Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 75 ára John er fæddur í Plymouth í Englandi en ólst upp í Wakefield og fluttist til Íslands í ágúst 1972. Hann er menntað- ur söngvari og tónskáld frá Guildhall School of Music & Drama í Lond- on. John er tónskáld og hefur samið um 200 tónverk, frá einleikshljóðfærum og upp í fimm sinfóníur og tvær óperur. Maki: Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 1943, pianóleikari. Synir: Sveinn Vilhjálmur Speight, f. 1973, og Einar Ólafur Speight, f. 1975. Barna- börnin eru 6. Foreldrar: John Speight, d. 2001, og Annie Speight, d. 1983, síðast bús. í Wakefield. John A. Speight Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er tími til þess að þú lyftir lokinu af verkefni sem þú hefur verið að vinna að í leyni. Nýttu þér þetta og skapaðu ánægjulegar minn- ingar fyrir framtíðina. 20. apríl - 20. maí  Naut Þögn er ekki bara það að tala ekki eða skortur á hávaða, hún er viðhorf sálarinnar. Þú þarft ekki að bregðast illa við, þótt menn sam- þykki ekki allt sem þú segir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú munt fá fleiri tækifæri til að afla peninga á næstunni en um leið færðu líka fleiri tækifæri til að eyða þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú þarft að taka ákvörðun fyrir fleiri en sjálfan þig verðurðu að hugsa um allra hag en ekki bara þinn eigin. Gakktu hiklaust til verks. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þú getir sett mál þitt fram með skemmtilegum hætti er ekki þar með sagt að allir gleypi við skoðunum þínum. Íhugaðu vandlega allar beiðnir sem þú færð um aðstoð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinnan er þér leikur einn og þú nýtur hverrar stundar svo að það hefur hvetjandi áhrif á vinnufélagana. Vertu frekar jákvæður og brostu framan í heiminn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér hættir til að leita langt yfir skammt og það á við núna í því máli sem þú þarft aðallega að fást við. Sættu þig við það sem þú færð ekki breytt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur átt von á líflegum og óvæntum samræðum við vini og félaga í dag. Notaðu tækifærið og gefðu tíma til að setjast niður og ræða málin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Viskan kemur úr ólíklegustu átt og ekki alltaf í svo ýkja skemmtilegum búningi. Láttu aðra ekki teyma þig út í einhverja vit- leysu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Annaðhvort ert þú í slæmu skapi eða þú dregur til þín fólk sem er það. Gefðu þér góðan tíma til þess að kanna alla málavexti og líka til að velta þeim fyrir þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki viðfangsefnið ná of sterkum tökum á þér og mundu að þú átt að vera herra atburðarásarinnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt það á hættu að dragast inn í valdabaráttu á vinnustað þínum. Þú færð til- boð sem vekja með þér bæði undrun og ánægju. nema síðustu þrettán árin eftir að kennslu lauk. Organistar voru engir í fullu starfi fyrr en 1982 að stærstu söfnuðirnir riðu á vaðið.“ Kjartan var organisti í kirkjum sem skólastjóri 10 ár, Víðistaðaskóla Hafnarfirði 1 ár og loks við Austur- bæjarskólann í Reykjavík í 13 ár og lauk þá kennaraferlinum. „Organ- istastörfin voru jafnan aukastörf K jartan Sigurjónsson er fæddur 27. febrúar 1940 á fæðingarheim- ilinu Sólheimum að Tjarnargötu 39 í Reykjavík. Hann ólst upp í foreldra- húsum víðs vegar í Reykjavík, lengst á Bollagötu 9. Kjartan hóf skólanám í Ísaksskóla sem þá var til húsa í Grænuborg og var þar til 9 ára aldurs. Eftir það var hann í Austurbæjarskólanum þar til fjölskyldan fluttist í Vogahverfið og var í fyrsta árganginum sem útskrif- aðist úr hinum nýja Langholtsskóla. Þá tók við unglingadeild Laugarnes- skólans þar sem aðalkennari var Ingólfur Guðbrandsson, eftir það tók við landsprófið í Vonarstræti. Jafn- framt þessu námi var Kjartan í píanónámi hjá Gunnari Sigurgeirs- syni og síðan í Söngskóla Þjóðkirkj- unnar þar sem kirkjuorganistar voru menntaðir. „Orgelið var svo mitt aðalfag ásamt söngstjórn enda hafði ég ákveðið með sjálfum mér að gerast organisti við einhverja kirkjuna. Að- standendur mínir gerðu mér ljóst að organistastörf væru aðeins auka- vinna og enginn væri eingöngu í fullu starfi við það, sem var raunin þá.