Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
Bláfjöll Vissara er að hafa lýsinguna í lagi þegar fólk rennir sér á skíðum á kvöldin. Og detta ekki úr staurnum.
Kristinn Magnússon
„Ég held að þetta sé
kerfi sem gróflega séð
er þannig að síðasti
bóndinn slekkur ljós-
ið.“ Þetta voru inn-
gangsorð Daða Más
Kristóferssonar, um-
hverfis- og auðlinda-
hagfræðings, í þætt-
inum Kveik á RÚV.
Daði Már er að auki bú-
fræðingur frá Hvann-
eyri og menntaður í búvísindum frá
Ási í Noregi. Hann hefur mest allra
manna af þeirri gráðu sem hann er
menntaður kynnt sér landbúnað og
landbúnaðarkerfið. Í sama þætti
sagði þáttastjórnandi Sigríður Haga-
lín: „Landbúnaðarkerfið bregst illa
við breytingum.“ Og Eymundur
Magnússon, kornræktar- og lífrænn
bóndi, botnaði setninguna: „Þú ert
bara glataður.“ Og var þar að tala um
reynslu sína af því hvernig nýjungum
hefur verið mætt og búháttabreyt-
ingum. Guðrún Tryggvadóttir, for-
maður Bændasamtakanna, sagði í
sínum upphafsorðum: „Ekkert í boði
annað en við förum í breytingar.“
Þessi þáttur sagði aðeins eitt um
það hvernig komið er fyrir landbún-
aðinum í kerfinu, ekki að hann sé
dauðadæmdur. Og ég vil túlka orð
Daða Más svo, að verði ekki ný
stefna mótuð og víðtækari landbún-
aðarsýn mörkuð til langs tíma, deyr
landbúnaðurinn drottni sínum. „Það
er fleira landbúnaður en ær og kýr.“
Hér er komin spurningin hvað viljum
við sjálf sem þjóð og hvað getum við
gert til að þessi fullyrðing Daða Más
gangi ekki eftir? Gangi hún eftir er
stærstur hluti sveitanna að fara í
eyði og heilu þorpin og bæirnir á
landsbyggðinni bíða mikinn hnekki.
Annað sem flestir Íslendingar eru
sammála um er að matvælin frá
bændunum okkar skara fram úr. Og
læknavísindin segja að heilbrigðis-
lega séð séu þau einstök og móður-
moldin er án allra eiturefna, frjó og
mjúk.
Er landbúnaðurinn að fara
norður og niður?
Sú spurningin vaknar eftir þáttinn
hvort það sé kerfið sem valdi þessu?
Hvað vilja bændur gera? Hvað vilja
neytendur gera? Og langstærsta
spurningin er hvað vilja stjórn-
málamennirnir gera? Vísindin efla
alla dáð og án vísindanna þróast eng-
inn framtíðaratvinnuvegur. Allir inn-
viðir landbúnaðarins hafa verið lam-
aðir eða lagðir niður á
síðustu árum. Það þarf
mikla þekkingu og
menntun til að reka nú-
tímalandbúnað. Ekkert
er jafn mikilvægt eftir
þennan þátt og að setj-
ast yfir stöðuna og spá í
framtíðina. Hvað þarf
að gera og hver á stefn-
an að vera til að öflugar
greinar landbúnaðar og
auðlinda landsins vaxi
og dafni? Það þarf nýja
umgjörð og að núverandi kerfi fái
sólarlag en ný umgjörð og nýtt hag-
sældarkerfi taki við og innspýtingin
gefi sveitunum og matvælalandinu
Íslandi bjarta framtíð. Staðan er sú
að af opinberu fé fara um 14 millj-
arðar í stuðning við landbúnað, eða
um 0,5% af vergri landsframleiðslu
og gerist vart lægri í á vesturlöndum.
