Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Stjórnarandstaðan á þingi gerirsér oft leik að því að stríða stjórnarliðum fyrir að stjórnar- frumvörp berist þinginu seint og illa og afgreiðsla mála tefjist um of. Afköst- in séu sem sagt ekki næg á þinginu. Þor- steinn Víglundsson, þingmaður Við- reisnar, hélt eina slíka ræðu á Alþingi í fyrradag og tók að auki upp á þeim sniðugheitum að „lýsa eftir ríkis- stjórninni“. Þá reis Oddný G. Harðar- dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, úr sæti sínu og lýsti stuðningi við um- kvartanir flokkshálf- bróður síns Þorsteins um að of fá mál kæmu frá ríkisstjórninni.    Við þetta tók til máls Birgir Ár-mannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og benti á að magn væri ekki sama og gæði „og mælikvarði á árangur og gæði þing- starfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála“.    Birgir lýsti þeirri skoðun sinni aðbesta ríkisstjórnin væri ekki endilega sú sem léti afgreiða flest frumvörpin, en það skipti máli að málin horfðu til framfara.    Það er mikið til í þessu og oft ermeiri ástæða til að hafa áhyggj- ur af því að mál séu lögð fram en að það sé látið ógert. Og svo má spyrja, miðað við hvernig stjórnarand- staðan tekur almennt í mál ríkis- stjórnarinnar: Hvers vegna er þing- mönnum hennar slíkt kappsmál að ríkisstjórnin komi sem flestum mál- um í gegnum þingið? Er hugsanlegt að ekki séu full heilindi á bak við þann málflutning? Þorsteinn Víglundsson Ótrúverðug gagn- rýni andstæðinga STAKSTEINAR Birgir Ármannsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 „Öflugt samkeppnisumhverfi er mjög þýðingarmikið fyrir okkur sem samfélag,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðju- dag var afgreitt frumvarp hennar um breytingu á samkeppnislögum. Frumvarpið felur í sér afmark- aðar breytingar á nokkrum ákvæð- um laganna sem hafa það markmið að einfalda framkvæmd þeirra og auka skilvirkni í þágu atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu eru meðal annars þær að heimild Samkeppniseftirlits- ins til íhlutunar án brots verði felld brott, komið verði á sjálfsmati fyrir- tækja á því hvort skilyrði séu upp- fyllt fyrir undanþágum frá bann- ákvæðum laganna, veltumörk tilkynningaskyldra samruna verði hækkuð um 50% og málsmeðferð samrunamála bætt. Þá verði fellt brott það skilyrði að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála þurfi að liggja fyrir áður en heimilt verði að höfða dómsmál til ógild- ingar á ákvörðunum Samkeppnis- eftirlitsins, en þannig geta máls- aðilar sjálfir metið hvort þeir kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar eða höfða mál fyr- ir dómstólum. Kynna breytingar á samkeppnislögum  Einfalda á framkvæmd og auka skilvirkni laganna  Styttri málsmeðferð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Boðar breytingar Þórdís Kolbrún. Fjölmiðlafyrirtækið Sýn, sem rekur meðal annars Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, undirbýr nú höfðun dómsmáls vegna rúmlega 1,1 milljarðs króna kröfu á hendur hjónunum Ingi- björgu Pálmadóttur, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og fyrirtæki Ingi- bjargar, 365. Útgáfufélaginu Torgi, sem gefur út Fréttablaðið, hefur jafnframt verið stefnt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árs- reikningi Sýnar sem birtur var í gær. Sýn keypti Stöð 2, Bylgjuna og Vísi í mars 2017 og telur fyrirtækið að samkeppnisákvæði í kaupsamn- ingi Sýnar við 365 hafi verið brotin, til dæmis að tilteknir þættir í starf- semi vefmiðilsins frettabladid.is samrýmist ekki þeim skuldbinding- um sem fram komi í þeim samningi. Jón Ásgeir og Ingibjörg fengu bréf þess efnis sent 17. desember síðast- liðinn. Sýn krefst fimm milljóna króna dagsekta vegna brotanna, alls hljóðar krafa um greiðslu upp á 1.140 milljónir króna auk verðbóta. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 mót- mæltu kröfunni 20. desember og því hefur Sýn falið lögmanni að undirbúa höfðun dómsmáls. Í yfirlýsingu frá 365 hf. í gær er staðfest að kröfubréf hafi borist frá Sýn. „365 hafnar algerlega ásökunum Sýnar, enda eru þær fjarstæðu- kenndar og eiga sér ekki nokkra stoð í samningi aðila. Hvergi er hægt að benda á að 365 hafi staðið í samkeppni við Sýn á sviði sjón- varps, útvarps eða fjarskipta, eða á annan hátt sem félaginu var ekki heimilt samkvæmt umræddu sam- keppnisákvæði,“ segir í yfirlýsing- unni. Þess er einnig getið að for- svarsmenn 365 íhugi að gagnstefna Sýn. Sýn stefnir Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri  Krefjast 1,1 milljarðs vegna brota Morgunblaðið/Eggert Dómsmál Ingibjörgu Pálmadóttir og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni stefnt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.