Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 76

Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Héraðið, kvikmynd Gríms Hákon- arsonar, verður ein átta kvik- mynda sem keppa um Drekaverð- launin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst 24. janúar. Verðlaunafé er ein milljón sænskra króna, jafnvirði 13,4 milljóna íslenskra, og því til mik- ils að vinna. Aðrar kvikmyndir sem verða í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Barn eftir Dag Johan Haugerud, En helt almindelig familie eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amöndu Kernell sem Sverrir Guðnason leikur í og Psychosis in Stockholm eftir Mariu Bäck. Sænski leikarinn Stellan Skars- gård hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award á hátíðinni að þessu sinni. Tvisvar hefur íslensk mynd unnið Drekaverðlaunin; kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker frá árinu 2006 og Nói albinói árið 2003. „Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,“ er haft eftir Grími í tilkynningu. Héraðið Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í Héraðinu. Héraðið keppir um Drekaverðlaunin Bandarísku Rita-verðlaunin, sem veitt eru fyrir bestu ástarsögur rit- aðar á ensku og þykja þau virtustu sinnar tegundar í heiminum, hafa verið slegin af þar sem bæði dóm- nefndarmenn hafa sagt starfi sínu lausu og höfundar dregið bækur úr keppni. Ástæðan er ákvörðun sam- taka bandarískra ástarsagnahöf- unda, Romance Writers of America (RWA), um að ávíta rithöfundinn Courtney Milan fyrir að saka starfssystur sína Kathryn Lynn Davis um kynþáttafordóma í bók hennar Somewhere Lies the Moon. Milan hefur lengi vel gagnrýnt ást- arsagnahöfunda fyrir slíka for- dóma og segir bækur Davis sýna fordóma í garð kínverskra kvenna. Davis og samstarfskona hennar Suzan Tisdale svöruðu með form- legri kvörtun til RWA og sögðu Mil- an hafa skaðað feril þeirra. Stjórn RWA komst svo að þeirri niður- stöðu að Milan hefði skaðað sam- tökin með hegðun sinni og bönnuðu henni ævilangt að sitja í stjórn sam- takanna. Hafa samtökin verið gagnrýnd harðlega fyrir þessa ákvörðun og m.a. af þekktum höf- undum á borð við Noru Roberts. Gagnrýnin Courtney Milan hefur sak- að kollega sína um kynþáttafordóma. Hætt við Rita vegna ávítunar RWA Óperugagnrýnandinn Amanda Holloway fer í desemberblaði Opera magazine og á menn- ingarvefnum Critics Circle fögrum orðum um uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhús- inu. Segir hún Brúð- kaup Fígarós fullkomið dæmi um háan gæða- staðal Íslensku óp- erunnar bæði hvað varð- ar söng og leik. Af þeim sökum sé tilvalið að skipuleggja Íslandsferð í tengslum við sýningar Íslensku óperunnar. „Nýja uppfærslan í leikstjórn Johns Ramster er til þess gerð að falla áhorfendum í geð. Hún sam- einar hágæðaóperu, franskan farsa og látbragðsleik,“ skrifar Hollo- way og bendir á að Ramster hafi nýtt sér hringsviðið til hins ýtrasta til þess að undirstrika hraða at- burðarásina. Segir hún Ramster nota öll brögðin í bókinni áhorf- endum til ánægju og yndisauka. „Ungi bassabarítónsöngvarinn Andri Björn Róbertsson er óvana- lega tignarlegur Fígaró, vel til- hafður og myndarlegur og með háðskan tón í röddinni. Andstæðan birtist í hinum hljómmikla mold- óvska barítónsöngvara Andrey Zhilikhovsky sem er fremur óhefl- aður, jafnvel á mælikvarða hins lostafulla greifa Mozarts, sleikj- andi á sér varirnar og káfandi á öll- um konum. Andstæðurnar milli greifynjunnar og Súsönnu eru einnig áberandi – hin smávaxna, frakka og veraldarvana Þóra Ein- arsdóttir myndar fullkomið mót- vægi við hina óstyrku og ungu greifynju Eyrúnar Unnarsdóttur. Karin Björg Torbjörnsdóttir sýnir gott vald á gamanleik í hlutverkinu sem hinn dásamlegi, klaufalegi og lostafulli Cherubino,“ skrifar Holloway. Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir Hrifning Brúðkaup Fígarós fær lofsamlega umfjöllun hjá Amöndu Holloway. Fullkomið dæmi um háan gæðastaðal ÍÓ Tilnefningar til verðlauna Bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademí- unnar, Bafta, hafa verið harðlega gagnrýndar í fjölmiðlum í vikunni fyrir einsleitni hvað viðkemur kyni tilnefndra og kynþætti. Þykir mjög hallað á konur, nú sem oftar, og skrifar blaðamaður enska dagblaðs- ins Guardian, Simran Hans, í pistli um málð að Bafta þurfi að líta í speg- il. Tilnefningarnar séu niðurdrep- andi upphaf á nýju ári og meðlimir akademíunnar, sem séð hafi um til- nefningarnar, virðist hafa lítinn skilning á því hvað teljist framúr- skarandi. Skjannahvítt, karllægt og óbærilega leiðinlegt val þeirra á til- nefndum sé til vitnis um það. Tvær hvítar með tvær hvor Hans bendir á, máli sínu til stuðn- ings, að þær 20 manneskjur sem til- nefndar eru fyrir bestan leik séu all- ar hvítar og að auki fái tvær leik- konur tvær tilnefningar hvor, þær Scarlett Johansson og Margot Robbie. Í flokki tilnefndra leikstjóra sé engin kona og öllum þeim kvik- myndum sem tilnefndar eru í flokki bestu kvikmyndar hafi verið leik- stýrt af körlum. „Þetta kemur ekki með öllu á óvart en er skammar- legt,“ skrifar Hans. Hún nefnir nokkrar kvikmyndir sem konur leikstýrðu á nýliðnu ári sem hún telur framúrskarandi líkt og flestir gagnrýnendur. Þeirra á meðal eru Atlantics, Booksmart, The Farewell, For Sama, Little Women og Portrait of a Lady on Fire. Að vísu er For Sama tilnefnd til Bafta-verðlauna sem besta breska kvikmyndin, eins og Hans bendir á. Staðan betri í stuttmyndum Sem fyrr segir eru allir tilnefndir leikarar og leikkonur hvítir á hörund og bendir Hans á að leikkonur á borð við Lupitu Nyong’o, Jennifer Lopez, Cynthiu Erivo, Alfre Wood- ard og Marianne Jean-Baptiste hafi allar staðið sig frábærlega á liðnu ári, leikkonur sem eru dökkar á hör- und. Staðan er betri í nokkrum ónefnd- um flokkum Bafta, verðlaunaflokki fyrir bestu frumraun, bestu stutt- mynd og bestu stuttu teiknimynd, auk flokks rísandi stjarna. Fjórar af þeim fimm myndum sem tilnefndar eru sem besta stuttmynd eru eftir konur og þrjár af fimm rísandi stjörnum eru þeldökkar. Hans segir þó slæmt að tölfræðin virðist ekkert hafa breyst með árunum. Á undan- förnum tíu árum hafi aðeins ein kona verið tilnefnd fyrir bestu kvikmynd, Kathryn Bigelow fyrir Zero Dark Thirty. Ein kvikmynd af 50, bendir pistilritari á. Fleiri fjölmiðlar hafa tekið í sama streng, m.a. dagblöðin Independent, Telegraph og New York Times og vefir Variety, BBC og Deadline. Berry vonsvikin Stjórn Bafta brást skjótt við gagnrýninni og sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem hún sagðist harma þennan skort á fjölbreytni. Tilnefningar þyrftu að endurspegla betur fjölbreytni í faginu hvað varð- ar kyn og kynþætti. Framkvæmda- stjóri Bresku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar, Amanda Berry, sagðist í samtali við BBC vera afar vonsvikin yfir tilnefning- unum. Hún hefði vonast til að sjá a.m.k. eina konu tilnefnda fyrir bestu leikstjórn. Bafta-verðlaunin verða afhent í London 2. febrúar og er Hildur Guðnadóttir ein fimm tónskálda sem eru tilnefnd fyrir bestu tónlist í kvik- mynd. Hin tónskáldin eru karlar, nema hvað. helgisnaer@mbl.is Ekki með Úr Little Women sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Leikstjóri hennar, Greta Gerwig, er ekki tilnefnd til Bafta fyrir bestu leik- stjórn og myndin er ekki tilnefnd sem sú besta á árinu 2019. Ellefu Úr kvikmyndinni Joker sem hlaut flestar tilnefningar til Bafta, ellefu talsins. Ekki eru allir gagn- rýnendur sáttir við það þar sem kvikmyndin hlaut misjafna dóma. Skjannahvítt, karllægt og leiðinlegt  Tilnefningar til Bafta sæta harðri gagnrýni Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.