Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 63

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Það er stórkostlegt þegar útkoma vandaðar barnaplöt-ur á Íslandi. Svo virðistsem þær séu of fáar og of langt á milli þeirra til að hægt sé að tala um eiginlega barnaplötu-útgáfu á Íslandi síðustu ár. Ef til vill hefur internetið og ofgnótt barnaefnis í formi kvikmynda, þátta og sagna haft einhver áhrif, en einmitt þess vegna ber að fagna rækilega þegar vel heppnuð plata, á allan hátt gerð fyrir börn, kemur út. Bland í poka inniheldur 11 lög, öll sungin og flutt á þann hátt að hlustandinn finni fyr- ir þeim mikla metnaði sem þar hefur legið að baki. Textarnir eru blanda af frumlegum og klassískum barnastefjum. Þarna eru þekkt þemu um nammi, um kisu og um sveit- ina og hve allt er aðeins skemmtilegra þar. Svo er einnig sungið um barn sem fílar ekki Kringluna, og ægi- legt vesen fjölskylduföður við að setja saman Ikea-hillur. Semsagt minni sem sum hafa heyrst oft en sum hreinlega aldrei áður! Það er einhver andi áttunda ára- tugarins sem svífur yfir vötnum í spilamennsku og útsetningum og blástur, strengir og ljúft kassa- gítarspil miðar allt að því að skapa notalega og ekki of þunga heildarmynd. Ef til vill virkar þessi upp- skrift sérstaklega vel í ís- lensku umhverfi, en vel heppnaðar barnaplötur sem á undan eru komn- ar og feta svipaðar slóðir eru án efa Abbababb Dr. Gunna og félaga, Eniga meniga Olgu Guðrúnar, Gilli- gill Braga Valdimars og Memfis- mafíunnar og Lög unga fólksins Hrekkjusvína. Bland í poka skartar frábærum söngvurum í öllum hlutverkum, Bubbi Morthens, Sigríður Thorla- cius, Valdimar Guðmundsson og Snorri Helgason sjálfur eru auðvitað öll pottþétt en sú sem kemur mest á óvart er Saga Garðarsdóttir sem barnið sem fílar ekki Kringluna. Það lag, „Kringlubarnið“, og „Nammi- nef“ sem Snorri syngur eru mín uppáhaldslög og hið síðarnefnda er með eitthvert heilalím sem virkar að minnsta kosti ansi vel á minn heila. Geisladiskurinn er hluti af bók með myndum og gítargripum sem er prýðilegur vinkill á útgáfuna og reyndar alls ekki algengt að slíkt fylgi. Útlit og teikningar eru í hönd- um Bobbys Breiðholts og Elínar El- ísabetar Einarsdóttur og það verður að segjast að ég man bara varla eftir eins spennandi, litríkum og barn- vænum pakka. Það er einnig mjög gleðilegt að textar eru vel samdir og auðvelt að syngja með textablöðum (eða spila smá á gítar, ef fólk er til í enn meiri ævintýri). Það er bara ekki hægt annað en að þakka fyrir þennan frábæra pakka sem gleður augljóslega börn á ÖLLUM aldri. Fyrir börn á öllum aldri Morgunblaðið/Eggert Þakkir Rýnir segir ekki annað hægt en að þakka fyrir pakkann frá Snorra. Barnaplata Snorri Helgason – Bland í poka bbbbm Lög og textar eftir Snorra Helgason, nema „Litla kisa“, lag Caetano Veloso, texti Snorri Helga, „Lilla gumman“, lag Snorri Helga og Hugleikur Dagsson, texti Hugleikur, og „(Það er orðið) Framorðið“, lag og texti Snorri Helga og Sandra Barilli. Útgefandi: Hin íslenzka plötuútgáfa, 2019. Tekið upp í stúdíó Masterkey í byrjun október 2018 af Sturlu Mio Þórissyni, og í Studíó Sjampó á tímabilinu janúar- október 2019 af Guðmundi Óskari. Um hljóðblöndun sáu Styrmir Hauksson og Addi 800, sem einnig hljómjafnaði. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rappdúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna og hljómsveita sem bæst hafa í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Af öðrum sveitum sem þegar hafa verið kynntar til sögunnar má helstar nefna Cypress Hill, TLC, Primal Scream, Lil Pump og Meduza. Hátíðin hefst 26. júní og stendur yfir í þrjá daga. Af innlendum listamönnum og sveit- um má nefna Ensími, Nýdönsk, Une Misere, Bríeti og Emmsjé Gauta. Frekari upplýsingar má finna á secretsolstice.is. Blackbear og Alma á Secret Solstice Alma Kemur fram á Secret Solstice. Norðmaðurinn Jahn Teigen lést á mánudaginn, sjötugur að aldri, á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Teigen var söngvari, tónlistarmaður og grín- isti og var fulltrúi Noregs í Euro- vision í þrígang, á árunum 1978, 1982 og 1983. Varð hann þekktur um alla Evrópu fyrir flutning sinn árið 1978 en þá hlaut Noregur ekk- ert stig í atkvæðagreiðslu að keppni lokinni. Teigen fæddist í Tønsberg og hóf feril sinn á seinni hluta sjöunda ára- tugarins, gaf þá frá sér nokkrar stuttskífur og svo hljómplötu með hljómsveitinni Enemies. Vin- sældum náði hann þá ekki fyrr en á fyrri hluta áttunda áratugarins með rokksveitinni Popol Vuh þar sem hann gegndi stöðu söngvara. Breytti sveitin nafninu síðar í Popol Ace. Teigen var líka liðsmaður í vinsælu gríntríói, Prima Vera. Allur Jahn Teigen á sviði árið 2011. Listamaðurinn Jahn Teigen látinn Ljósmynd/Bamble kommune Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leik- ritum fyrir börn og vill með því efla starfsemi leikhússins í þágu barna, að því er fram kemur í tilkynningu, og hvetja til ritunar nýrra íslenskra barnaleikrita. Auglýst er eftir nýj- um leikritum annars vegar fyrir Stóra sviðið og hins vegar Kassann eða Kúluna. Verða höfundarlaun greidd samkvæmt samningi Þjóð- leikhússins við Rithöfundasamband Íslands og hlutfallsgreiðsla verður greidd vegna styttri verka. Óskað er eftir handritum í fullri lengd eða vel útfærðum hugmyndum að leikritum með sýnishorni af leiktexta og skal stutt lýsing á verkinu á einni til tveimur blaðsíðum fylgja með og þarf að koma fram persónufjöldi, at- burðarás og ætlunarverk höfundar. Þá skal einnig fylgja stutt ferilskrá höfundar. Leikrit og hugmyndir að leikverkum skulu sendar á netfangið leikritun@leikhusid.is merktar „Leikrit fyrir börn“ og er umsóknar- frestur til og með 23. mars 2020. Gaman Börn á sýningu í Þjóðleikhúsinu. Auglýst eftir leik- ritum fyrir börn Velska tónlistar konan Duffy greindi frá því á Instagram í fyrradag að ástæðan fyrir því að hún dró sig í hlé fyrir tæpum tíu árum hefði verið sú að henni hefði verið hald- ið nauðugri marga daga og nauðgað. Duffy hafði þá notið mik- illar velgengni og hlotið Grammy- verðlaun árið 2009. Var haldið nauð- ugri og nauðgað Duffy árið 2009 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  Rás 2  FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4 ÓSKARSVERÐLAUN BESTI LEIKARINN: Joaquin Phoenix BESTA TÓNLISTIN: Hildur Guðnadóttir2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.