Fjölrit RALA - 10.10.1994, Side 53

Fjölrit RALA - 10.10.1994, Side 53
43 Kynbætur GRASAKYNBÆTUR (132-1051). Markmiðið er að kynbæta aðhæfða stofna ýmissa grastegunda til sáningar í tún, til uppgræðslu og í garðflatir og koma þeim í frærækt. A undanfömum árum hefur verið unnið við kynbætur á vallarfoxgrasi, beringspunti, snarrót, vallarsveifgrasi, túnvingli og língresi. I öllum þessum tegundum eru nú til kynbóta- línur sem eru komnar mislangt í fjölgun og prófun. Lögð hefur verið áhersla á að koma þessum línum í frærækt og stefnt er að því að öll stofnfræræktin verði í Gunnarsholti. Ekki hafa farið af stað ný kynbótaverkefni í þessum tegundum nema í tengslum við NORDGRAS kynbótaverkefnið með vallarfoxgras. Eftirfarandi kynbótalínur eru nú til á stofnuninni: Vallarfoxgras (RlPhp 9101), beringspuntur (RlDb 8901; TUMI), snarrót (RlDc 8701; TEITUR, RlDc 8901; FLÓI, RlDc 9001; JÖKULDALUR), vallarsveifgras (RlPop 8901, RlPop 8902, RlPop 8903, RlPop 8904, RlPop 8905, RlPop 9101, RlPop 9102, RlPop 9103, RlPop 9104, RlPop 9301; SÆLINGUR, RlPop 9302; DALABRANDUR), túnvingull (RlFr 9101, RlFr 9102, RlFr 9103, RlFr 9104, RlFr 9105), língresi (RlAc 8801). Til viðbótar þessum línum eru til línur af axhnoðapunti (RlDg 8701) og pólgresi (RlAl 8701). ERFÐAFRÆÐILEGUR STÖÐUGLEIKI VALLARFOXGRASS VIÐ MISMUNANDI VEÐURFAR OG RÆKTUN (132-9279). Markmið verkefnisins er tvíþætt. í fyrsta lagi að skýra áhrif mismunandi veðurfars og meðferðar á erfðafræðilega samsetningu og stöðugleika vallarfoxgrass og að meta vöxt og þroska einstakra arfgerða við þessi skilyrði. í öðru lagi að lýsa hugsanlegum breytingum á ræktunareiginleikum og erfðafræðilegri samsetningu vallarfoxgrass þegar fræ er ræktað við önnur skilyrði en þau sem stofninn er aðlagaður. í samnorrænu verkefni - NORDGRAS -, sem styrkt var af Norræna genbankanum, var búin til fjölvíxlun þar sem var víxlað 60 arfgerðum af vallarfoxgrasi frá norðurhéruðum Norðurlandanna og íslandi. Fræi af öllum hálfsystkinalínunum var blandað saman og búinn til einn massastofn (mass population). Fræi úr stofni þessum var sáð út vorið 1987 á tilrauna- stöðinni Korpu, Holt og Vágpnes, Noregi, Röbacksdalen, Svíþjóð, Apukka, Finnlandi og Hpj- bakkegaard, Danmörku. Árin 1988-1992 voru tilraunareitir meðhöndlaðir á venjulegan máta og undir miklu álagi m.t.t. sláttutímameðferðar og áburðargjafar. Haustið 1992 voru 50 arfgerðir valdar af handahófi úr hvomm tilraunareit á öllum tilraunastöðvunum (POP IIj_J2)- Þessum einstaklingum var fjölgað á hverjum stað og þeir sendir til hinna tilraunastöðvanna vorið 1993. Til þess að meta hugsanlegar breytingar á fjölvíxlunarefniviðnum vegna fræræktar í Danmörku var massastofninn ræktaður til fræs í þrjár kynslóðir á Hpjbakkegárd 1987-1992. POP ffl er samsett úr 50 arfgerðum sem valdar voru af hendingu 1992 úr síðustu fjölguninni. Á sama tíma vom 50 arfgerðir valdar af hendingu úr upphaflega massastofninum frá 1986 (POP I) og vom þessir tveir stofnar sendir út á allar tilraunastöðvamar vorið 1993. Sumarið 1993 var öllum plöntunum skipt upp á hverri tilraunastöð. Var þeim síðan plantað út sem stökum plöntum í tilraunareiti eftir ákveðnu tilraunaplani og em samanburðar- stofnar 14 talsins eða 2100 einstaklingar á hverjum stað. Þetta var m.a. gert á tilraunastöðinni á Korpu og fóm í það verk rúmir 2 mannmánuðir auk umhirðu plantna í gróðurhúsi. Tilraun- irnar verða meðhöndlaðar á sama hátt alls staðar fram á sumar 1995 og eftirfarandi eiginleikar verða m.a. metnir: vetrarþol, ýmis útlitseinkenni, þurrefnisframleiðsla og sjúkdómaþol.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.