Morgunblaðið - 27.02.2020, Page 44

Morgunblaðið - 27.02.2020, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 ✝ Kolbrún Krist-jánsdóttir fæddist 18. apríl 1942 á Eystra- Miðfelli, Hvalfjarð- arströnd. Hún lést á Landakoti 16. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Kristján Jósefsson, bóndi á Eystra-Miðfelli, síðar smiður á Akranesi og í Reykjavík, f. 6. ágúst 1906 á Eystra-Miðfelli, d. 30. okt. 1953 og Guðrún Krist- insdóttir, f. 27. ágúst 1911 á Eyrarbakka, d. 1. febrúar 1995. Systkini Kolbrúnar eru: Jó- hanna Ellý, f. 3. nóvember 1938, Vigdís, f. 13. febrúar 1941, Hrafnhildur, f. 20. júlí 1943, d. 21. ágúst 1948, Hrafn- Bersi, f. 6. september 1994, Katla, f. 31. janúar 2001. Valdimar Agnar Valdimars- son, f. 21. janúar 1975, dóttir hans er Tinna Björt, f. 5. maí 2010. Kolbrún var fyrstu ár sín á Eystra-Miðfelli, Hvalfjarð- arströnd, ásamt foreldrum sín- um og systrum. Þar voru for- eldrar hennar með búskap þar til tekin var ákvörðun um að selja jörðina og var það gert 16. apríl 1945. Flutti þá fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Kol- brún fór í Austurbæjarskóla og bjó á Snorrabraut og seinna Karlagötu. Hún flytur svo í Árbæinn ásamt eig- inmanni sínum 1968 þegar það hverfi var í uppbyggingu og bjó þar fram á sinn síðasta dag. Kolbrún var heimavinn- andi húsmóðir lengi vel en vann jafnframt m.a. í Árbæj- armarkaðnum (seinna Nóa- túni) og Árbæjarskóla. Útförin fer fram frá Árbæj- arkirkju í dag, 27. febrúar 2020, kl. 13. hildur Kristrún, f. 28. janúar 1951. 29. september 1962 giftist Kol- brún Valdimar Ás- geirssyni, f. 26. nóvember 1928, d. 5. maí 2013 (skildu). Börn þeirra: Berglind Valdi- marsdóttir, f. 31. mars 1962, d. 8. mars 2013, börn, Sara Sig- urjónsdóttir, f. 27. ágúst 1987, Sindri Sigurjónsson, f. 4. febr- úar 1989, og Sölvi Sig- urjónsson, f. 15. apríl 1994. Kristrún Valdimarsdóttir, f. 3. júní 1963, d. 19. ágúst 1963, Kristján Gunnar Valdimarsson, f. 1. október 1964. Börn: Kol- brún, f. 3. júní 1981, Valdimar Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljósið kveiktir þú, móðir mín, af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. Af fátækt þinni þú gafst það glöð, – þess geislar vermdu mig strax og fátækt minni það litla ljós mun lýsa til hinsta dags. (Jóhannes úr Kötlum) Þinn sonur, Valdimar Agnar Valdimarsson. Elskulegasta Kollý amma mín, þú hafðir alla þá eiginleika sem besta amma á að hafa. Faðmur þinn var hlýr og mér ávallt opinn. Þú varst svo hjartahlý og umhyggjusöm og hafðir hag minn alltaf að leið- arljósi. Ég var svo lánsöm að búa í næsta húsi við þig alla mína barnæsku og geta bara rölt yfir til þín hvenær sem var, og þeg- ar ég var úti að leika mér fannst mér yndislegt að geta kallað á þig út á svalir og heils- að upp á þig. Það var svo gott að sitja hjá þér í heimsókn tím- unum saman og ekki þótti okk- ur verra að gæða okkur á ís. Við gátum talað um heima og geima, gamla og nýja tíma og mér fannst ég alla tíð svo lán- söm að eiga ömmu sem ég gat treyst fyrir öllu, var sannur vinur minn og trúnaðarvinkona. Ófá voru líka símtölin sem við áttum og samtölin á ipadinum í seinni tíð. Þau voru ástrík, skilningsrík og fyndin, því þú varst hnyttin með eindæmum. Þú kenndir mér svo margt en það allra dýrmætasta var að þú kenndir mér að standa með sjálfri mér og segja mína skoð- un. Ég og þú vorum alltaf svo stoltar af því að vera alnöfnur, þó þú hafir nú oftast kallað mig Brúnku þína. Elsku amma mín, þú skilur eftir þig stórt skarð sem ekki verður bætt og mun ég sakna þín ógurlega. Takk fyrir allt og allt, elsku amma sæta, og eins og þú sagð- ir alltaf: þú veist bara ekki hvað ég elska þig