Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist á Hnjóti í Örlygshöfn 6. desember 1926. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 4. febrúar 2020. Foreldrar Sig- ríðar voru Ólafur Magnússon frá Hnjóti, Örlygshöfn, f. 1.1. 1900, d. 18.3. 1996, og Ólafía Egilsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi, f. 27.11. 1894, d. 20.9. 1993. Ólafía lærði ljósmóð- urstörf hjá Guðmundi Björns- syni landlækni í Reykjavík vet- urinn 1923-1924 og útskrifaðist frá Ljósmæðraskóla Íslands vorið 1924. Hún starfaði sem ljósmóðir í Rauðasandshreppi í aldarfjórðung eftir að hún lauk námi. Ólafur Magnússon var bóndi á Hnjóti þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Systkini Sigríðar: Egill, f. 14.10. 1925, d. 25.10. 1999, bóndi og safnvörður að Hnjóti í Örlygshöfn, giftur Ragnheiði Magnúsdóttur, f. 1.12. 1926, d. 23.2. 2001, húsmóður að Hnjóti, og Sigurbjörg, f. 12.12. 1929, húsmóðir í Reykjavík, gift Bjarna Þorvaldssyni, f. 3.7. 1931, d. 15.12. 2012, vélgæslu- manni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Sigríður giftist 15.11. 1947 Ara Benjamínssyni, bifreiðar- stjóra frá Knarrarnesi, Vatns- leysuströnd, f. 15.11. 1917, d. 6.9. 2008 og eignuðust þau fjög- ur börn. Þau eru: 1) Sóldís læknaritari, f. 21.2. 1948, d. rannsóknarlögreglumaður, f. 7.7. 1948. Barn þeirra er Ragn- heiður, f. 18.6. 1990, maki Árni Steinar Andrésson, f. 12.9. 1992. Barn þeirra er Óli Pétur, f. 29.6. 2016. Áður átti Ingibjörg a) Heiðar Örn Kristjánsson, f. 7.9. 1974, trúlofaður Kolbrúnu Har- aldsdóttur, f. 7.2. 1981. Börn hans og Lindu Sigurjónsdóttur, f. 14.3. 1973, eru Eneka Aris, f. 25.12. 2000, og Myrkvi, f. 2.11. 2006, og b) Silja Ósk Georgs- dóttir, f. 24.10. 1984, maki Sigurgeir Valgeirsson, f. 29.10. 1983, börn þeirra eru Sara Dís, f. 18.9. 2006, Viktor Ingi, f. 10.11. 2009 og Lovísa Ósk, f. 1.7. 2013. 4) Draumey kennari og rithöfundur, f. 21.3. 1960. Börn Draumeyjar frá fyrra hjónabandi eru: a) Sunna Dís Másdóttir, f. 24.9. 1983, maki Atli Ottesen, f. 14.4. 1981, börn þeirra eru Bessi Huginn, f. 20.10. 2012, og Úlfur Flóki, f. 23.3. 2014. b) Máni Steinn Más- son, f. 25.8. 1987. Sigríður ólst upp á Hnjóti í Örlygshöfn, fermdist í Sauð- lauksdalskirkju og útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum að Staðarfelli 1946. Hún flutti til Hafnarfjarðar 1947 og hóf störf á Bifreiðastöð Sæbergs þar sem hún kynntist eiginmanni sínum. Hún starfaði lengst af við þjón- ustustörf, m.a. í Alþýðuhúsinu og Sjálfstæðishúsinu í Hafnar- firði, á Bessastöðum, á kaffiter- íu hótel Loftleiða, við af- greiðslustörf á Nýju bílstöðinni og í Bryndísarsjoppu. Hún var í stjórn Vorboðans, félagi sjálf- stæðiskvenna í Hafnarfirði um árabil. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 27. febrúar 2020, klukkan 13. 17.1. 2015, maki Jó- hannes Harðarson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, f. 20.12. 1947. Börn þeirra eru a) Ari Viðar, f. 12.11. 1965. Börn hans og Gyðu Thorlacius Guðjónsdóttur, f. 25.4. 1978, eru Hekla, f. 6.4. 1999, Arna Hlín, f. 28.9. 2004 og Birkir Orri, f. 6.12. 2005. b) Hörður Smári, f. 24.7. 1976. Börn hans og Bjarkar Gunnarsdóttur, f. 21.11. 1983, eru Hilmir Berg, f. 1.7. 2012 og Heiðar Ingi, f. 3.8.2015. 2) Ólaf- ur tæknifræðingur, f. 28.3. 1950, maki Agnes Arthúrsdóttir leikskólakennari, f. 14.9. 1950. Börn þeirra eru: a) Sigríður, f. 21.3. 1980, maki Bernharður Marzellíus Guðmundsson, f. 21.8. 1980, börn þeirra eru Ólöf María, f. 1.4. 