Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 „Meðan áskilið er að greitt sé gjald fyrir aðgang að rafrænum hluta Lögbirtingablaðsins er hætt við að auglýsingar sýslumanna, sem oft og tíðum varða fjárkröfur, komist sjaldnast fyrir augu þeirra sem þær beinast að og því að mati und- irritaðs full ástæða til að auðvelda aðgengi að þeim með því að fella niður gjald fyrir aðgang þannig að viðhafa megi hindrunarlausa upp- flettingu.“ Þetta segir Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Ísafirði, í umsögn við lagafrumvarp þingmanna Pírata um að gjaldtöku fyrir aðgang að rafrænni útgáfu Lögbirtingablaðs- ins verði hætt. Myndi stuðla að auknu gegnsæi og jafnræði Jónas bendir einnig á að þetta yrði auk þess til mikillar einföld- unar sem myndi stuðla að auknu gegnsæi og jafnræði ,,og býður upp á að áhugasamir geti, sér að kostn- aðarlausu, fylgst með hvort þeirra sé getið í auglýsingum í Lögbirt- ingablaði t.d. undir áskoranir,“ segir í umsögninni. Fram kemur í ítarlegri umsögn Jónasar að embætti sýslumanns þurfi með reglubundnum hætti að auglýsa í Lögbirtingablaðinu s.s. um fyrirtökur nauðungarsölumála, kvaðningar til að mæta í fyrirtöku í málum sem varða greiðslu meðlags o.fl. gjalda. Í nýjum umferðar- lögum sé kveðið á um álagningu og innheimtu vanrækslugjalds og að birta þurfi greiðsluáskorun í Lög- birtingablaðinu ef ekki tekst að birta honum hana beint með stefnuvotti eða af póstmanni. Birta greiðsluáskoranir fyrir nokkur hundruð aðilum „Í ljósi reynslunnar má gera ráð fyrir að birta þurfi greiðsluáskor- anir fyrir nokkur hundruð aðilum ár hvert sem ekki næst til með öðru móti þar sem fram kæmi a.m.k. nafn viðkomandi, kennitala, skráningarnúmer ökutækis o.s.frv. og æskilegt að þær komist fyrir augu viðkomandi með sem einföld- ustum hætti (þar sem best væri að nota island.is),“ segir í umsögn sýslumanns við þingmál þingmanna Pírata. Full ástæða til að auðvelda aðgengi  Tekur undir tillögu um að rafræn útgáfa Lögbirtingablaðsins verði gjaldfrjáls Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – Þjóðleikhúsið • Hverf isgata 19 • 101 Reykjavík • s. 551 1200 • leikhusid.is Þjóðleikhúsið hyggst efla starfsemi leikhússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra, íslenskra barnaleikrita. Í þeim tilgangi auglýsir leikhúsið eftir nýjum leikritum fyrir börn, annars vegar fyrir Stóra sviðið og hins vegar fyrir Kassann eða Kúluna. Óskað er eftir handritum í fullri lengd eða vel útfærðum hugmyndum að leikritum. Leikrit og hugmyndir að leikverkum skulu sendar á netfangið leikritun@leikhusid.ismerktar „Leikrit fyrir börn“. Tekið er við handritum og hugmyndum til mánudagsins 23. mars 2020 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikritum fyrir börn Nánari upplýsingar á leikhusid.is Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fulltrúar foreldra og starfsfólks Fossvogsskóla hafa áhyggjur af því að til standi að taka innan skamms í notkun að nýju þann hluta skóla- húsnæðisins sem nefnist Vesturland án þess fullnaðarviðgerð hafi farið fram. Hafa þeir óskað eftir því að skóla- og frístundasvið Reykjavíkur- borgar (SFS) veiti þeim upplýsingar um áform sín og stöðu viðgerða á skólahúsnæðinu. