Morgunblaðið - 12.03.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020
Komdu í kaffi
Café
AUSTURSTRÆTI
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI
AKUREYRI
VESTMANNAEYJUM
Það svar fékkst frá Isavia að ekki
væru birtar upplýsingar um skipt-
ingu flugumferðar eftir flugfélögum.
Þá væri á þessu stigi ekki hægt
að segja mikið um áhrif gengis-
sveiflna á samkeppnishæfni flugvall-
arins.
Icelandair eykur hlut sinn
Samkvæmt talningu Ferðamála-
stofu var Icelandair með 44% af
brottförum frá Keflavíkurflugvelli
frá janúar til 8. mars 2019 en 60% af
brottförum sama tímabil í ár.
Hlutur WOW air af flugumferðinni
þetta tímabil í fyrra var um 25%.
Áðurnefndar tölur um fækkun
brottfara ná til allra farþega, er-
lendra sem innlendra ferðamanna.
Samkvæmt greiningu Ferðamála-
stofu fækkaði brottförum erlendra
farþega um 13% í janúar og um 11%
í febrúar, miðað við fyrra ár.
Alls 1.986 þúsund erlendir ferða-
menn komu til landsins um Kefla-
víkurflugvöll í fyrra. Ef þeim fækk-
ar jafn mikið í ár og fyrstu tvo
mánuði ársins munu um 200 þúsund
færri erlendir ferðamenn koma í ár.
Mikil óvissa er um slíkar spár.
Útlit er fyrir offramboð
Ljóst er að flugframboð mun
dragast saman í mars og apríl en
óvíst er um áhrif kórónuveirunnar á
ferðasumarið. Hver sem niðurstað-
an verður er útlit fyrir offramboð af
þjónustu til ferðamanna í ár, sem
aftur gæti leitt til gjaldþrota. Með
öðrum orðum gæti orðið fylgni milli
fækkunar ferða og gjaldþrota. Sam-
kvæmt samantekt Hagstofu Íslands
námu tekjur af erlendum ferða-
mönnum hérlendis og erlendis alls
um 470 milljörðum í fyrra. Það var
um 50 milljarða samdráttur milli
ára en sem áður segir hætti WOW
air rekstri 28. mars fyrra.
Í þessari tölu eru taldar með
tekjur flugfélaganna af tengiflugi.
Verði almennt 10% samdráttur í
tekjum af erlendum ferðamönnum,
hvort sem þeir koma til landsins eða
fara í tengiflug, mun það þýða að
tekjurnar dragast saman um 50
milljarða til viðbótar. Með því yrðu
tekjurnar í ár um 100 milljörðum
króna lægri en árið 2018.
Jakob Rolfsson, sérfræðingur hjá
Ferðamálastofu, segir mikla óvissu
um þróunina í ferðaþjónustu. Því
skorti forsendur til að leggja mat á
hugsanlegt tekjutap greinarinnar
vegna kórónuveirunnar.
1.100 færri brottfarir en á sama
Fækkun vegna kórónuveiru bætist við áhrif af falli WOW
Útlit fyrir aukinn samdrátt vegna færri ferða Icelandair Fjöldi brottfara frá Kefl avíkurfl ugvelliSamanburður á 2019 og 2020
4.000
3.000
2.000
1.000
0
2019 2020
Janúar Febrúar Mars* Samtals, jan.- 8. mars*
*Til og með 8. mars. Afl ýst fl ug eru ekki með.
-23%
-28%
-23%-34%
1.230
1.852
1.226
1.593
363474
2.819
3.919
Heimild:
Isavia
Jón Bjarki
Bentsson
Jakob
Rolfsson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Alls 1.100 færri brottfarir voru frá
Keflavíkurflugvelli til og með 8.
mars en sama tímabil í fyrra.
Fækkunin milli ára er sýnd á
grafi hér til hliðar. Hún var mest í
janúar, eða um 34%, en um 23% í
febrúar og tímabilið 1. til 8. mars.
Flugfélagið WOW air var starf-
andi til 28. mars í fyrra. Brotthvarf
félagsins er stærsta skýringin á
minni flugumferð á Keflavíkurflug-
velli fram til 8. mars í ár. Þá var
enda ekki búið að aflýsa mörgum
ferðum.
Útlit er fyrir að samdrátturinn
aukist næstu vikur. Icelandair hef-
ur þannig greint frá niðurfellingu
80 flugferða í mars og apríl, ásamt
því að boða frekari fækkun ferða.
Icelandair er langumsvifamesta
flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.
Þinglýstum leigusamningum um
íbúðarhúsnæði fækkaði verulega í
febrúarmánuði frá mánuðinum á
undan, sérstaklega á höfuðborgar-
svæðinu.