Þetta mun vera sama upphæð og
Landsbankinn áformar í byggingu
nýrra höfuðstöðva. Nú ætla stjórn-
málamenn t.d. að láta 200 milljarða í
borgarlínu og ómælt fé í varnir gegn
loftslagsbreytingum. Það er ekkert
bruðl að láta aukið fé í að tryggja lif-
andi og öfluga landsbyggð og land-
búnað og matvæli af bestu gerð. Eða
er þetta allt bara búið? Það styðja til-
viljanakenndar ákvarðanir og ekki
síður vondar ákvarðanir og aðgerða-
leysi ráðamanna landsins síðustu ár-
in. En ég ætla þeim ekki að þeir séu
þeirrar skoðunar að landbúnaðurinn
megi fara norður og niður. Nú er það
ríkisstjórnar og alþingis í samráði við
bændur að fara yfir allar hliðar þessa
máls. Framtíðin krefur þá um svör
við mörgum spurningum sem vökn-
uðu við þáttinn.
Eitt sinn fyrir þrjátíu árum sagði
merkur stjórnmálamaður: „Sjávar-
útvegurinn er að fara norður og nið-
ur og beint til helvítis.“
Nú er það okkar að frelsa landbún-
aðinn frá þeim örlögum sem og lágu í
orðum Daða Más að síðasti bóndinn
muni að óbreyttu slökkva ljósin.
Eftir Guðna
Ágústsson
» Það þarf mikla þekk-
ingu og menntun til
að reka nútímalandbún-
að. Ekkert er jafn mikil-
vægt eftir þennan þátt
og að setjast yfir stöð-
una og spá í framtíðina.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
„Síðasti bóndinn
slekkur ljósið“
Þessa dagana er
tekist á um mikla
hagsmuni Íslendinga
í deilu Rio Tinto og
Landsvirkjunar. Ég
er með raunveruleik-
ann alveg á hreinu.
Skynsamleg auð-
lindanýting hefur
verið undirstaða allra
þeirra ríkja í heim-
inum sem hefur í
gegnum söguna vegn-
að vel. Ef ríkjum hefur svo tekist að
bæta þar ofan á fjölbreyttum leið-
um til verðmætasköpunar, í gegn-
um nýsköpun og aðra snilli, þá hef-
ur þeim áfram vegnað vel og
lífsskilyrði borgaranna hafa verið
stöðug og góð.
Það sem er merkilegt er að Hörð-
ur Arnarson, forstjóri Landsvirkj-
unar, virðist standa einn í brúnni til
að vernda þjóðarhag með því að
standa fastur fyrir og verja samn-
inga sem þjóðin á, sem skylda Rio
Tinto til umsamins verðs til næstu
10 ára. Það væri gaman að sjá fleiri
taka undir með stjórn Landsvirkj-
unar og forstjóra. Sú var tíðin að
InDefence og stjórnmálamenn þeim
tengdir börðust gegn arðráni er-
lendra kröfuhafa og tóku upp
hanskann fyrir almenning til þess
að verja innstæður hans í bönkum.
Það væri óskandi að það sama ætti
við nú. Þjóðin á Lands-
virkjun.
Hvað þurfum við að
varast? Nú berast
fregnir af því í gegnum
Mining Journal að Rio
Tinto og Glencore séu í
sameiningarhug. Glen-
core er meirihlutaeig-
andi Century Alumin-
ium. Það gæti þýtt að
Landsvirkjun stæði
frammi fyrir því að
semja aðeins við tvo
stóra aðila um meiri-
hluta allrar raforku á
Íslandi. Það er ekki góð samnings-
staða fyrir Íslendinga. Þeir gætu
því áfram pínt verðið niður á kostn-
að íslenskra hagsmuna.
Hvað er þá til ráða? Hvaða stöðu
höfum við til að geta látið Rio Tinto
standa við að borga umsamið verð?
Stjórnmálamenn sem vilja (og eiga)
að tala til fólks um störf og önnur
lífsskilyrði mega horfa til þess að
stórfyrirtæki á við Rio Tinto starfar
á fjármálamörkuðum sem fókusera
á ESG sem lykilatriði í allri sinni
verðmætasköpun fyrir hluthafa.
