Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 45

Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 ✝ Lárus JónKarlsson fædd- ist í Reykjavík 31. mars 1948. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 14. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Karl Helgi Vigfússon, f. 3. október 1905, d. 11. júlí 1969, og Gróa Svava Helgadóttir, f. 3. mars 1913, d. 27. maí 2003. Bræður hans eru Helgi Vig- fús Karlsson, f. 22. maí 1943, d. 2. nóvember 2017, og Hallur Ólafur Karlsson, f. 28. ágúst 1950. Börn Lárusar eru Daði Lár- usson, Hörður Vilberg Lárusson og Hrafnhildur Lárusdóttir. Barna- börnin eru sex að tölu. Nám: Stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1968, útskrifaðist frá Háskóla Íslands sem cand. med 25. júní 1983 og fékk sérfræðingsleyfi í geðlækningum í Noregi 1999. Lárus starfaði sem læknir í Reykjavík, Ísafirði, Hólmavík, Þingeyri, Tromsö, Þrándheimi og lauk starfsferl- inum á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Útför Lárusar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. febr- úar 2020, klukkan 13. Elsku pabbi minn, Lárus Jón Karlsson, er fallinn frá eftir skammvinn veikindi. Það var mjög sárt að þurfa að kveðja pabba í hinsta sinn eftir hetjulega baráttu hans í sínum veikindum. Með stóískri ró og festu tókst pabbi á við sín veik- indi í góðu samstarfi við allt það frábæra starfsfólk sem starfar á gjörgæsludeild LSH, en því miður höfðu veikindin yfirhönd- ina. Það er hægt að segja að pabbi hafi helgað líf og krafta sína lækningum og þvældist hann víða á sinni lífsleið til að sinna þeim sem áttu um sárt að binda. Yndislegar minningar á ég til að mynda með föður mín- um frá þeim tíma sem hann starfaði sem læknir á Þingeyri, þá eru ævintýralegar ferðir sem ég fór með honum í brjáluðum veðrum að sinna hans læknavitj- unum einkar minnisstæðar. Þessar ferðir eru mér ennþá í fersku minni og hvað ég var stoltur af föður mínum þegar ég sá þakklætið í augum þeirra sem hann sinnti. Pabbi fór of snemma og mér fannst eins og það væri alltaf nægur tími til stefnu til að verja meiri tíma saman. Við áttum þó margar dýr- mætar stundir saman í mínum ferðalögum til hans norður á land í seinni tíð. Börnin mín munu hugsa hlýtt til þeirra stunda sem hann tók þau með í leikhús, þar sem hann fékk við- urnefnið Afi leikhús, og einnig munu þau minnast ísgöngutúr- anna um gamla miðbæinn á Akureyri. Mikill viskubrunnur var hann faðir minn og fræddi hann mann jafn mikið um allt það sem var að gerast í heimsmálunum hverju sinni og það nýjasta sem var að gerast í heimi geðlækn- inga. En ljúfur og góður maður var hann faðir minn, ávallt tilbúinn að hjálpa til með það sem hann gat og mun ég ylja mér við allar þær góðu minningar sem við áttum saman um ókomna tíð. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt, pabbi minn. Þinn Daði. Ég, utanbæjarmaðurinn, kynntist Lalla fyrst haustið 1964, þegar við hófum nám í 3. bekk MR. Kennslustofan nefnd- ist 3N og var á efstu hæð í gamla skólahúsinu með góðu út- sýni yfir Lækjargötuna. Þar og víðar um skólann áttum við svo samleið næstu 4 ár eða til vors- ins 1968, þegar skólagöngu okk- ar lauk með stúdentsprófi. Þeir í bekknum sem höfðu þekkt Lalla lengur vissu að hann væri rétti maðurinn til að vera umsjónarmaður bekkjar- ins, sjá um kladdann og töfluna, enda var hann stundvís og sam- viskusamur en líka hógvær og kurteis í allri framgöngu. Fljót- lega