Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 37
FÓÐURRÆKTARRANNSÓKNIR
Ríkharð Brynjólfsson
A. Tilraunir með áburð
Langtímasveíti á N, P og K
1. tafla. Skortseinkenni á grösum (nr. 299-70). Uppskera í hkg þe/ha.
Liður Áburður, kg/ha Uppskera 1992
a. 0 N 30 P 100 K 84,9
b. 50 N 0 P 100 K 0
c. 50 N 30 P 0 K 29,0
d. 100 N 0 P 100 K 0
e. 100 N 30 P 0 K 29,7
f. 100 N 30 P 100 K 86,2
g- 100 N 30 P 100 K+ 5 tonn kalk 1970 87,1
Meðalfrávik meðaltala 4,7
Endurtekningar 4.
Sleginn 1. sláttur 29. júli
Þessi tilraun var slegin samkvæmt áætlun til 1977 en síðan hefur áburðar-
meðferð verið samkvæmt áætlun en uppskera ekki alltaf mæld, en tilraunin
jafnan slegin í lok ágúst eða byijun september. Liðir b og d eru nánast
uppskerulausir. Ríkjandi tegund á þeim er geitvingull, en beitilyng og víðir
koma þar fyrir. Liðir c og e eru að miklu leyti vaxnir störum, en a, f og g
vallarfoxgrasi. Grasrótin þar er orðin mjög gisin, þ.e. fáar en stórar plöntur af
vallarfoxgrasinu. Skekkja þessa árs er há eins og í fyrra og skýrist það að
mestu af hinu sama; a- liður var mjög "lélegur" í 4. endurtekningu, þar var
uppskera hans 62,5 hkg, en annarra reita sama liðar 89,6, 89,8 og 97,,8 hkg
þe/ha. Er ekki hægt að segja annað en að þessi uppskera vekur furðu eftir
köfnunarefnisleysi í 22 ár. Til frekari fróðleiks eru í 2. töflu hér að neðan
uppskerutölur N, P og K árið 1991:
2.tafla. Skortseinkenni á grösum (nr. 299-70). Uppskera áburðareína 1991 í kg/ha.
Liður Áburður, kg/ha N P K
a. 0 N 30 P 100 K 114 13,5 117
c. 50 N 30 P 0 K 29 8,8 11
e. 100 N 30 P 0 K 37 10,5 10
f. 100 N 30 P 100 K 132 14,6 118
g- 100 N 30 P 100 K+kalk 126 14,6 108
29