Morgunblaðið - 12.03.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.03.2020, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Forn steinkista, sem sumir sérfræð- ingar telja að hafi geymt jarðneskar leifar Rómúlusar, stofnanda Róma- borgar, og hringlaga altari við hlið hennar, voru sýnd opinberlega ný- lega í grafhýsi undir Forum Rom- anum, þar sem miðborg Rómar var til forna. Fornleifafræðingar eru þó alls ekki á einu máli um hvort Rómúlus hafi verið grafinn þar eða hvort hann hafi yfirleitt verið til. En þjóðsagan segir að Rómúlus hafi stofnað Róma- borg eftir að hann drap Remus, tví- burabróður sinn, á áttundu öld fyrir Krist. Bræðurnir hafi verið fóstraðir af úlfynju, tákni Rómar, en deildu síðar um hvar nýja borgin ætti að rísa. Sagnfræðingar hafa lengi skegg- rætt um hvort bræðurnir hafi í raun verið til og ef það hafi verið raunin, hvar Rómúlus hafi verið greftraður. Grafhýsið fannst raunar á 19. öld og sérfræðingar þekktu til þess en það var ekki rannsakað fyrr en á síðasta ári þegar aftur var tekið til við forn- leifauppgröft á svæðinu. Forsvarsmenn Fornleifagarðs Co- losseum, sem hefur umsjón með For- um Romanum þar sem grafhýsið er, segja að nýlegar vísbendingar séu um að þetta sé gröf Rómúlusar og að um einstakan fund sé að ræða. Fornar heimildir En fornleifafræðingar hvetja til varkárni og segja að ómögulegt sé að staðfesta þetta. Engin bein eru í steinkistunni. „Þetta er bara tilgáta, byggð á hinn „helgi skurður“ sem Rómúlus plægði. Þjóðsagan segir einnig að Rómúl- us hafi stofnað öldungaráðið og ríkt sem fyrsti konungur borgarinnar í 40 ár áður en hann hvarf sporlaust dag einn þegar hann var að kanna lið sitt. Sumar sagnir herma að guðirnir hafi tekið hann til sín en aðrar að öfund- sjúkir öldungaráðsmenn hafi drepið hann og slitið af honum útlimina og dreift þeim um borgina. Það kann að skýra að ekkert lík er í steinkistunni. En hvað sem rétt er þá var Rómúl- us tekinn í guðatölu af síðari kyn- slóðum og því er ekki fráleitt, að reist hafi verið minnismerki um þennan stofnanda borgarinnar. „Það skiptir í raun ekki máli hvort Rómúlus var til eða ekki,“ sagði forn- leifafræðingurinn Paolo Carafa við AFP. „Það sem skiptir máli er að til forna var þessi sagnapersóna tákn fyrir hina pólitísku fæðingu borgar- innar.“ Grafhýsið Fólk stendur við innganginn að fornu grafhýsi þar sem talið er að kista Rómúlusar liggi. Kistan Forn steinkista sem sérfræðingar telja hugsanlega minnismerki um Rómúlus. Gröf Rómúlusar sögð fundin  Steinkista og altari í fornu grafhýsi í Róm sýnd í fyrsta skipti  Skiptar skoðanir eru meðal sérfræðinga hvort um sé að ræða kistu eða minnismerki eða hvort Rómúlus hafi verið til AFP Fornleifar Tvær konur horfa á Forum Romanum, hina fornu miðborg Rómar þar sem grafhýsið er að finna. Úlfynjan Úlfynjan, Rómúlus og Remus í Capitoline-safninu í Róm. Styttan af úlfynjunni er talin frá 500-480 fyrir Krist en bræðurnir eru viðbót frá 16. öld. Wikipedia/Jean-Pol Grandmont fornum heimildum sem segja frá gröf Rómúlusar á þessu svæði innan For- um,“ sagði Patrizia Fortini, sem stýrði rannsókn á grafhýsinu, við AFP. „Þetta er án efa mikilvægt minn- ismerki. Lögun kistunnar er eins og að um sé að ræða minnismerki en hvað hún í raun var er óvíst.“ Rómverska skáldið Óvídíus og gríska skáldið Plútark sögðu m.a. sög- ur af Rómúlusi og hvernig Róm varð til. Remus bróðir hans vildi byggja borgina þar sem auðveldast væri að verja hana, en Rómúlus ákvað að borgin skyldi byggð á Palatínhæð og lét plægja skurð þar sem borgarmúr- inn ætti að standa. Remus hoppaði yf- ir „múrinn“ til að sýna hversu auðvelt væri að ráðast inn í borgina og þá reiddist Rómúlus og drap bróður sinn. Hópur vísindamanna, sem vann við fornleifauppgröft á níunda áratug síð- ustu aldar, fann langan djúpan skurð sem hafði verið merktur með stórum steinum. Fullyrtu þeir að þetta væri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.