Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Síða 77
Aðeins einn reitur var af hverjum stofni og í honum voru 2 plöntur. Áburður
g/i m2: 10 N, 4,3 P, 11,8 K , 6,4 S, 1 Mg 2,2 Ca og 0,04 B. Hver planta
hafði 0,8 m1 vaxtarrými. Uppeldið tók 36 daga og plantað var út í hús 9. júní.
Uppskera af asíunum hófst 3. júlí, en 22. júlí af agúrkunum og lauk 3.
september.
Ræktun krydd- og tejurta. Ath. XX - 92
Nokkrar kryddjurtir voru ræktaðar í óupphituðu plast- gróðurhúsi. Áburður g/1
m2: 10 N, 4,3 P, 11,8 K, 6,4 S, 1 Mg, 2,2 Ca og 0,04 B. Plantað var út í
plasthús þann 25 maí. Þá hafði uppeldi í heitu húsi tekið 49 daga.
1. Basilika ( Ocymum basilicum ). Fræ frá Dæhn. Bæði var sáð grænni og
rauðri basiliku. Uppskera var mjög lítil, eða 0,1 kg/1 m2. Plönturnar litu illa út
og sóttu skordýr á þær.
2. Esdragon ( Artemisia dracunculus ). Fræ frá LOG.
Uppskera 1,15 kg/1 m2. Uppskera hófst 2. júlí og lauk 10. september.
Plönturnar litu illa út við síðustu uppskeru.
3. Garðablóðberg ( Thymus vuigaris ). Fræ frá Dæhn. Uppskera 0,38 kg/1
m:. Uppskera hófst 23. júlí og lauk 10. september.
4. Minta ( Mentha crispa ) (Krusemynte) Fræ frá Dæhn. Uppskera 2,21 kg/1
nr. Uppskera hófst 23. júlí og lauk 10. september. Mintan er aðallega tejurt.
5. Salvia ( Salvía officinalis ). Fræ frá Log. Uppskera 0,17 kg/1 nr . Uppskera
hófst 23. júlí og lauk 10. september, en þá voru plönturnar skemmdar af
skordýrum.
6. Steinselja ( Petroseiinum hortensis ). Fræ frá Dæhn.
Uppskera 2,23 kg/1 m2. Uppskera hófst 23. júní og lauk 10. september.
Ræktun á garðsúru í óupphituðu pfasthúsi. Ath. XXIV-92
Garðsúra ( Rumex acelosa ) var reynd á litltun reit. Fræið var frá Dæhn. Um
uppeldi, útplöntun og áburð gildir það sama og sagt hefur verið um kryddjurtir.
Uppskera hófst 2. julí og lauk 10. september, Uppskeran varð alls 6,2 kg á 1
m2. Bragðið af garðsúrunni var svipað og af túnsúru.
68