Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Side 87
Tilraunir í asparrækt.
1. Mismunandi jarðvinnsla til undirbúnings asparræktai' á mýrlendi. Lokið var
við að planta í tilraunina en henni er nánar lýst í Tilraunaskýrslu 1991.
2. Mismunandi afbrigði af alaskaösp. Plantað vai’ í 1 hektara mörgum
afbrigðum af alaskaösp. Tilraunin er staðsett í mýrinni norðaustur af
Staðarhól.
Tilraun 92-001. Stiklingum stungið á framtíðar vaxtarstað.
Markmið: Að finna hentuga aðferð til að planta stiklingum strax á endanlegan
vaxtarstað.
Efniviður: Síðla vetrar 1992 var safnað 25-30 cm löngum stiklingum (gildleiki
7-15 mm) af 3 víðitegundum úr skjólbeltum á Hvanneyri. Tegundirnar eru
brúnn alaskavíðir, S2B alaskavíðir og viðja, 300 stk. af hverri tegund.
Stiklingarnir voru grafnir í sendna jörð (40 cm dýpt) og geymdir þar fram á
vorið.
Verklýsing: Snemma vors, áður en gróður var kominn verulega af stað voru
stungnir upp hnausar með 1,5 - 2 m millibili, 20 x 20 cm að flatarmáli, dýpt
um 25 cm. Hnausamir voru teknir upp, meðhöndlaðir á mismunandi vegu og
settir aftur í holuna. Því næst var gert um 20 cm djúpt gat (10 mm vítt) í
gegnum plastið í miðjan hausinn og stiklingi stungið í hann. Reynt var að láta
aðeins eitt brum standa upp úr plastinu. Þær aðferðir, sem notaðar voin, eru
eftirfarandi:
a) Svart plast klætt yfir hnausinn (stærð plasts 50 x 50 cm), um 15 cm af
plasti náðu niður á hliðarnar. Hnausinn settur aftur niður, gat gert og
stiklingi stungið niður.
b) Sama aðferð og í a), nema að glært plast var notað.
c) Svart plast notað eins og í a), hnaus snúið við.
d) Glært plast notað eins og í b), hnaus snúið við.
e) Hnaus stunginn upp, honum snúið við, ekkert plast.
f) Útbúin voru tvö beð, 1 x 1,5 m hvort. Annað var stungið upp og pælt
dálítið en hitt var ekkert meðhöndlað. Svart plast var strengt yfir bæði
beðin og stiklingar settir niður.
Staðsetning: Mest sett í litla þríhyrnu sem er sunnan heimreiðar og vestan
skjólbelta, þar er mjög mikill sinutlóki. Dálítið var sett í flöt norðan Sólvangs
og nokkuð austanverðan Tungutúnshól, hvort tveggja svæði sem ekki hafa verið
beitt í áraraðir.
78