Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Qupperneq 52

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Qupperneq 52
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1970 2,2: 50-67 Aburðarnotkun og vetrarþol vallarfoxgrass Friðrik Pálmason Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Árið 1968 var sáð vallarfoxgrasi í mýrarjarðveg á Korpu og hafnar tilraunir til samanburðar á túnáburðinum 22-11-11 og kjarna, þrífosfati og klórkalí. Vegna brenni- steinsinnihalds blandaða áburðarins voru nokkrir tilraunaliðir með brennisteinssúrt kalí teknir með. Veturinn 1968—1969 kói í pottunum. Aðalefni greinarinnar er að skýra frá þessu kali. Kalið er mælt við samanburð á uppskeru árin 1968 og 1969. Niðurstöður gefa til kynna, að köfnunarefnisáburður umfram það, sem mesta spretta krefur, auki hættu á kali. Kal varð einnig við köfnunarefnisskort og erlend tiirauna- reynsla bendir til þess, að köfnunarefnisskortur dragi úr kalþoli. Þar sem fosfórskortur var mestur, var sprettuleysi þegar á sáningarárinu. Brenni- steinsáburður umfram sprettuþarfir leiddi til kals, þar sem fremur illa var séð fyrir fos- fórþörf. Kalískortur dró greinilega úr kalþoli. Mest spretta var samanlagt fyrir bæði tilraunaárin 1968 og 1969 eftir áburðarmagn, sem svarar 120 N, 60 P og 50 K kg/ha, hvort sem notaður var túnáburður, 22-11-11, með viðbót af þrífosfati eða kjarni, þrífosfat og kalí. Blandaði áburðurinn hentar greinilega ekki í mýrarjarðvegi með jafnmikla fosfórþörf og reyndist vera í tilrauninni. Blandaði áburðurinn einn saman gaf um það bil helmingi minni uppskeru en fékkst, þegar fosfóráburður var gefinn aukalega með blandaða áburð- inum. Á sama hátt og miðlungsstórir skammtar af köfnunarefni, 120 N kg/ha, reyndust bezt gagnvart kalinu, reyndust einnig miðlungsstórir skammtar af blönduðum áburði bezt gegn kali. INNGANGUR Kalskemmdir í túnum hérlendis undaníar- in ár hafa enn á ný vakið umræður urn ræktunarmálin, þar á meðal um áburðar- notkun. Pottatilraunir þær, sem hér er greint frá, snerta bæði kalþol og nokkur meginatriði áburðarnotkunar. Tilraunirn- ar voru hafnar í þeim tilgangi að gera samanburð á blönduðum áburði og ein- hliða tegundum, en eftir að kalskemmdir höfðu orðið talsverðar í tilraununum, var ákveðið að skýra nú þegar frá því, sem kemur fram í þessum tilraunum um sam- spil áburðar og vetrarþol grassins. LÝSING TILRAUNA Tilraunirnar voru hafnar vorið 1968 á Korpu, tilraunastöð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í Mosfellssveit. Notaðir voru Mitscherlich pottar, þeir sömu og Björn Jóhannesson (1961) hefur áður lýst. Jarðvegurinn var úr óræktaðri mýri í landi Korpu. Sýrustig í jarðveginum mæld- ist pH (vatn): 5,26. Rannsóknin öll skiptist í 6 tilraunir. Niðurröðun potta í tilraun 1 og 2 var þannig, að líta má á þær sem eina tilraun. Tilraun nr. Heiti tilraunar: Línurit nr. Tafla nr. (1—2) Vaxandi magn af köfnunarefni með 50 og 75 kg/ha K. (3) Vaxandi magn af fosfór. (4) Vaxandi magn af kalí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.