mikið. Þín ömmustelpa, Kolbrún. Í dag kveðjum við elsku ynd- islegu Kollý ömmu. Ég á marg- ar góðar minningar úr Hraun- bænum, bæði frá því að ég var lítil stelpa og líka eftir að ég varð fullorðin og fór að koma með mín börn í heimsókn til ömmu. Það sem stendur hæst eru öll skiptin sem ég gisti hjá ömmu sem barn og fékk ristað brauð og Swiss Miss í morg- unmat. Amma kenndi mér líka að prjóna og spila ólsen-ólsen og það var alltaf hægt að treysta á mikla þolinmæði þeg- ar amma var annars vegar. Það var bara eitthvað svo notalegt að koma til ömmu, sitja í sóf- anum og spjalla og hlusta á hana segja frá æskuminningun- um og skoða þær óteljandi myndir sem hún átti. Hennar helsta áhugamál voru ljós- myndir og það muna eflaust all- ir eftir ömmu með myndavélina á lofti. Það þurfti jú auðvitað að festa öll merkustu augnablikin á filmu. Það var alltaf hægt að treysta á ömmu, hún var klett- urinn okkar allra og hefði vaðið eld og brennistein fyrir okkur. Hún stóð með sínu fólki og það var sko henni að mæta ef henni fannst halla á einhvern sem stóð henni næst. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá ömmu en dætramissirinn, bæði þegar hún var 21 árs og svo aftur fyrir 7 árum, reyndist henni afar þungbær. Við amma töluðum alltaf mikið um mömmu og hversu mikið við söknuðum hennar og það var ákveðin heilun í því fyr- ir okkur báðar. Amma reyndist mér ósköp vel eftir að mamma dó og sambandið okkar styrkt- ist mikið í kjölfarið. Við vorum ofsalega góðar vinkonur og sóttum mikið hvor í aðra. Börnin mín segja að núna sé langamma Kollý komin í himna- ríki með ömmu Berglindi. Mér Kolbrún Kristjánsdóttir finnst það falleg hugsun og trúi því að sú sé raunin. Megi minningin um frábæra ömmu lifa. Dótturdóttir, Sara Sigurjónsdóttir. Í dag kveðjum við hana Kollý vinkonu okkar. Það var alltaf gott að koma í kaffi til hennar í Hraunbænum enda sóttum við vinkonurnar í hennar samveru. Kollý átti alltaf góð ráð handa okkur og sá hlutina frá öðru sjónarhorni. Hún gat auðveld- lega sett sig í okkar spor, hvort sem um fimmtán ára unglinga eða fullorðnar konur var að ræða. Það var oft glatt á hjalla og fjölmennt í eldhúsinu hjá Kollý. Hún reiddi þá oft fram sínar víðfrægu skonsur. Kollý kenndi okkur ýmislegt í elda- mennsku og eru uppskriftir frá henni í stöðugri notkun hjá okkur. Margar þeirra ættaðar frá systrunum í Ameríku, m.a. uppskrift að ekta þakkargjörð- arkalkún, kúrbítsbrauði og ekki má gleyma grænu kökunni. Var það árlegur siður hjá Brynju í mörg ár að hringja í Kollý á gamlársdag við eldun á kalkún- inum til að fá ráðleggingar og líka til að skrafa um allt á milli himins og jarðar. Það var stutt fyrir okkur að fara til Kollýjar og hún tók allt- af vel á móti okkur. Brynja bjó á hæðinni beint fyrir ofan en Tóta nokkrum stigahúsum frá. Hún laðaði að sér vini barnanna sinna því það var afslappað og fordómalaust andrúmsloft í kringum hana. Og þannig var það einmitt sem við kynntumst Kollý. Hún hafði einlægan áhuga á fólki. Og þó eins og gengur og gerist þegar árin liðu og við vorum komnar með okkar fjölskyldur, þá dró úr samskiptunum en það var alltaf eins og við hefðum hist eða heyrst í gær þegar að því kom. Lengi var í minnum höfð ferðin sem farin var vestur í Bæi í sveitina hennar Tótu. Þar var dvalið í viku í eyðibýli með Valdimar, Pálu, Kolbrúnu og fleiri krakka. Bugga kom líka með. Farið var í heyskap og skemmtu sér allir konunglega í rafmagns- leysi á kvöldin við olíulampann. Kollý talaði um þessa ferð í mörg ár, svo gaman hafði hún af henni. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Kollý. Hún hafði misst báðar dætur sínar sem setur mark sitt á líf hverrar manneskju sem í slíku lendir. Kollý var samt alltaf hress og kát og minnumst við kærrar vinkonu með þakklæti. Blessuð sé minning Kollýjar. Brynja og Þórhildur (Tóta). Elsku afi. Það er alltof langt síðan ég hitti þig seinast. Ég var alltaf á leiðinni. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar og mun alltaf minnast þín með mikilli ást og kærleik. Þær eru margar og dýrmætar minningarnar sem ég á frá öllum Einar Sverrisson ✝ Einar Sverr-isson fæddist 9. júní 1928. Hann lést 2. febrúar 2020. Útför Einars fór fram 20. febrúar 2020. þeim skiptum sem maður gisti hjá ykk- ur ömmu, borðaði ís og sælgæti, horfði á bannaðar myndir og svo var farið í bak- aríið morguninn eft- ir. Ég er viss um að þið amma séuð núna saman einhvers staðar ásamt öllu ykkar fólki sem er farið. Góða ferð, elsku afi, knúsaðu ömmu frá mér. Þín sonardóttir, Hjördís Erna Þorgeirsdóttir. Hún Tóta Árna, besta æskuvinkona mín, er látin. Við hittumst fyrst í Mýrarhúsaskóla þegar við vorum 11 ára. Við urðum strax miklar vinkonur og fórum svo saman að æfa fimleika hjá ÍR. Tóta var mjög skemmtileg og mikill grín- isti; svo var hún líka svo falleg. Seinna fluttum við hvor í sinn borgarhlutann og hittumst þá sjaldnar, en héldum vinkonusam- bandinu með því að hittast af og Þórunn Árnadóttir ✝ Þórunn Árna-dóttir fæddist 19. júní 1929. Hún lést 3. febrúar 2020. Útför Þórunnar fór fram 17. febr- úar 2020. til. - En vegir liggja til ýmissa átta - og lífið leiddi okkur eiginlega smám saman í ólíkari áttir eftir því sem við urðum eldri. Síðast þegar ég hitti Tótu var þegar ég fór í áttræðisaf- mælið hennar - og það var mjög gaman að hitta hana þar; – nokkru áður hafði hún glatt mig með nærveru sinni í áttræðisaf- mæli mínu. En nú hefur Tóta, mín góða æskuvinkona, kvatt og ég hugsa til hennar með þakklæti og kærleika. Elsku Anna, ég sendi þér og þinni fjölskyldu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigríður Björnsdóttir. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Okkar ástkæri ÁSTÞÓR RUNÓLFSSON húsasmíðameistari, Þúfuseli 2, lést sunnudaginn 2. febrúar. Útför Ástþórs fer fram föstudaginn 28. febrúar frá Seljakirkju klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Ingunn Jóna Óskarsdóttir Hildur Ástþórsdóttir Jóhann Ólafur Jónsson Guðmundur Már Ástþórsson Dagný Alda Steinsdóttir Hlín Ástþórsdóttir Hrafnkell Marinósson Hulda Ástþórsdóttir Aðalsteinn Guðmannsson Runólfur Þór Ástþórsson Heiðrún Ólöf Jónsdóttir Silja Ástþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ERLING SÖRENSEN, umdæmisstjóri Pósts og síma á Ísafirði, lést miðvikudaginn 19. febrúar á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 29. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindravinafélag Íslands. Arnfríður V. Hermannsdóttir S. Svanhildur Sörensen Unnar Þór Jensen Sveinn H. Sörensen Guðbjörg Jónsdóttir Árni Sörensen Guðný Snorradóttir Hrafnhildur Sörensen Gestur Í. Elíasson Elskuleg systir okkar og mágkona, HALLFRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR handavinnukennari, lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. mars klukkan 15. Ásrún Tryggvadóttir Margrét Tryggvadóttir Þóra Tryggvadóttir Lárus Ragnarsson og fjölskyldur Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 18. febrúar á hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðarförin verður gerð frá Árbæjarkirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 13. Magnea Sveinsdóttir Viðar H. Jónsson Kristján Sveinsson Hjalti þór Sveinsson Tolild Jensen Jón Gunnar Sveinsson Haraldur Már Sveinsson Guðrún Sveinsdóttir Einar Skjervheim barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.