2004, Arnar Guðni, f. 19.7. 2006 og Agnes Klara, f. 17.6. 2011. b) Arthúr, f. 11.6. 1984, maki Sigrún Björg Elías- dóttir, f. 15.5. 1985, börn þeirra eru Anton Ari, f. 18.11. 2011 og Jakob Freyr, f. 30.6. 2015. c) Gauti Rafn, f. 27.7. 1987, maki Katrín Björgvinsdóttir, f. 10.4. 1987, börn þeirra eru Birgitta Mjöll, f. 28.2. 2012, og Bergdís Birta, f. 5.11. 2015. Áður átti Ólafur Írisi, f. 14.9. 1977, maki Tómas Áki Gestsson, f. 29.6. 1976, börn þeirra eru Erna, f. 9.3. 2009, og Sóldís, f. 30.3. 2016. 3) Ingibjörg Þuríður skrif- stofumaður, f. 5.5. 1957, maki Guðmundur Sigurjónsson, Í dag kveð ég Sigríði Ólafs- dóttur, móður mína. Á sama tíma og sorgin sest að fagnar maður því að erfitt og kvalafullt veikinda- skeið í ellefu mánuði er á enda og vonandi tekin við betri tíð í nýrri tilvist. Mamma vildi ekki fyrir nokkra muni missa af viðburðum í fjöl- skyldunni og var það hennar helsta tilhlökkunarefni hin síðari ár, hvort heldur sem var afmæli eða stærri veislur. Hún skráði alla þessa viðburði í dagbók svo ekk- ert færi framhjá henni. Þá krafð- ist hún þess að fá okkur öll reglu- lega í heimsókn á Hringbrautina. Hún átti viðburðaríka ævi og ferð- aðist mikið. Við Agnes og börn minnumst samverustunda í ferða- lögum hennar og pabba, ferðir í Brekkuskóg, á Hnjót og Grenivík, til Hollands og Spánar. Ferðin til Hollands 1997 var okkur sérstak- lega eftirminnileg, þar sem við fjölskyldan vorum með þeim á sumardvalarstað og var sundferð pabba oft rifjuð upp, þegar hann fór ósyntur í sundlaugina og Agnes forðaði honum líklega frá drukknun þegar manngerði öldu- gangurinn kom skyndilega. Einn- ig ferðin um Móseldal og við lent- um í óvæntu brúðkaupi á sveitakrá. Veislustjóri sneri sér að pabba, sem kunni ekkert í þýsku og samræður þeirra leiddu til þess að okkur var vísað inn í veislusal. Úr varð mikil skemmtun með góð- um veitingum, þar sem takmörk- uð málakunnátta kom ekki að sök. Mamma var mikil sjálfstæðiskona og vann ýmis störf fyrir flokkinn, var virk í Vorboðanum, félagi sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði og sótti fjölmarga Landsfundi. Hún var í mat hjá okkur laugardaginn 16. mars í fyrra, þar sem hún naut sín prýðilega. Við höfðum bæði lent í að beinbrotna og töluðum því um að á þessum aldri þyrfti að passa sig að detta ekki. Engu að síður féll hún fram úr rúmi sínu snemma morguns tveimur dögum síðar og lærbrotnaði illa. Eftir það átti hún erfiða tíma allt til loka. Hún braggaðist nokkuð og á tíma- bili vonaðist ég til að geta tekið hana heim til að skoða gömlu fjöl- skyldumyndirnar sem ég hafði verið að færa á stafrænt form undanfarið. Hún hlakkaði mikið til að sjá myndirnar á stórum skjá, en því miður varð batinn ekki nægur til þess að af gæti orðið. Við reyndum að skoða myndirnar á Hrafnistu, en einbeitingin var farin, svo hún bað mig að setja þær frekar inn á Fésbókarsíðuna sína og þá gæti hún skoðað þær betur seinna. Henni fannst næst- best að vera á Hrafnistu í Hafn- arfirði, heima var best, en það gat ekki gengið. Blóðtappi í málstöðv- ar og annar sem leiddi til gaum- stols og lömunar varð til þess að lífsgæði hennar minnkuðu. Þótt ég hafi verið á erlendri grundu þegar kom að leiðarlokum, þá var það mér afar mikilvægt að geta kvatt hana 19. janúar sl. Við fund- um bæði fyrir mikilvægi kveðju- stundarinnar þarna á Hrafnistu. Við Agnes og börn þökkum fyrir allar samverustundirnar með henni. Þinn sonur, Ólafur Arason Elsku mamma, við systur