Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Qupperneq 14
Fóðrun
Tilrauninni var skipt í 3 skeið hvað samsetningu þurrfóðurs varðar;
1.02 - 15.04 Vetrarfóðrun
16.04 - 1.07 Got og mjólkurskeið
2.07 - 30.11 Vaxtarskeið
Fóðrun með votfóðri hófst 18.02.
Vetrarfóðrun var eftir holdafari, sem metið var vikulega. Reynt var að halda
læðunum í sem jöfnustum holdum yfir veturinn. Um pörun var fengieldi
viðhaft. Á got- og mjólkurskeiði var gefið eftir átlyst. Á vaxtarskeiði var
fóðrað eftir átlyst fram til 1. sept. en þá var dregið lítillega úr fóðrun.
Fóðrið var vegið í hvem hóp allt tímabilið. Hver fóðurgerð var efnagreind
mánaðarlega m.t.t. þurrefnis, ösku, heildarorku, orku frá próteini, fitu og
kolvetnum.
Mat á eiginleikum
Bera átti saman fijósemi hópa; fjölda fæddra hvolpa á ásetta læðu, fjölda
hvolpa á paraða læðu, gotstærð, pömnar- og geldprósentu og fjölda hvolpa á
paraða læðu við 3. vikna aldur hvolpa.
Feldeiginleikar vom metnir á lifandi dýrum af tveimur flokkunarmönnum
(endurtekning). Metið var þel, vindhár, stærð og litur og að auki hreinleiki
refa.
1. tafla. Fjöldi ásettra minkalæða og fjöldi fæddra hvolpa eftir fóðurhópum. Hlutfall læða
sem pöruðust og gutu í prósentum. Meðalfjöldi fæddra hvolpa eftir paraða og gotna læðu.
Meðalfjöldi hvolpa sem ná þriggja vikna aldri á paraða læðu.
Ásettar læður Paraðar læður % Gotnar læður % Fæddir hvolpar Hvolpar á paraða læðu Hvolpar á gotna læðu Hvolpar 3. vikna, á paraða læðu
Fóðurbl. 57 91 77 192 3,7 4,4 3,0
Laxá 56 95 84 220 4,1 4,7 3,4
Votfóður 58 96 91 251 4,5 4,7 3,6
2. tafla. Fjöldi ásettra refaiæða og fjöldi fæddra refahvolpa eftir fóðurhópum. Hlutfall læða
sem pöruðust og gutu í prósentum. Meðalfjöldi fæddra hvolpa eftir paraða og gotna læðu.
Meðaiqöldi hvolpa sem ná þriggja vikna aldri á paraða læðu.
Ásettar læður Paraðar iæður % Gotnar læður % Fæddir hvolpar Hvolpar á paraða læðu Hvolpar á gotna læðu Hvolpar 3. vikna, á paraða læðu
Fóðurbi. 19 89 63 102 6,0 8,5 3,7
Laxá 19 74 63 113 8,1 9,4 7,4
Votfóður 19 84 79 138 8,6 9,2 7,3
8