Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 66

Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði Klippt & beygt kambstál fyrir minni og stærri verk Reynsla | gæði | þjónusta 70 ára Herdís er Reyk- víkingur, hún er smur- brauðsdama að mennt frá Hótel Sögu og rak kaffihúsið Tíu dropa til fjölda ára. Maki: Þorvaldur Finn- bogason, f. 1951, raf- magns- og rekstrariðnfræðingur og vann lengi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Börn: Sveinn Hupfeldt, f. 1969, d. 1990, Arnþór Hupfeldt, f. 1971, Elísabet Þor- valdsdóttir, f. 1977, og Reynir Berg Þor- valdsson, f. 1981. Barnabörnin eru orðin sjö og það áttunda er á leiðinni. Foreldrar: Halldóra Guðmundsdóttir, f. 1929, fv. verslunarmaður, búsett í Reykjavík, og Sveinn Hupfeldt, f. 1922, látinn, myndavélaviðgerðarmaður, síðast búsettur í Óðinsvéum. Herdís Kirsten Hupfeldt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Líf þitt verður mun meira spenn- andi þegar þú ert nálægt ákveðinni mann- eskju. Slakaðu á og njóttu þess að hafa álit á hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þær aðstæður koma upp að þú neyðist til þess að segja hvar í flokki þú stendur. Leitaðu til vina þinna og þú munt fá aðra og betri sýn á lífið og tilveruna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hvar sem þú kemur rekurðu þig á vegg þegar þú berð upp spurningar þín- ar. En slepptu öllum áhyggjum því þú ert maður til þess að ráða fram úr málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvort er það það sem þú veist eða hverja þú þekkir sem gerir þig svona eftir- sóknarverða/n? Þú ert klár og þú veist það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Áhyggjur af því að breyta rangt eiga eftir að draga úr ráðvendni þinni í vinnunni. Af þeim sökum verður þú að gangast við ábyrgð á því sem þú segir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er orðið tímabært að þú hafir samband við vini þína þótt þeir hafi látið vera að hafa samband við þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hætt við að þú lendir í deilum við valdamikinn einstakling í dag. Vertu ákveðinn en kurteis og hættu ekki fyrr en svörin fást. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þrífst á skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála. Reyndu að taka á málunum af stillingu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki ónot annarra hleypa þér upp. Menn verða að taka hlutunum á léttu nótunum og gefa barninu í sér tæki- færi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú finnur þig knúna/knúinn til þess að losa þig undan hversdagslegri rút- ínu í dag. Taktu þér tíma til þess að fara í gegnum málin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er oft gaman að kynnast nýju fólki, sérstaklega þegar það getur kynnt manni nýjar hugmyndir og framandi lönd. 19. feb. - 20. mars Fiskar Enginn getur hjálpað þér nema þú viljir það sjálf/ur svo vertu ekki með snúð. Gefðu þér tíma til að greiða úr flækjunum og þá leysist allt auðveldlega. og Los Angeles Philharmonic og frumfluttur af Víkingi Ólafssyni og Esa-Pekka Salonen og Tímans tönn fyrir sópran og kammersveit, samið við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur. „Ég verð með tvö verk á Myrkum músíkdögum í lok mánaðarins, strengjakvartett sem Strokkvart- Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir óp- eruna Fjórði söngur Guðrúnar. Verk hans hafa verið gefin út af BIS, Sono luminus og ýmsum íslenskum útgef- endum. Meðal nýlegra verka má nefna Píanókonsert nr. 2 sem pantaður var af NDR Elbphilharmonie Orchester H aukur Tómasson er fæddur 9. janúar 1960 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Hvassa- leitisskóla og dvaldi nokkur sumur í sveit á Ormsstöðum í