“ Vegna þessa innritaðist Kjartan í Kennaraskólann 1958 og útskrifaðist með kennararéttindi vorið 1962. Samhliða kennaranáminu var hann í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá dr. Páli Ísólfssyni til ársins 1966. „Þá var mér boðið að taka að mér að leika við messur í Landakots- kirkju og gegndi ég organistastarfi þar í átta ár. Því fylgdi frábær æf- ingaaðstaða og voru mér fengnir lyklar að kirkjunni og gat ég því æft hvenær sem var. Að loknu námi í Kennaraskólanum voru byrjunar- laun kennara afar lág og ég réðist því til annarra starfa þar sem launin voru næstum helmingi hærri. Að ári liðnu féll fyrsti kjaradómurinn sem hækkaði kennaralaunin. Þá datt mér í hug að reyna við kennsluna í eitt ár. Þau urðu þrjátíu og sjö.“ Kennsluferill Kjartans hófst í Kópavogsskóla og var hann þar í 3 ár, þá í Reykholtsskóla í Borgarfirði í 9 ár, Gagnfræðaskólanum á Ísafirði Reykholtsprestakalls og Ísafjarðar- prestakalls og eftir að suður var komið starfaði hann við Kópavogs- kirkju, sem annar organisti í 2 ár, Seljakirkju í 10 ár og í Digranes- kirkju í 13 ár í fullu starfi. Einnig var hann um árabil staðgengill Marteins H. Friðrikssonar í Dómkirkjunni. Kjartan hefur stjórnað Karlakór Ísa- fjarðar og Karlakórnum Ægi í Bol- ungarvík, seinna Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði og að síðustu eldri félögum Karlakórs Reykja- víkur. Hann hefur haldið marga ein- leikstónleika á orgel, bæði hérlendis og erlendis, og gefið út tvo hljóm- diska með orgelleik. „Þegar ég varð sjötugur sagði ég öllu þessu af mér og geri aðeins það sem mig langar til en það er reyndar mikið, við eigum hús í Súðavík þar sem við dveljum á sumrin og njótum fegurðarinnar vestur á fjörðum. Ég stunda ennþá hestamennsku og hef gert frá árinu 1966.“ Frá 1968 hefur Kjartan verið fé- lagi í Rotary og frá 1976 í Oddfellow- reglunni og árið 1985 þegar fjöl- skyldan var aftur flutt suður fór hann að starfa í Félagi íslenskra org- anleikara og var formaður félagsins í 19 ár. „FÍO var á þessum tíma stétt- arfélag og kom það í hlut formanns- ins að leysa margs konar kjaramál. Þessu fékk ég breytt á formannsferli mínum með því að félagið gerðist að- ili að FÍH, sem sá síðan um þann þátt.“ Árin 1986-1991 stundaði Kjartan nám í guðfræði við Háskóla Íslands en lauk ekki prófi. Fjölskylda Eiginkona Kjartans frá 22.9. 1962 er Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir, ritari bæjarstjórans í Kópavogi síð- ustu 20 árin á vinnumarkaðnum, en stundar nú vatnslitamálun í frí- stundum, en þau kynntust í Tón- listarskólanum þar sem hún var nemandi hjá Páli Ísólfssyni í orgel- leik. Kjartan og Bergljót eru búsett í Kópavogi. Foreldrar Bergljótar voru Sveinn Jónsson, f. 9.10. 1910, d. 9.11. 1977, skrifstofumaður hjá SÍS, og Hlín Magnúsdóttir, f. 7.5. 1921, d. 27.8. 2006, húsmóðir. Dóttir Kjartans með Sigríði Vil- Kjartan Sigurjónsson, fyrrverandi organisti og skólastjóri – 80 ára Börnin Sveinn, Kristín María, Sigurjón og Sindri Páll. Orgelið varð að lokum aðalstarfið Hjónin Bergljót og Kjartan. 50 ára Sólrún Lilja er fædd og uppalin í Kópavogi en býr á Hvolsvelli. Hún er kennari og jógakennari að mennt og er grunn- skólakennari á Hellu og frístunda- og ferða- þjónustubóndi á Dægru í Rangárþingi eystra. Hún er í Vörðukórnum á Flúðum og í Sönghópnum Marteinn, þar sem eru fyrrverandi félagar í Dómkórnum. Maki: Gunnar Guðmundsson, f. 1966, jarðverktaki. Sonur: Bjarki Páll Eymundsson, f. 2005. Foreldrar: Klara Guðmundsdóttir, f. 1935, húsmóðir, og Páll Valmundsson, f. 1931, fv. leigubílstjóri og gjaldkeri hjá BYKO. Þau eru búsett í Kópavogi. Sólrún Lilja Pálsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Ingólfur Darri Ólafs- son fæddist 15. ágúst 2019 kl. 4.31. Hann vó 3.520 g og var 52 cm langur. Foreldrar Ingólfs Darra eru Auðbjörg Ólafsdóttir og Óli Örn Eiríksson. Bræður hans eru Eiríkur Skorri (10 ára), Ólafur Flóki (8 ára) og Þorfinnur Torfi (2 ára). Nýr borgari HELENA Dúnúlpa Áður Kr. 49.990.- Nú Kr. 24.995.- 50% afsláttur af dúnúlpum Helen a og Hinrikl l i ri HINRIK Dúnúlpa Áður Kr. 49.990.- Nú Kr. 24.995.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.