Þjóðskrá Íslands hefur tekið sam-
an upplýsingar um fjölda leigu-
samninga í febrúar og kemur í ljós
að heildarfjöldi þeirra á landinu öllu
var 685 í febrúarmánuði og fækkaði
þeim um 12,7% frá janúarmánuði. Á
höfuðborgarsvæðinu var þinglýst
samtals 447 leigusamningum í sein-
asta mánuði og fækkaði þeim um
15,8% á milli mánaða.
Ef litið er á hinn bóginn á þróun-
ina frá því á fyrstu mánuðum síð-
asta árs kemur í ljós að leigusamn-
ingum hefur fjölgað yfir þetta
tímabil umsem nemur 16,7% þ.e.a.s.
frá því í febrúarmánuði árið 2019 og
voru þeir tæplega 100 fleiri í febr-
úar í ár samanborið við febrúar í
fyrra.
Fjölgað mikið á Suðurnesjum
Breytingar á fjölda leigusamn-
inga um íbúðarhúsnæði í einstökum
landshlutum eru mjög mismunandi.
á Suðurnesjum hefur leigusamn-
ingum fjölgað mikið eða um 53,4% á
milli ára ef sjónum er beint að fjölda
leigusamninga í febrúarmánuðum á
hvoru ári ums og og þar fór leigu-
samningum einnig fjölgandi í febr-
úar sl. frá mánuðinum á undan. Á
Suðurlandi hefur leigusamningum
einnig fjölgað á milli ára.
Leigusamningum
fækkaði milli mánaða
16,7% fjölgun frá sama tíma í fyrra
Margrét Þóra Þórsdóttir
skrifar frá Akureyri
Fjölmörg og áhugaverð málefni bar
á góma á bæjarstjórnarfundi unga
fólksins sem haldinn var í Menn-
ingarhúsinu Hofi á Akureyri í vik-
unni, en Ungmennaráð Akureyrar-
bæjar hafði veg og vanda af undir-
búningi fundarins. Þetta er í annað
sinn sem efnt er til bæjarstjórnar-
fundar þar sem unga fólkið er í aðal-
hlutverki, sá fyrsti var haldinn í
fyrra og er stefnt að því að halda
slíka fundi árlega. Ari Orrason
stýrði fundinum og Hildur Lilja
Jónsdóttir flutti framsögu sem bar
yfirskriftina Jöfn tækifæri óháð bú-
setu. Nefndi hún að ungt fólk í Hrís-
ey sem tilheyrir Akureyrarbæ upp-
lifði að það hefði ekki sömu tækifæri
og önnur börn og ungmenni í
sveitarfélaginu og spurði hvort börn
úr eyjasamfélagi væru að gleymast.
Vilja frítt í sund
Rakel Alda Sveinsdóttir kom fram
með þá tillögu að frítt yrði í sund
fyrir börn á Akureyri, en fordæmi
væru fyrir slíku úr öðrum sveitar-
félögum. Sagði hún að nauðsynlegt
væri að hvetja börn til heilsueflingar
og ókeypis aðgangur í sund væri
kjörin leið til þess. Helga Sóley Tul-
inius lagði til að ungt fólk yrði
áheyrnarfulltrúar í helstu ráðum á
vegum bæjarins og nefndi m.a. að
skipulagsráð og umhverfis- og
mannvirkjaráð væru að taka fyrir
mál sem snerust um skipulag til
framtíðar.
Efla þarf tæknilæsi ungmenna
Gunnbjörg Petra Þórhallsdóttir
fjallaði um aukna fræðslu í skólum á
Akureyri og taldi að vel mætti bæta
þar í, m.a. með fræðslu um skatta-
mál, kynlíf og staðalmyndir
kynjanna. Telma Ósk Þórhallsdóttir
ræddi um mikilvægi þess að efla
tæknilæsi ungmenna, einkum nú í
upphafi fjórðu iðnbyltingarinnar, en
ungmennaráð skorar á bæjarstjórn
að búa nemendur í bænum betur
undir framtíðina og gera þau hæfari
til að skilja þá hröðu tækniþróun
sem við stöndum frammi fyrir.
Páll Rúnar Bjarnason rætti um
Stungið saman nefjum Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og Ari Orrason, sem stjórnaði
bæjarstjórnarfundi unga fólksins í Hofi í vikunni, bera saman bækur sínar um fundarstjórn.
Efnileg Rakel Alda Steinsdóttir var
einn af fulltrúum unga fólksins.
Geðheilbrigði
og aukið tækni-
læsi til umræðu
Bæjarstjórnarfundur unga fólksins
haldinn í Hofi á Akureyri í vikunni
Morgunblaðið/Margrét Þóra