sitj- um hér saman og rifjum upp ára- tugina sem við nutum samveru þinnar. Myndirnar sem svífa okk- ur fyrir hugskotssjónum eru í öll- um regnbogans litum; ljósar og dökkar, litríkar og svarthvítar. Því þannig er lífið. Við minnumst þess hve dugleg þú varst að sauma og prjóna á okkur föt þegar við bjuggum enn á Öldutúninu. Löngu síðar skild- um við hvílík afburðamanneskja þú varst í hannyrðum, í vand- virkni jafnt sem afköstum. Og nú þegar við sitjum í krosssaums- stólunum þínum innan um allt handverkið þitt sjáum við að hannyrðirnar voru þér í senn hug- arfró, sköpunargleði og leið til að fylla upp í einveruna. Því jafn vel og þú undir þér meðal fólks varstu alla tíð eirðarlaus ein heima. Félagslyndari manneskja en þú er nefnilega vandfundin. Þú naust þess að fara á kaffihús, halda matarboð og sitja veislur. „Maður er manns gaman“ var lífssýn þín og yndið mesta. Að fara og finna vini þína, þótt um langveg væri, og skiptast á gjöf- um. Veislugleðinni tengdist líka ánægja þín af framreiðslu, sem þú fékkst aldeilis útrás fyrir á Bessa- stöðum í tíð þriggja forseta lýð- veldisins. Við munum veislurnar sem þið pabbi hélduð á Svöluhrauninu; þú að leggja hvíta dúkinn með út- saumuðu mávunum á borðstofu- borðið, raða mávastellinu, silfur- hnífapörunum og kristalsglös- unum í hárrétta röð og krýna verkið með servéttum í nýstár- legu broti. Allt eftir kúnstarinnar reglum. Margir hafa nefnt við okkur höfðinglegar móttökur ykkur pabba og hve glæsileg þú varst, einna líkust kvikmyndastjörnu, með fallega gráa hárlokkinn upp frá enninu sem einkenndi þig alla tíð. En fegurðin kostar og oft reyndi á biðlundina hjá okkur – en auðvitað þurftu varaliturinn, púðrið og hárlokkarnir að sitja á sínum stað áður en haldið var á mannamót! Við minnumst þín sem sjálf- stæðrar og drífandi konu sem sinnti ótal störfum og áhugamál- um, ferðaðist um allan heim og stjórnaði heimili og fjölskyldu af reglusemi og festu. Oft fannst okkur nóg um allt sem gera þurfti á réttum tíma og á réttan hátt en með vaxandi þroska urðum við þakklátar fyrir sífellt fleira í fari þínu. Og við lærðum að besta leið- in til að ná þér á okkar band var að gantast. Þá brást ekki að þú huld- ir andlitið í lófum þér og tístir af hlátri. Vegna þín gátum við dvalið á Hnjóti sumar eftir sumar og orðið dýravinir eins og þú. Kindurnar áttu hug þinn allan en kýrnar okk- ar, sem þér fannst alveg óskiljan- legt. Við sameinuðumst þó allar í ást okkar á hundum og köttum og erum þér óendanlega þakklátar fyrir elsku þína í garð Simba, Nölu og Álfs, sem endurguldu ást þína til fulls. Elsku mamma, það var sárt að horfa upp á þrótt þinn þverra en um leið var það okkur huggun að við vissum að hugur þinn var kom- inn til pabba og Sóldísar systur, jafnt í draumi sem vöku. „Ég þarf að finna hann Ara. Það er svo voðalega langt síðan ég hef hitt hann,“ sagðirðu viku fyrir and- látið. Og við unnum þér þess til fulls að vera komin á fund þeirra við eldstæði eilífðarinnar. Takk fyrir allt, elsku mamma. Far þú í friði. Ingibjörg og Draumey. Elsku amma, þá ertu farin að finna afa. Á sama tíma og ég gleðst í hjarta mér yfir því að þið séuð saman á ný kveð ég með sár- um söknuði. Ég man mig, litla stúlku á Svöluhrauni, sem fékk að dunda sér við það tímunum saman að skoða skartið í skattholinu hennar ömmu; fletta Kays- og Freemans- listunum á sólbökuðu gólfteppinu inni í gestaherbergi; kíkja í vara- litaveskið frammi á baði, þar sem þú hafðir þig til fyrir