Morgunblaðið - 12.03.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.03.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Vísindin efla alla dáð, sagði Jón-as og undir það tók Háskóli Ís- lands. En nú eru það frekar mót- mælafundir No Border Iceland – sem viðeigandi er að nefnt sé upp á erlenda tungu – og fleiri félaga- samtaka sem efla „dáð“ Háskólans og fá hann til að hætta að aðstoða Útlendingastofn- un við að finna út aldur þeirra sem koma hingað til lands og vilja dvelja hér, geta ekki fært sönnur á aldur sinn og þurfa þess vegna að gangast undir rannsóknir til að finna út hvort um börn er að ræða.    Háskólinn vill ekki lengur látatannlæknadeild sína rann- saka tennur þeirra sem segjast vera börn og ber því við að notast skuli við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna. Háskólinn heldur því fram að við mat á um- sækjendum um alþjóðlega vernd sé ekki fylgt þessu fjölþætta mati.    Útlendingastofnun hefur mót-mælt þessum fullyrðingum Háskólans og bent á að ákvörðun á aldri byggi á heildstæðu mati á mörgum þáttum.    Þessi sérkennilega deila vekurupp spurningar um vegferð Háskólans. Er hann vísinda- og kennslustofnun eða er hann kominn í pólitíska baráttu með þeim sem vilja opna landamæri Íslands upp á gátt og hleypa öllum inn í landið sem kæra sig um að koma hingað?    Og ætli það sé vísindaleg niður-staða Háskólans að velferð- arkerfið hér á landi þyldi það að landamærin væru opnuð upp á gátt? Ætli það sé líka vísindaleg niðurstaða Háskólans að sá fjöldi sem kæmi yrði hóflegur og vel við- ráðanlegur? Má ekki byggja á rannsóknum? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Mannanafnanefnd hefur fallist á beiðni um- sækjanda um kvenkynsnafnið Vetrarsól. Skal færa nafnið sem eiginnafn á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd samþykkti beiðnina um eiginnafnið Vetrarsól 5. febrúar síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að eiginnafnið Vetrarsól taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Vetrar- sólar, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. greinar. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Skilyrðin í núgildandi lögum um manna- nöfn eru m.a. þau að eiginnafn skuli geta tek- ið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt mál og rita skal það í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Nú munu vera rúmlega 4.100 nöfn á mannanafnaskrá. Á samráðsgátt stjórnvalda eru birt frumvarpsdrög að nýjum lögum um mannanöfn sem rýmka heimildir til skrán- ingar nafna og þar er m.a. aflétt því skilyrði að eiginnafn skuli taka íslenska eignarfalls- endingu. Leyft að bera nafnið Vetrarsól  Nafnið uppfyllir ákvæði mannanafnalaga Morgunblaðið/Kristinn Nöfn Eiginnafnið Vetrarsól hefur verið samþykkt. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Eitthvað hefur borið á því að fólk mæti síður í jarðarfari vegna kórónu- veirunnar sem veldur öndunar- færasjúkdómnum COVID-19. Sverr- ir Einarsson, útfararstjóri hjá Útfararstofu Íslands, segist hafa tek- ið eftir því að aðeins hafi dregið úr því að fólk mæti í jarðarfarir og sé það líklegast vegna veirunnar. „Maður finnur það aðeins á fólki að það sé að fá afboðanir frá einstaklingum sem hefðu annars mætt,“ segir Sverrir. Hann segist vita um dæmi þess að að- standendur hafi jafnvel hætt við erfi- drykkju til að koma í veg fyrir út- breiðslu veirunnar. Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til eldra fólks og ann- arra áhættuhópa sem geta veikst al- varlega af völdum kórónuveirunnar um að forðast mannamót. Ýmsum viðburðum hefur verið af- lýst eða þeim frestað að undanförnu vegna veirunnar og íhuga stjórnvöld að setja á samkomubann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að flestir sem smitist af veirunni verði ekki mikið veikir. Hafa stjórn- völd því farið í aðgerðir sem vernda eldri borgara og aðra viðkvæma hópa. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útfarir Borið hefur á því að fólk mæti síður í útfarir vegna faraldursins. Gestum fækkað  Borið hefur á því að fólk mæti síður í jarðarfarir vegna kórónuveirunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.