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra SFS, stóð til að svara erindinu skriflega í gær að hluta. Svör við nokkrum spurn- ingum krefðust hins vegar tölu- verðrar úrvinnslu og kæmu því síðar. Í lok síðasta árs uppgötvuðust nýr leki og rakaskemmdir í skólanum, en í fyrrasumar fóru þar fram viða- miklar viðgerðir vegna myglu- skemmda og kostuðu þær um hálfan milljarð króna. Fulltrúar foreldra og starfsfólks segja að eftir að nýi lek- inn kom í ljós hafi upplýsingar borg- aryfirvalda til foreldra og starfsfólks verið af mjög skornum skammti. Börn og starfsfólk skólans hafi veikst eða fundið fyrir óþægindum í kjölfarið. Engin tilraun hafi verið gerð til að sefa áhyggjur starfsfólks og foreldra varðandi það hvort hús- næðið sem taka á í notkun að nýju sé heilnæmt, til hvaða aðgerða hafi ver- ið gripið, hvort sýni hafi verið tekin né greint frá niðurstöðum þeirra. Helgi segir að úttektir og fram- kvæmdir vegna loftgæðavandamála í Fossvogsskóla hafi verið í gangi í rúmt ár. Þrír almennir foreldrafund- ir hafi verið haldnir vegna málsins á vegum SFS og umhverfis- og skipu- lagssviðs borgarinnar (USK). Hafi fulltrúar USK og SFS komið á all- nokkra fundi skólaráðs og skóla- stjóri eigi fast sæti á öllum fram- kvæmdafundum sem fulltrúi skólasamfélagsins. Allar aðgerðir og framkvæmdir séu kynntar í fram- kvæmdasjá á opnum vef borgar- innar. „Við höfum því lagt áherslu á gott upplýsingastreymi,“ segir Helgi, „en hitt er alveg ljóst að margir hafa viljað tíðari og um- fangsmeiri upplýsingar. Unnið er að því aðverða við því ákalli og þá í gegnum skólaráð.“ Helgi segir að á verktímanum hafi komið fyrir tvö ófyrirsjánleg atvik sem töfðu framvindu verksins. Ann- ars vegar að þak Vesturlands reynd- ist í mun verra ásigkomulagi en út- tektir höfðu sýnt fram á og eins að þakgluggi í Vesturlandi lak í þrí- gang í veðrum í desember og janúar. Nú sé búið að komast fyrir lekann og þegar veður fara að mildast verði skipt um þennan glugga í heild sinni. Þessar tafir hafi valdið miklum von- brigðum og því miður haft í för með sér endurskipulagningu á skóla- starfinu. Morgunblaðið/Hari Fossvogsskóli Þrátt fyrir miklar viðgerðir á húsnæðinu í fyrra uppgötvuðust nýjar rakaskemmdir í desember. Ófyrirsjáanleg atvik hafa tafið viðgerðir  Foreldrar og kennarar Fossvogsskóla vilja svör um áform Síðasti formlegi fundurinn í verk- efnisstjórn Brothættra byggða í Hrísey var haldinn síðastliðinn mánudag. Að honum loknum dró Byggðastofnun sig í hlé frá verk- efninu. Unnið hefur verið að verkefninu frá árinu 2015 og hafa mörg af þeim markmiðum sem unnið hefur verið að náðst, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Byggða- stofnun. Að auki hafa verið veittir styrkir til fjölmargra frumkvæðis- verkefna í samfélaginu og hafa flest þeirra skilað áhugaverðum niðurstöðum og árangri. Íbúar sem sátu fundinn voru ein- huga um að byggja á þeim grunni sem kominn er og munu undir for- ystu hverfisráðs Hríseyjar móta framhaldið í samvinnu Akureyrar- bæ og samtaka á svæðinu. Hrísey útskrifuð úr Brothættum byggðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjávarþorp Verkefnið Brothættar byggðir skilaði góðum árangri í Hrísey.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.