Eiðaþinghá. Haukur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1979. Hann stundaði tónlistarnám við tónlistarskólann í Reykjavík, Musik- hochschule Köln, í Sweelinck Con- servatorium Amsterdam og lauk Meistaraprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego. „Ég lærði á píanó sem barn í nokk- ur ár, svo kom einhver leiði yfir mig en þegar ég var orðinn táningur fékk ég aftur mikinn áhuga á tónlist, byrj- aði aftur í tónlistarnámi og hellti mér út í að hlusta á alls kyns tónlist á menntaskólaárunum. Ég tók alla klassíkina og hlustaði líka á það sem var í gangi á þeim tíma, djass, alls- konar popptónlist, progrokk og pönk. Ég hafði samt aldrei neina löngun til að semja annað en klassík, fékk áhuga á eðli og innviðum þeirrar tón- listar og byrjaði smám saman að semja á menntaskólaárunum. Þetta heltók mann bara og varð einhver þörf. Ég kenndi mikið allra fyrstu árin eftir að ég kom heim úr námi þar til ég fékk pöntun um að skrifa óperuna Fjórða söng Guðrúnar árið 1994. Þá ákvað ég að taka sénsinn á að verða tónskáld, hætti að kenna og fór að sinna þessu í fullu starfi. Það tók tæp tvö ár að semja óperuna og hún gekk mjög vel, var sett upp í Kaupmanna- höfn við góðar undirtektir. En þetta er auðvitað alltaf mikil óvissa og verkefnastaðan er misjöfn.“ Meðal verka Hauks má auk Fjórða söngs Guðrúnar nefna ellefu hljómsveit- arverk, fiðlukonsert, víólukonsert, flautukonserta, píanókonserta og ýmsa kammer- og kórtónlist. Haukur hefur hlotið ýmsar viður- kenningar svo sem tvívegis verðlaun í tónverkasamkeppni RÚV, Bjart- sýnisverðlaun Bröste 1996 og þríveg- is Íslensku tónlistarverðlaunin. Verk hans Í sjöunda himni varð hlutskarp- ast í samkeppni Hörpu um verk til flutnings á opnunarhátíð hússins 2011. Haukur fékk tónlistarverðlaun ettinn Siggi ætlar að spila og verk fyrir hörpu, cimbalon og kammer- sveit sem Kammersveit Reykjavíkur ætlar að leika. Hvort tveggja frum- flutningur og ég hlakka mikið til að fara á æfingar. Myrkir músíkdagar eru einskonar uppskeruhátíð okkar tónskáldanna þó að hátíðin sé reynd- ar alltaf að verða alþjóðlegri. Áhugamálin eru helst fjölskyldan, hvort sem það er að elda saman eða ferðast saman,“ segir Haukur að- spurður. Hann ætlar að fresta því að halda upp á afmælið þar til í vor og stefnir þá á að gera eitthvað tónlistartengt. Fjölskylda Eiginkona Hauks er Ragnheiður Elísdóttir, f. 20.11. 1966, barnalæknir og barna- og unglingageðlæknir. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Ragnheiðar eru hjónin Elís Gíslason, f. 26.11. 1932, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, og Hulda Valdi- marsdóttir, f. 13.5. 1936, húsmóðir og fyrrverandi skólaliði í Grundarfirði. Þau eru búsett þar. Börn Hauks og Ragnheiðar eru Hulda Kristín Hauksdóttir, f. 22.2. Haukur Tómasson tónskáld – 60 ára Fjölskyldan Haukur, Anna Soffía, Hulda Kristín og Ragnheiður stödd í Landmannalaugum. Snemma heltekinn af því að semja Samstarfsmenn Haukur Tómasson ásamt Esa-Pekka Salonen hljóm- sveitarstjóra og Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara. 40 ára Rannveig er fædd í Bolungarvík en ólst upp á Akureyri og býr þar. Hún er við- skiptafræðingur að mennt frá Háskól- anum í Reykjavík og er forstöðumaður skrifstofu fjármála á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Maki: Finnur Ragnar Jóhannesson, f. 1974, framkvæmdastjóri ÁK smíði. Börn: Jóhann Gunnar, f. 2004, Mikael Gísli, f. 2007, Þorgeir Gauti, f. 2011 og Friðbjörg Sigríður, f. 2014, Finnsbörn. Foreldrar: Jóhann Jónsson, f. 1950, fyrr- verandi skrifstofustjóri hjá Möl og sandi, og Sigríður Jónsdóttir, f. 1954, fjármála- stjóri hjá Slippnum. Þau eru búsett á Akureyri. Rannveig Jóhannsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.