Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 22

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 22
20 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 30/24 °C. Sprettan var mest við 18/13 °C (dagshiti/næturhiti), en frúktósanforði mestur við lægsta hitann. Brown og Blaser (1970) könnuðu áhrif hita og þurrks á vöxt og vatnsleysanlegar sykrur í axhnoðapunti. Vaxtarhraði og magn vatnsleysanlegra sykra stóðu í öfugu hlutfalli við hvort annað. Þurrkur reynd- ist auka hlutfallsmagn vatnsleysanlegra sykra. Raunhæf jákvæð fylgni var á milli þurrefnisprósentu og prósentu vatnsleysan- legra sykra. Dale Smith (1964) frá Wisconsinháskól- anum hefur rakið rannsóknir á vetrarþoli fóðurjurta. Kemur þar fram, að vetrarþol jurtanna er háð sykruforða jreirra. Ein af orsökum kals eru sveiflur í hitastigi. Frost- þol plantna minnkar í þíðu. Plönturnar herðast aftur, ef verulegur vöxtur hefur ekki orðið og nægilegur sykruforði er fyrir hendi. fuNG (1960) sýndi fram á, að forði nýtan- legra sykra í lúsernu og rauðsmára minnk- aði mjög hægt, samanborið við plöntur úti á akri, þegar plönturnar voru geymdar við óbreytt hitastig, — 2° C, allan veturinn. Frostþol hélzt á háu stigi, þar til magn nýtanlegra sykra fór niður fyrir 14—16% af þurrefni. Alkunnugt er, að plöntunæringarefni, einkum köfnunarefni og kalíum, hafa áhrif á frostþol jurta, eins og Smith (1964) liefur rakið í yfirlitsgrein urn það rannsóknarefni og síðar kemur einnig fram í rannsóknum í japönskum fjallahéruðum (Obata o. fl. 1967). Kalíum eykur bæði sykrumagn jurta og frostþol (Adam og Twersky 1960, Cald- er og Mcleod 1966, Nowakowski 1969). Mikil köfnunarefnisgjöf dregur úr sykru- magni í plöntum (Nowakowski 1969, Reynolds 1969) og rýrir frostþol (Adam og Twersky 1960, Smith 1964). Ákveðinn forði af köfnunarefnissamböndum er þó nauðsynlegur fyrir endurvöxt (Sheard 1968) Megnið af sykruforða rótanna flyzt til blað- anna og er notað í endurvöxt, en aðeins lítill hluti af köfnunarefnissamböndum rót- anna (Smith og Silva 1969). RANNSÓKNAAÐFERÐIR Sýnishorn af þurrkuðu og möluðu grasi úr tilraunum frá tilraunstöðvum stofnunar- innar og frá Bændaskólanum á Hvanneyri voru notuð til þess að kanna áhrif áburð- ar á vatnsleysanlegar sykrur í grasi. Flest voru sýnishornin úr tilraun nr. 133—62 á Hvanneyri. Sýnishornin frá Hvanneyri voru sérstaklega þurrkuð við 70° C með tilliti til sykrurannsóknanna. Sýnishornin frá Reykhólum eru einnig þurrkuð við vægan hita, um 60° C. Á öðrum tilrauna- stöðvum mun hafa verið þurrkað við 80° Celsíus. Vatnsleysanlegar sykrur voru mældar með anthrón-aðferð Murphy’s (1958) með nokkrum breytingum samkvæmt eigin reynslu. í anthrón-upplausnina er sett thi- ourea, og endist hún þá í tvær til þrjár vikur með því að geyma upplausnina í kæliskáp. Helztu heimildir um anthrón- aðferðina sem stuðzt hefur verið við, eru: Murphy (1958), Gestur Johnson o. fl. (1964) Nowakowski o. fl. (1965), Dale Smith og Groteluschen (1966) og Bruyn o. fl. (1968). Anthrón-aðferðin er þannig: Skolun. Vegið 0.5 g þurrkað og malað gras og soðið í 100 ml af vatni í kolbu með gufuþétti. Botnfall er síað frá og skolað með sjóðandi vatni. Frásíað soð og skolvatn er þynnt upp í 500 ml, þannig að upp- lausnin inniheldur 0.03% benzósýru. Þessi upplausn er nefnd skollausn (extrakt). Sykrumæling. ýý, ml skollausn og 10 ml anthrónupplausn er hitað í tilraunaglös- um í sjóðandi vatnsbaði í 20 mínútur, kælt og mælt við 620 mp. Staðlamælingar eru gerðar með glúkósu, 0, 150, 300 og 500 ppm í 0.03% benzósýru.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.