varð mér líka ljóst, að hann var afburðanámsmaður. Hann var sérstakur áhugamaður um tungumál, lék sér meðal annars að því að fara með faðirvorið á nokkrum tungumálum. Einna eftirminnilegast í mín- um huga var þegar hann fór með það á gelísku. Hann var jafnframt mjög liðtækur í stærðfræðigreinum og lauk stúdentsprófi úr stærðfræði- deild með mjög hárri fyrstu ein- kunn. Síðan fórum við saman í Læknadeild HÍ. Fyrsta árið þar varð mörgum Þrándur í Götu en ekki Lalla. Engin próf voru síðan haldin í deildinni fyrr en eftir tvö ár. Það tilheyrði náminu í líffæra- fræði að fara á 4 vikna nám- skeið í krufningum í Glasgow þangað sem við læknanemar héldum sumarið 1970. Við Lalli vorum þarna herbergisfélagar á stúdentagarðinum MacBrayne Hall. Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Í lok námskeiðs tókum við þá ákvörðun að fara á stúdenta- miðum með lestum um París til Kaupmannahafnar, þaðan sem við tókum svo Gullfoss heim. Við höfðum víst bara einn dag í París, sem varð að nýta vel og man ég að við ráðstöfuðum einni klukkustund í Louvre til að sjá Mónu Lísu. Aðalfæðan í París var vatn og náttúrlega franskt brauð. Svo kláruðust prófin í fyrsta hluta og við sigldum inn í miðhluta námsins. Eins og stundum vill verða í lífinu þá fóru að falla til ýmis krefjandi verkefni og atvik, sem urðu til þess að Lalla gafst ekki tími til að undirbúa sig nægilega vel, að eigin mati, til að skrá sig í mið- hlutaprófin. Þannig fór að hann tók þau ekki og rann út á tíma. Þegar hann leitaði eftir því nokkru síðar að fá að halda áfram námi í deildinni með ein- hverjum hætti, þá vakti það nokkra furðu, að hann fékk ekk- ert viðurkennt af þeim prófum sem hann hafði áður lokið í Læknadeild. Lalli starfaði lengst af sem geðlæknir á Akureyri. Við hitt- umst helst á árgangaafmælum, síðast á 50 ára stúdentsafmæli okkar. Þá eins og oft áður fengum við hann til að fara með, utan bókar að sjálfsögðu, skemmti- sögu á þýsku, svonefnda þýska endursögn. Að þessu sinni gerði hann það úr ræðupúlti yfir allan hóp- inn. Hann flutti hana með sér- stökum þýskum framburði á mjög fyndinn hátt. Þá var mikið hlegið. En allt hefur sinn tíma. Lalli lést eftir bráð veikindi. Genginn er góður vinur og skólabróðir. Blessuð sé minning hans. Bekkjarbræður í 6T senda aðstandendum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur. Gestur Þorgeirsson. Lárus Jón Karlsson Guðjón. Þær voru ófáar dýr- mætu stundirnar sem við eyddum saman í barnæsku og á unglingsárunum. Enginn getur tekið þær frá okkur, vinur. Hins vegar hrifsaði heimurinn þig nú úr veruleikanum, allt of snemma. Þegar ég fékk fréttirn- ar fann ég fyrir mikilli tómleika- Guðjón Ingi Sigurðarson ✝ Guðjón Ingifæddist í Reykjavík 20. júlí 1988. Hann lést 13. febrúar 2020. Útförin fór fram 24. febrúar 2020. tilfinningu. Í minni heimsmynd er Guð- jón traustur vinur, alltaf til staðar, tilbú- inn að hittast og spjalla um heima og geima. Ég er enn þá ekki fullbúinn að samþykkja þennan sannleik, það er ein- faldlega ómögulegt að trúa honum. Megir þú hvíla í friði. Þín sál í lífi ljómar, þú lýstir okkar braut. Þín vera endurómar í okkar lífsins þraut. Hafsteinn Einarsson. Megi gæfan þig geyma, megi guð þér færa sigurlag, megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig guð í hendi sér. (Bjarni Stefán Konráðsson) Takk fyrir allt, elsku amma. Árni Kristófer. Guðríður Árnadóttir ✝ Guðríður Árnadóttir fæddist 22. október 1930. Hún andaðist 14.febrúar 2020. Útför Guðríðar fór fram 21. febrúar 2020. ✝ Þórlaug JónaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 13. nóv- ember 1936. