samúð okkar. Reynir Sveinsson. Eitt af því sem veitti mér hvað mesta gleði sem strákur var að fara í heimsóknir með ömmu. Hún þekkti marga en þurfti heldur ekki að leita langt yfir skammt. Systkini hennar voru mörg og sú skynjun kom snemma að ættin væri fjölmenn. Á bernskuárunum vissi ég ekki almennilega hversu margar systurnar voru en bræð- urnir voru þrír; Smári, Dalli og Tommi. Af systkinum ömmu hafði ég mest af þeim bræðrum að segja. Smári ævinlega rólyndur og með einstaklega þægilega nærveru. Dalli iðulega hvatskeyt- legur og hress í bragði. Tommi karlmannlegur og ákveðinn. Smári og Dalli kvöddu okkur allt of snemma, hef ég oft saknað þess að hafa ekki kynnst þeim sem full- orðinn maður. Þess mikilvægara var að fá tækifæri til að kynnast Tomma betur. Þau voru ófá skipt- in sem ég sat á spjalli með þeim Tomma og Hlíf í Þorlákshöfn eða talaði við þau í síma. Umræðuefn- in voru iðulega „gömlu dagarnir“. Oftar en ekki var staldrað við árin á Breiðabólsstað þar sem þau bjuggu þegar við amma stóðum saman í heimsóknum. Var dagur- inn sem ég hvarf í minnum hafð- ur. Ég hafði gætt mér á bakkels- inu sem var vitaskuld heimabakað. Annað kom ekki til mála enda mikill myndarbragur á öllu heimilishaldi. Skyndilega varð rof á samræðum hinna full- orðnu þegar það vitnaðist að strákurinn væri horfinn. Fljót- lega kom í ljós að hundurinn var heldur ekki á vísum stað. Við fé- lagarnir höfðu haldið af stað í æv- intýraferð. Og þannig var Breiða- bólsstaður fyrir mér, ævintýrastaður. Það var gaman að rifja upp liðna tíð með Tomma og Hlíf. Bernskuminningar mínar voru hálfgerð nútíð fyrir þeim enda náði minni þeirra fyrir seinna stríð. Ekki var síður ævintýra- kennt að hitta þau hjón á förnum vegi. Gamli Víboninn tilheyrði löngu liðnum tíma og Tommi sat undir stýri vel fram á tíræðis ald- ur, virðulegur með kaskeiti á höfði. Í farþegasætinu mátti sjá Hlíf, vinalega á svip og stutt í vin- gjarnlegt brosið. Það var sem gamli tíminn væri á ferð en um leið var eitthvað tímalaust við þau. Síðustu árin voru þau ein helsta tenging mín við fortíðina, frá þeim fékk ég mikinn fróðleik um ættina. Saga Tomma og Hlífar var að mestu samofin. Þau voru gift í 74 ár en höfðu verið saman í 80 ár. Ég talaði nokkrum sinnum við Tomma í síma eftir að Hlíf féll frá, hann saknaði hennar mjög. Þau voru samrýnd og lærðu snemma að bjarga sér sjálf. Tæki- færin voru reyndar af skornum skammti á kreppuárunum. Tommi vann sem unglingur við Flóaáveituna og fékk fyrir full- orðinskaup sem var aðeins tvær kr. fyrir daginn „sem þótti meira að segja lítið þá“ svo ég vísi beint til orða Tomma. Tækifærin komu fyrst með stríðinu. Tommi eign- aðist vörubíl og vann við gerð flugvallarins í Kaldaðarnesi fyrir herinn 17 ára gamall. Bílar voru löngum lifibrauð Tomma auk þess sem hann fór með bústjórn um árabil. Hann var alla tíð vinnu- samur og hagsýnn enda fyrir mörgum að sjá. Hann saknaði þess síðar að hafa ekki haft meiri tíma fyrir börnin. En hann naut þess að eiga stóran hóp afkom- enda þegar hann komst á efri ár. Ég votta þeim öllum samúð mína. Leifur Reynisson. Tómas Borgfjörð Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, VILHJÁLMUR HÚNFJÖRÐ, lést í faðmi mínum á nýársdagsmorgun. Elma Diego Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR ERLA J. LEVY, Haðalandi 17, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. janúar klukkan 15. Gunnlaugur Guðmundsson Garðar Gunnlaugsson Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Anna Júlíusdóttir Hildur Gunnlaugsdóttir Arnar Sölvason Áslaug Gunnlaugsdóttir Ágúst Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástvinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN TRAUSTASON vélvirkjameistari, frá Vestmannaeyjum, andaðist 4. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 13. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Sigríður Sverrisdóttir Sigríður H. Guðjónsdóttir Ágúst Ólason Trausti Guðjónsson Lísa María Karlsdóttir Erlendur R. Guðjónsson Guðfinna B. Sigvaldadóttir Elsa Gunnarsdóttir Jakob Kristjánsson afabörn og langafabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.