Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Árangurinn sem margt afþví unga fólki sem leitar tilokkar nær er frábær,“ segir Elín Gestsdóttir, félagsráðgjafi og ráðgjafi Virk hjá Eflingu – stéttarfélagi. „Stundum koma hingað krakkar með brotna sögu en ná svo, á til þess að gera skömmum tíma, að snúa taflinu sér í vil. Eru óvirkir og glíma við veikindi en fá svo stuðning og lausnir í sam- ræmi við stöðu sína. Markmiðið er að sem flestir verði komnir með fulla getu til náms og starfa á einu ári.“ Valdefling til sjálfshjálpar Margt fróðlegt var til frásagnar á Félagsráðgjafaþingi 2020 sem hald- ið var í síðustu viku. Þar má nefna er- indið Starfsendurhæfing í stað óvirkni – sem fjallar um nýja lausn sem býðst ungu fólki sem er utan vinnumarkaðar og hefur ekki fundið sína fjöl. Verkefnið var stofnað að beiðni félagsmálaráðuneytisins og var tilgangurinn að mæta ungu fólki sem velferðarkerfið hafði ekki náð að mæta. Hjá Virk hlaut verkefnið heitið UNG 19 enda stofnað á árinu 2019. Tilgangurinn með verkefninu var að mæta ungu fólki í vanda sem velferð- arkerfið hafði ekki náð að mæta. „Ef til vill höfum við ekki gefið erfiðri stöðu unga fólksins okkar nægan gaum. Alltaf er fólk sem þarf hjálp og jákvæðan stuðning. Valdefl- ing til sjálfshjálpar er lykilatriði,“ segir Gunnhildur Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi hjá Virk, sem ásamt Elínu og Önnu Lóu Ólafsdóttur, náms- og starfsráðgjafa, kynnti verkefnið á þingi félagsráðgjafa. Anna Lóa hefur sem atvinnulífstengill stutt fólk í því að finna vinnu og nám við hæfi. Starfið er þá í raun hluti af endurhæf- ingu. Stofnanirnar sem koma að verk- efninu eru auk félagsmálaráðuneytis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Tryggingastofnun ríkisins, velferðar- svið Reykjavíkurborgar, Vinnu- málastofnun og Virk – starfsendur- hæfingarsjóður. Verkefnið er byggt upp á þann máta að ungu fólki á aldr- inum 19-29 ára, sem leitað hefur ásjár heilsugæslunnar, er vísað til Virk ef læknir telur slíkt gagnast. „Þegar unga fólkið kemur til okkar byrjum við á að kortleggja vanda þess. Ekki er óalgengt að þetta sé fólk sem hefur verið í neyslu, glímt við félagslega erfiðleika, verið lítið eða takmarkað á vinnumarkaði eða í skóla og glími við algenga andlega kvilla, svo sem þunglyndi, kvíða og lágt sjálfsmat. Með punkta úr þess- um viðtölum tala ráðgjafarnir við við- eigandi fagaðila hjá Virk og í samein- ingu er fundið út hvað hentar hverjum og einum,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: Kerfið verði einfaldara „Sumt af þessu unga fólki þarf sjúkraþjálfun, aðrir sálfræðiviðtöl eða hvatningu til að koma lífi sínu í takt. Ráðgjafa er að greina áhuga- hvöt og benda viðkomandi á færar leiðir, eins og gert er í viðtölum á tveggja til þriggja vikna fresti. Mikil- vægast er að fólk öðlist sjálfstraust og marki sér stefnu til framtíðar. Ef slíkt gerist koma lítil kraftaverk.“ Í dag njóta alls 349 manns í þjón- ustu Virk í UNG 19 og síðan því var hleypt af stokkunum hafa 49 útskrif- ast. „Markmið okkar er að minnst fimm manns í mánuði fari frá okkur annaðhvort í nám eða vinnu,“ segir Gunnhildur og bætir við að meðan á endurhæfingu standi sé mörgum þátttakendum tryggð framfærsla frá Tryggingastofnun ríkisins og stund- um komi Vinnumálastofnum, svo sem við atvinnuleit. „Ungt fólk veigrar sér stundum við að leita sér aðstoðar í velferðar- kerfunum. Þröskuldurinn þar virðist of hár fyrir suma. Velferðarkerfið er líka um margt flókið, oft er erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvar hægt sé að nálgast einstaka þjónustuþætti. Kerfið þarf að vera einfaldara, en það er okkar ráðgjafa að benda fólki á réttar leiðir,“ segir Gunnhildur. Öðlist sjálfstraust og marki stefnu Félagsráðgjafaþing Frá vinstri talið Anna Lóa Ólafsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir og Elín Gestsdóttir sögðu frá starfi sínu og áherslum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólað Útivera getur verið margra meina bót þegar koma á lífinu á rétt ról. Lykilatriði í UNG19 » Mæta fólki á þess for- sendum. Oft er sagan brotin og erfiðleikar viðvarandi. » Kortleggja vandann og bjóða sveigjanlegan stuðning. » Valdefling og horft á styrkleika. Samstarf við vel- ferðarkerfið. » Tenging við nám og vinnu sem fyrst. Allir eru gjaldgengir. » Ráðgjöf um framfærslu og atvinnuleit. Verkefnið UNG 19 gefur góða raun og fólkið finn- ur sína fjöl. Vandinn er greindur og stuðningur til virkni í lífi og starfi. Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Sjónmælingar Tímapantanir: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio Hafnartorgi, 5288505 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.