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík 21. febr- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Ingvi Vil- hjálmsson verka- maður, f. 31. júlí 1905, d. 9. ágúst 1983 og Þórný Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1904, d. 6. nóvember 1983. Eiginmaður Þórlaugar var Hörður Sigmunds- son sjómaður, f. 9. júní 1937, d. 26. október 1983. Þau eignuðust tvær dætur. Þórný, f. 27. mars 1960. Maki Guðjón Hauksson. Eiga þau tvö börn og sex barnabörn. Helga, f. 8. september 1962. Hún á tvö börn. Útför Þórlaugar Jónu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag, 27. febrúar 2020, klukkan 14. Í dag kveðjum við þig elsku amma Þórlaug. Þú hefur alltaf verið stór partur af lífi okkar, litlu fjölskyldunnar. Í huga okkar koma upp margar góðar minningar sem við munum varðveita vel. Það var alltaf notalegt að kíkja til þín í Lækj- arsmárann og fá kaffi og með því. Tókst þú á móti okkur opn- um örmum og var gott að leita til þín. Þú varst rík að langömmu- börnum og hafðir mikla ánægju af að fá þau og okkur í heim- sókn til þín á hjúkrunarheimilið Grund sem var heimilið þitt síðustu tvö ár. Nú vitum við að þú ert komin á góðan stað en við söknum þín mikið. Hvíldu í friði elsku amma. Þín barnabörn, Hörður Þór, Hrafnhildur, Sandra Kristín og Guðmundur Karl. Okkur systrum er bæði ljúft og skylt að minnast frænku okkar Þórlaugar Jónu, sem verið er að kveðja í dag. Mæð- ur okkar voru systur og var alla tíð mikill kærleikur og samgangur milli fjölskyldna þeirra. Þórlaug frænka var glæsileg og falleg kona sem við systur litum upp til og var hún okkur alltaf innan handar, þeg- ar við áttum erindi til Reykja- víkur. Fjölskyldan var henni allt, dæturnar tvær og þeirra fjölskyldur, barnabörn og barnabarnabörn voru hennar augasteinar og veittu henni ómælda gleði. Undurfagra sveitin hennar var Fljótshlíðin en þar dvaldi hún fjölmörg sumur í sveit sem barn og ung- lingur hjá frændfólki á Grjótá og hélt alla tíð tryggð við það heimili. Þórlaug var alltaf mik- ill göngugarpur. Það var henni því mikið áfall þegar hún veiktist og gat ekki lengur komist ferða sinna fót- gangandi. Fallegt var að sjá hvað dætur hennar sýndu móð- ur sinni mikinn kærleik og um- hyggju þegar svona var komið. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Frænku okkar þökkum við samfylgdina og sendum fjöl- skyldunni samúðarkveðju. Halla, Þórlaug, Áslaug og Guðrún Guðbjörnsdætur. Þórlaug Jóna Guðmundsdóttir Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Við þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýjar kveðjur og kærleika við andlát og útför okkar elskulega KARLS K. BERNDSEN, hárgreiðslu- og förðunarmeistara. Einnig langar okkur að senda kærar þakkir til starfsfólks Landspítalans deild 11G/11E, starfsfólks Hjúkrunarheimilis Höfða, Akranesi, og til starfsfólks Hjúkrunarheimilis Seltjarnar með þökk fyrir alúð og hlýju sem þið sýnduð Kalla í veikindunum. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingibjörg Fríða Hafsteinsdóttir Laufey og Ernst K. Berndsen Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift | Minningar- greinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning- @mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.