Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Page 29
a) Ekki var marktœkur mutiur á þurrefnisáti kúnna né þungabreytingum eftir því
hvort þœr fengu forþurrkaöa há eða ferskt rýgresi;
b) Mæld meðalnyt háarkúnna var heldur meiri en hinna svo tuer var utn
marktœkan mismun að ræða (P<0,05);
Athuguninni er haldið áfram framleiðsluárið 1992-93, eins og síðar verður greint frá.
Yothcysgerð á Suðurlandi - gæðastjórn við heyöflun
Verkefnið hófst sumarið 1990 (sjá Tilr.sk. 1990, bls. 29, og Tilr.sk. 1991, bls. 26-27). Því
var haldið áfram framleiðsluárið 1991-92. Átta bændur tóku þátt í verkefninu. Tóku þeir
sýni úr hráefni og úr fullverkuðu votheyi úr því, jafnframt sem þeir reiddu fram ýmsar
upplýsingar um votheysgerðina og aðstæður hennar. Skýrsla um þetta ár athugunarinnar
var tekin saman og kynnt og rædd á fundi að Þverlæk í Holtum þann 22.júní 1992. Til
stendur að skrifa greinargerð um niðurstöður beggja rannsóknaráranna. Nefna má fáeinar
niðurstöður síðara ársins:
a) Reiknað verðmœti búfjáráburðar bœndanna miðað við sparnað í tilbúnum áburði
var 1800-1900 kr./tonn;
b) Vinnuþörfvið votheysöflunina nam að meðaltali 22 mín á hvern rúmmeter
votheys ífullsigitmi stœðu. Miðað er við verkin frá og með slætti til
fullfrágenginnar flatgryfjustœðu.
c) Purrkstig heysins við hirðingu þarfhelst að vera a.m.k. 30% eigi verkun
votheysins að vera örugg og nýting fóðurefna við verkun og geymslu
fullnœgjandi.
B. Tilraimir og athuganir 1992
Sumarið 1992 má telja til slakra sumra hvað snertir tíðarfar til heyskapar. Þroski grasa var
allur seinni á ferð en undanfarin tvö sumur. Vallarfoxgras á Hvanneyrartúni var að skrfða
15.-17.júlí. Sláttur hófst hins vegar um mánaðamótin júní-júlí. Heyskapartíð var hvað best
á tímabilinu 12.-24 júlí, en síðan tóku votviðri að tefja heyverk. í ágúst var heyskapartíðin
stirð.
Töðugæði á Hvanneyrartúni
Eins og nokkur undanfarin sumur var fylgst með magni og gæðum uppskeru allmargra
túnspildna á Hvanneyri. Mæíingamar eru liður í heyverkunartilraunum og takmarkast við
spildur sem notaðar eru f því skyni. Fóðurgildi heysins á Hvanneyri við slátt sumarið
1992 má lýsa þannig:
22