Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 48

Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Ísfélag Vestmannaeyja auglýsir laust starf: Aðalbókari Ísfélag Vestmannaeyja auglýsir laust til umsóknar starf aðalbókara á skrifstofu félagsins. Helstu verkefni eru hefðbundið bókhald, gerð uppgjöra og undirbúningur ársreikninga, þátttaka í áætlanagerð félagsins ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Góðir eiginleikar fyrir aðalbókara eru fyrst og fremst góð reynsla af bókhaldi og uppgjörum. Snyrtilegur frágangur á skýrslum og vinnuskjölum, gott vald á íslensku, stærðfræðiskilningur ásamt góðri tölvu- og upplýsingatækniþekking er nauðsynleg. Áhugasamir geta haft samband við Örvar Guðna Arnarson, fjármálastjóra, til að fá nánari upplýsingar í síma 488 1105 eða 892 6680 og/eða sent tölvupóst á orvar@isfelag.is. Umsóknir sendist eigi síðar en 16. mars n.k. á ofangreint netfang. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda um störf má sjá á heimasíðu félagsins, www.isfelag.is. Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með um 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og gerir út fimm skip. Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Ráðgjafar okkar búa                   capacent.is Við gætum verið með næsta starfsmann mánaðarins á skrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.