Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020
Stærðir: 18–24
Verð: 9.995
Margir litir SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
í fyrstu skónum frá Biomecanics
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
Stjórn Faxaflóahafna sf. sam-
þykkti á síðasta fundi sínum að
fela hafnarstjóra að auglýsa
dráttarbátinn Jötunn til sölu og
ganga frá sölu bátsins þegar við-
unandi tilboð lægi fyrir.
Faxaflóahafnir hafa haft yfir að
ráða fjórum dráttar- og hafnsögu-
bátum. Á dögunum bættist nýr og
mjög öflugur dráttarbátur í flot-
ann, Magni. Því lá ljóst fyrir að
einn bátanna fjögurra yrði seldur.
Fyrir valinu varð næststærsti bát-
urinn, Jötunn. Um er að ræða
tæplega 100 tonna stálbát sem
smíðaður var í Hollandi árið 2008.
Jötunn hefur 27,8 tonna togkraft.
Að sögn Gísla Gíslasonar hafnar-
stjóra verður báturinn auglýstur
til sölu innan tíðar.
Að sögn Gísla er hinn nýi Magni
kominn á íslenskt flagg. Búið er að
skrá bátinn hjá Samgöngustofu og
þinglýsa. Þjálfun áhafna Faxaflóa-
hafna er hafin og annast hana
tveir starfsmenn Damen, hol-
lensku skipasmíðastöðvarinnar
sem smíðaði bátinn. sisi@mbl.is
Dráttarbáturinn
Jötunn á söluskrá
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jötunn á siglingu Hefur verið næststærsti bátur Faxaflóahafna til þessa.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
skrifstofa borgarstjóra og borgar-
ritara um að auglýsa að nýju eftir
samstarfsaðila um þróun Topp-
stöðvarinnar í Elliðaárdal.
Fram kemur í greinargerð með
tillögunni að Toppstöðin í Elliðaár-
dal, Rafstöðvarvegur 4, er mikil-
væg eign borgarinnar og hefur
mikil hugmyndavinna átt sér stað
á vegum borgarinnar um mögulegt
hlutverk hennar.
Haustið 2017 var samþykkt í
borgarráði að auglýsa eftir sam-
starfsaðila um þróun og uppbygg-
ingu. Ekki reyndist þá vera nægur
áhugi á þessu verkefni. Lagt er til
að auglýst verði aftur eftir sam-
starfsaðila um þróun Toppstöðvar-
innar í nýtt framtíðarhlutverk.
Áhugasamir aðilar þurfa að leggja
fram hugmyndir um notkun, teikn-
ingar af nýju skipulagi hússins og
leggja samhliða fram tilboð um
leiguverð og kostnaðaráætlun við
endurbætur á húsnæðinu.
Fjármagn veitt til endurbóta
Í fjárfestingaáætlun Reykja-
víkurborgar er áætlað að leggja
200 milljónir í viðgerðir á húsinu á
næstu tveimur árum. Sú upphæð
mun að öllum líkindum einungis
duga til þess að bæta ytra byrði
en umtalsvert meiri fjárfestingu
þarf til þess að koma húsinu í góð
framtíðarnot. Samstarfsaðili
myndi því þurfa sjálfur að fjár-
magna framkvæmdir umfram
framkvæmdir borgarinnar sem
þarf til þess að búa það undir nýja
starfsemi. Allar breytingar og við-
bætur við leigulok verða eign
Reykjavíkurborgar.
Toppstöðin, Rafstöðvarvegur 4,
er tæplega 6.500 fermetra bygging
sem reist var 1946 var tekin í
notkun 1948 sem olíu- og kolakynt
vararafstöð til þess að taka á móti
toppálagspunktum í raforkuþörf
og hitaveitu og dregur nafn sitt af
því hlutverki. Eigandi hússins var
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Starfsemi rafstöðvarinnar sem
varaaflstöðvar lagðist að mestu
leyti af 1981. Með tilkomu Búr-
fellsvirkjunar 1969 minnkaði notk-
un Toppstöðvarinnar. Húsið var
um tíma nýtt sem geymsluhúsnæði
fyrir Landsvirkjun. Þá var opnað
þar árið 2008 samnefnt frum-
kvöðlasetur. Um tíma voru uppi
áform um að rífa húsið en fallið
var frá þeim.
Stálgrindin kom tilskorin
Fram kemur í húsakönnun
Borgarsögusafns Reykjavíkur að
Toppstöðinni var valinn staður við
Elliðaárnar vegna þess að aðgang-
ur þurfti að vera að kælivatni fyrir
starfsemina. Bandarískur húsa-
smíðameistari var fenginn til að
vinna að teikningum og arkitekt-
arnir Sigurður Guðmundsson og
Eiríkur Einarsson gerðu tillögur
um einstök atriði. Burðarvirki
hússins er hnoðuð stálgrind og
kom efnið í stálgrindina tilskorið
frá Bandaríkjunum. Var stál-
grindin reist upp, sett saman og
hnoðuð á staðnum undir leiðsögn
bandarísks verkstjóra sem þekkti
til slíkra verka. Klæðning hússins
var skrúfuð á grindina. Á árunum
1963-1974 var byggt við húsið,
þaki breytt og skipt um klæðn-
ingu, og er það nú talsvert breytt
frá upphaflegu útliti.
Húsið er metið hafa miðlungs-
gildi hvað viðkemur varðveislu-
gildi.
Tölvumynd/Trípólíarkitektar
Toppstöðin Svona telja arkitektar að húsið getið liðið út eftir endurbætur sem nauðsynlega þarf að gera. Það gæti orðið prýði fyrir Elliðaárdalinn. Þarna gæti þrifist starfsemi fyrir almenning.
Hver vill þróa starf í Toppstöðinni?
Um er að ræða 6.500 fermetra byggingu í Elliðaárdal Borgin vill finna húsinu nýtt hlutverk