ESG stendur fyrir Environment,
Social and Governance og skiptir
höfuðmáli þegar fyrirtæki leitar
nýrra fjárfesta á mörkuðum. Stórir
sjóðir í heiminum eru ekki að taka
þátt í fjárfestingum nema ESG-
gildi séu í lagi. Það er, hvernig
fyrirtæki koma fram við nærsam-
félagið, hvernig er staðið að
umhverfismálum og hvernig er
komið fram við starfsfólk og stofn-
anir. Nýlega bárust fréttir af því að
Rio Tinto hefði aukið veg kvenna í
stjórn hjá sér til þess að mæta ein-
mitt þessu. Fjármagnið krefst þess.
Það hefur því miklu meiri áhrif á
Rio Tinto að fara fram af rudda-
skap við Íslendinga, sem lætur þá
líta illa út í öllu samstarfi (lækkar
þeirra ESG) en að lækka raforku-
samning hér. Verkefni stjórnmál-
anna hlýtur því að vera það að
styðja við þá Hörð Arnarson og
Jónas Þór Guðmundsson til að
standa fast á okkar. Stjórnmála-
menn og hagsmunasamtök geta ein-
mitt gert gagn með því að að láta
þau skilaboð berast skýrt til þeirra
erlendu aðila á mörkuðum sem Rio
Tinto reiðir sig á, í miklu stærra
samhengi en bara á litla Íslandi.
Svo væri lag að ræða um framtíð-
ina, hvernig ætlum við að halda
áfram að auka verðmætasköpunina
fyrir auðlindina okkar.
Eftir Björt
Ólafsdóttur » Verkefni stjórnmál-
anna hlýtur því að
vera það að styðja við þá
Hörð Arnarson og Jón-
as Þór Guðmundsson til
að standa fast á okkar.
Björt
Ólafsdóttir
Höfundur er fv. umhverfisráðherra.
Landsvirkjun og Rio Tinto
Fram er nú komið að áhrifa-
mikli hæstaréttardómarinn hafi
tapað að minnsta kosti um átta
milljónum króna í hruninu.
Getur verið að hann hafi þá
orðið reiður og viljað ná sér niðri
á þeim sem hann taldi bera
ábyrgðina á þessu tapi?
Getur verið að hann hafi
ákveðið sjálfur að setjast sem
dómari í mál þeirra sem hann
átti viðskiptin við til þess að geta
hefnt sín á þeim?
Getur verið að hann hafi þá
talið að enginn myndi frétta um
þetta framferði hans?
Getur verið að hann hafi stað-
ið fyrir þeirri „lögskýringu“
Hæstaréttar að refsa fyrir auðg-
unarbrot án þess að auðgunar-
tilgangur hefði sannast?
Getur verið að hinum dóm-
urunum hafi verið svo mikið í
mun að þóknast honum, að þeir
hafi fylgt honum til þessara
verka, þó að þeim hafi verið ljóst
að ekki voru uppfyllt lagaskilyrði
til þess?
Getur verið að fjöldi manna
hafi orðið að sæta sviptingu á
frelsi sínu á framangreindum
grundvelli og því hafi heilu fjöl-
skyldurnar verið sviptar lífsham-
ingju sinni?
Getur verið að hann hafi stað-
ið fyrir því að undanþiggja sjálf-
an sig þegar settar voru reglur
um birtingu upplýsinga um fjár-
tjón dómaranna í hruninu?
Getur verið að hann hafi tekið
ákvörðun um að segja starfi sínu
lausu til að forða því að verða
vikið úr embætti, þegar ljóst
yrði hvernig hann hefði hagað
sér?
Getur verið að við hin ættum
bara að láta sem þetta komi okk-
ur ekki við?
Ég veit auðvitað ekkert um
þetta og spyr því bara.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Getur verið?
Höfundur er fyrrverandi dómari.