Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 49

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 49
LANDGRÆÐSLUTILRAUN Á SPRENGISANDI 47 Mynd 8. Eyðimelur við Tómasar- haga á Sprengisandi. Tungnafells- jökull í baksýn. A Við sáningu 1963. B Scx árum síðar. Fig. 8. The desert at 800 m. A At the start of experiment in 1963. B Six years later. 7.2 mm, en hækkun reitsins 0.44 ± 0.22 millimetrar á ári. Ef gefnar eru sömu forsendur um gróður- reitinn í Tómasarhaga, telst meðalskekkja í hverri hæðarákvörðun 7.0 mm þar og hækkunin 1,65 ± 0,22 millimetrar á ári. Sandmassinn, sem bundizt hefur, er því að meðaltali urn 2 m3 á ári á reitunum. Gróðurreitir á Tangafit og við Fjórð- ungsvatn voru fljótlega lagðir niður og því ekki hæðarmældir eftir 1965. Mælingar í Eyvindarveri 1969 og 1970 mistókust. ÁLYKTUNARORÐ Ef athugaðar eru niðurstöður mælinganna, kemur í ljós, að þrátt fyrir nokkrar sveifl- ur hefur gróður stöðugt verið að þéttast á svæðunum og hefur náð að hylja 70— 80% af hverjum reit, nema við Fjórðungs- vatn, þar sem sandfok og rokgjarn jarðveg- ur hafa gert gróðrinum mun torveldara að íesta rætur. Má ætla, að gróður muni þekja reitina til fulls á næstu árum, verði haldið áfram að bera á þá. Reitirnir standa allir á skjól-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.