sunnudags- bíltúrana með Ara afa. Þá fór ég reyndar frekar með afa inn í bíl- skúr, þar sem alltaf var til eitt- hvað gott í kistu fyrir barnabörn í heimsókn – þolinmæði mína þraut langt á undan hans í biðinni eftir því að þú værir tilbúin. Ég man líka stoltið þegar ég var orðin stálpaðri og fékk að eiga hitt og þetta úr hirslunum þínum, kjóla sem þú hafðir borið svo glæsilega, varalitaspegla eða veski sem oftast fylgdi hin heilaga þrenning: hanskar, lítill spegill og greiða. Þrátt fyrir að ég muni seint standast þér snúning í þeim efnum – og gleymi iðulega að stinga á mig hönskum, litlum spegli og greiðu áður en ég held út í daginn – ber ég gripina þína með innilegu stolti. Á unglingsárum, þegar við fjöl- skyldan fluttum til Svíþjóðar, fékk ég tækifæri til að umgangast bæði þig og afa náið í reglulegum heim- sóknum ykkar. Það eru dýrmætar stundir sem glóa í minningunni í sænskri sumarsól. Og það var lík- lega þá sem samband okkar tók að þróast úr sambandi ömmu og barnabarns yfir í vináttusamband. Þegar ég hugsa til þín núna man ég vissulega hlýja hönd á barnsk- inn en jafnvel enn frekar dillandi, sjóðandi hlátur konu sem hafði unun af því að skrafa, spila og gantast – og einna helst þegar gantast var í henni. Þá geislaðir þú, amma mín. Ég hef oft sagt frá því að amma mín stæði fast á því að skáldskap- ur væri helber lygi og því læsi hún bara ævisögur. Þetta fannst mér afskaplega fyndin afstaða til bók- mennta og við gátum hlegið inni- lega að því hvað við vorum ósam- stiga í þeim efnum. Um ævi- sögurnar sem ég gaukaði stundum að þér í seinni tíð, eða þú hafðir sjálf lesið, gátum við hins vegar rabbað endalaust – því báð- ar höfðum við áhuga á sögum, þótt þú vildir heldur spegla þig í alvöru fólki en ég í skálduðu. Sögurnar sem þú sagðir mér af lífinu á Hnjóti þegar þú varst ung og ferð- unum yfir á Rauðasand, þær geymi ég líka á góðum stað. „Maður vildi lifa!“ sagðir þú um langferðir um háskalega vegi og yfir djúpa firði til að komast á mannamót. Og þannig man ég þig líka þrátt fyrir að hafa eingöngu hitt hana í sögum, ungu konuna sem vildi lifa með upphrópunar- merki og þreifst eins og blóm í góðum félagsskap. Við Atli og synir okkar munum sakna þess sárt að líta inn til þín á Hringbrautinni. Þú varst þeim svo afar hlý og góð og naust þess augljóslega enn jafn mikið að gauka sætum molum að börnum og þegar það var ég sjálf sem naut góðs af þeirri gestrisni. Það léttir söknuðinn að hugsa til endur- funda þinna og afa – þar sem ég veit þið njótið hlýju og yls, glað- værðar og góðra vina, eins og í lif- anda lífi. Farðu í friði, elsku amma. Sunna Dís Másdóttir. Elsku amma mín. Hún var stórglæsileg kona og réttsýn og leiddi mig fallega í fjölskylduna. Hún lagði mikið upp úr gömlu gildunum, mikilvægi þess að vera með vinnu, að eiga hús og að fjöl- skyldan hefði það gott. Og helst átti maður auðvitað að vera giftur. Til áréttingar á þessu átti hún til að segja: „Það er númer eitt!