Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 56

Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Heildsala í Reykjavík óskar eftir fólki eldra en 35 ára í framtíðarstörf í afgreiðslu og í skrifstofu- vinnu, 50% vinna, þarf að tala og skrifa góða íslensku. Umsóknir sendist á box@mbl.is. merktar: ,,H-26582”. Embætti dómara við Landsrétt laust til umsóknar Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Stefnt er að því að skipa í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. Um launakjör fer samkvæmt lögum um dómstóla nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010, um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti, er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) núverandi starf 2) menntun og framhaldsmenntun, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um and- legt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 11) upplýsingar um tvo fyrrverandi eða núverandi samstarfsmenn eða yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf landsréttardómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem um- sækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem landsréttardómari. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 20. janúar 2020. Til þess að hraða afgreiðslu um- sókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Dómsmálaráðuneytinu, 3. janúar 2020. Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Rafkaup er þjónustufyrirtæki í innflutningi og sölu á ljósum og tengdum lýsingabúnaði. Rafkaup var stofnað 1982 og rekur í dag tvær verslanir, Rafkaup Ármúla 24 og Rafvöru- markaðinn við Fellsmúla, auk þess að sérhæfa sig í sölu til rafverktaka, fyrirtækja og stofnana. Helstu verkefni: • Umsjón með pöntunum • Samskipti við birgja • Samskipti við flutningsaðila • Tollskýrslugerð • Bókun innkaupareikninga, erlenda og innlenda • Umsjón og skráning birgðatalninga og birgðaeftirlit • Aðstoð við símvörslu, ofl. Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegu starfi • Góð tölvukunnátta • Góð enskukunnátta • Nákvæm og öguð vinnubrögð • Reglusemi og góð ástundun Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina. Um 60% starf er að ræða. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á atvinna@rafkaup.is fyrir 13. janúar 2020. Starfsmaður í innflutning og pantanir. Hlutastarf intellecta.is capacent.is       Ráðgjafar okkar búa                  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.