Fjölrit RALA - 10.10.1994, Qupperneq 69
59
Kornrækt
Ökrum, í meira lagi á Korpu og Þorvaldseyri, við hæfi í Miðgerði, en of lítill á hinum
stöðunum.
Einkunnarkvarða fyrir hrun hefur verið lýst hér nokkrum blaðsíðum framar. Einungis
hrynur af sexraðaafbrigðum. Af staðalafbrigðunum er þar um að ræða VoH2845 og þó fyrst og
fremst Nord. Þegar meðaleinkunn afbrigðanna fimm er 0,8-1,0 er fullvíst, að Nord hefur verið
alveg í rúst og séð hefur á VoH2845. Hrun í hundraðshlutum er ekki ábyggileg tala. Hún er
reiknuð af röð afbrigða eftir uppskeru í óskemmdum tilraunum og fráviki sexraðaafbrigðanna
frá þeirri röð í fokskemmdum tilraunum. Tölur um hrun í hundraðshlutum eru óháðar metnu
hruni, en falla þó í svipað far.
Síðasti dálkurinn sýnir frostskemmdir staðalafbrigða. Korn voru talin í 20 aðalöxum
úr hverjum reit. Frostið hefur orðið mest í uppsveitum Arnessýslu og minnkað þegar austar
dró. Tilraunin á Sámsstöðum slapp, enda stóð hún hátt og var í brekku. Austan Markarfljóts
urðu ekki skemmdir.
Uppgjör á afbrigðatilraunum fyrri ára.
Afbrigðasamanburður fyrri ára var gerður upp með aðferð sennilegustu frávika (REML).
Tíndar voru til niðurstöður úr tilraunum allt frá 1984. Tilraunir, þar sem viðmiðunarafbrigði,
oftast Mari, náði ekki 10 hkg korns á ha, voru taldar misheppnaðar og ekki teknar með. Eins
voru skildar frá tilraunir með frostskemmdum og einstaka aðrar, sem athugaverðar þóttu. I
nýtanlegum tilraunum komu fyrir 55 afbrigði, þar af 33 íslensk. Tilraunimar voru 42 talsins,
gerðar á ýmiss konar landi í þremur landshlutum.
Vægi einstakra tilrauna var látið ráðast af skekkju hverrar tilraunar. Þannig vega
tilraunir með litla skekkju meira í lokatölum en tilraunir með mikla skekkju. Notað var vægið
3S,2 /(3S,2+Se2) þar sem Sc2 er mat á tilraunaskekkjunni, (endurtekningar vom 3 í nær öllum
tilraununum) og S,2 er mat á dreifnihluta vegna samspils stofna og tilrauna.
Þegar fjallað var um tölumar mátti sjá, að sexraðaafbrigðin 13 talsins réðu miklu um
skekkju. Þau hafa stundum misst mikinn hluta komsins í haustveðrum. Þær veðurskemmdir
era stór tilviljanakenndur þáttur, sem bætist við annan breytileika. Því var bragðið á það ráð
að gera tvíraða afbrigðin upp sér, og þó einungis þau, sem verið höfðu í tilraunum tvö ár eða
meira. Þá kom í ljós, að skipta mátti tilraununum í eina þrjá flokka og fá fram nokkuð
mismunandi röðun í hverjum fyrir sig. í einum þessara flokka voru tilraunir norðanlands og
austan og í öðram tilraunir á söndum sunnanlands, þar sem þurrkur hafði sett strik í
reikninginn. í þriðja flokkinn, það er tilraunir á Suðurlandi utan sanda, féllu svo flestar
tilraunirnar og þær vora gerðar upp sérstaklega.
Samspil milli afbrigða og ára reyndist afgerandi þáttur í breytileikanum. I tilraunum
sunnanlands var það nánast jafnmikið og munur milli afbrigða (dreifni 3,7 á móti 4,1). I
eftirfarandi töflum era uppskerutölur gefnar upp samkvæmt svokallaðri BLUP-spá. I spánni er
tekið tillit til samspils afbrigða og ára, því að árferði komandi sumra er að sjálfsögðu
óvissuþáttur. Uppskeramunur í spánni verður því oft næsta lítill og aðeins í fáum tilvikum
marktækur.