“ Nú átta ég mig betur á dýpt þessara orða og kærleikans sem að baki bjó. Amma var félagslynd, kunni vel að meta gleðskap og hafði un- un af tilefnisveislum afkomenda sinna. „Alveg meiriháttar“ sagði hún af einlægni til að lýsa vel- þóknun sinni. Fallegustu stundirnar með ömmu átti ég hjá Draumey frænku í sænsku sveitaróman- tíkinni á Skáni þar sem stelpu- skott þriggja kynslóða skáluðu í hvítvíni og flissuðu í sumarhitan- um, en á vorin fór ég iðulega yfir Eyrarsundið og hitti hana og afa meðan hann var. Ég er full þakklætis fyrir stundirnar með ömmu, að hafa getað speglað mig jafnt í birtu hennar og skuggahliðum, fengið að upplifa einlægan stelpuhlátur fullorðinnar konu og átt hvers- dagslegar stundir eins og að spila í eldhúskróknum. Ég minn- ist hennar með söknuði. Íris. „Komdu og hittu ömmurnar,“ segir Sóldís við mig. Ég geng inn í stofuna og tvær sætar og fínar heldri konur standa upp og taka á móti mér. Einlægt bros og um- vefjandi faðmlag. „Velkomin í fjölskylduna,“ segir Sigga um leið og hún tekur utan um mig. Það sem þessi fyrstu kynni voru mér mikils virði. Það var svo gott að koma í heimsókn til Siggu og eiga með henni stund. Mér þótti dýrmætt að finna fyrir væntumþykju hennar og áhuga á því sem ég var að bralla hverju sinni. Það var líka krúttlegt hvernig læddist ávallt með þetta dass af áhyggjum, en henni var mjög um- hugað um stöðuna á tilhugalífi mínu og hvað ég hygðist nú fyrir í þeim efnum. Þannig tal var ég þó orðin lunkin í að binda slaufu á eftir smástund og þá yfirleitt nokkrum ráðum ríkari. Stundum vorum við spurðar um tengslin okkar, spurning sem ofhugsandi mér þótti bjóða upp á lítið annað en flækjusvar í lengri kantinum. Einhver skipti taldi hún sig komast upp með að segja einfaldlega: „Þetta er vinkona mín.“ Önnur skipti þóttist ég halda nóg að segja að hún væri „svona eins og bónusamman mín“. Við komumst þó jafnfljótt að því í hvert sinn að „flækjuna“ var best að útskýra fyrst og svo gátum við blómum á hana bætt og skreytt hana eins og við vildum. Það fór ekki á milli mála hversu stolt ættmóðir Sigga var. Hún hafði alltaf jafnmikið yndi af að sýna mér inn í sjónvarpsher- bergi, en þar prýddi hillurnar veglegt safn fallegra mynda af öll- um börnunum hennar, barna- börnunum og barnabarnabörnun- um. Í hvert skipti sagði hún mér frá hverju einasta andliti, líkt og hún væri að sýna mér í fyrsta sinn. Þau voru svo sannarlega hennar fjársjóður og ríkidæmi og sendi ég þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall hennar. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Elsku Sigga „amma“, takk fyrir þig. Þín Sigrún Edda. Sigríður Ólafsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET KEMP GUÐMUNDSDÓTTIR, fv. bankafulltrúi á Akureyri, andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn 21. febrúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 15. Minningarathöfn verður í Höfðakapellu á Akureyri mánudaginn 2. mars klukkan 13. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði. Eva Þórey Haraldsdóttir Gunnar Jóhannsson Ásdís Hrefna Haraldsdóttir Sigurður V. Guðjónsson Ragna Haraldsdóttir Leó Jónsson Sigurður Stefán Haraldsson Thamar Melanie Heijstra barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI VALGEIR GUÐMUNDSSON, Bjarni á Jörfa, bifvélavirki, lést á Landakoti miðvikudaginn 19. febrúar. Útför hans fer fram frá Bessastaðakirkju mánudaginn 2. mars klukkan 13. María Birna Sveinsdóttir Sveinn Bjarnason Salbjörg Bjarnadóttir Victor R. Viktorsson Anna María Bjarnadóttir Ólafur K. Ólafsson barnabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA AÐALSTEINSDÓTTIR, Engjavöllum 3, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 23. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. mars klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir góða umönnun og hlýju. Árni Ingvarsson Helena Jensdóttir Þórður Ingvarsson Anna María Bryde ömmubörn og langömmubörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.