Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 6
8
Samstarfsverkefni Listasafns Íslands
og Þjóðminjasafns Íslands, Menntun
barna í söfnum tilkynnir:
Ráðstefnan Börn í forgrunni – um
öflugt barnastarf í söfnum færist á al-
netið. Boðið er til safnfræðslufjörs í
byrjun október.
Frummælendur flytja fyrirlestra
sína í gegnum streymisveitu með
viku millibili, sem hádegisfund,
mánudagana 5. og 12. október.
Miðstöð streymis verður í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafnsins og
áhugasamir geta mætt þangað á
meðan húsrúm leyfir með tilliti til
gildandi sóttvarnaregla. Áhersla
verður þó lögð á að þátttakendur
geti hlustað og tekið þátt í umræð-
um í gegnum streymisveituna.
Erindin og umræður um þau verða
tekin upp og sett á YouTube rásir
Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns
Íslands. Í stað pallborðsumræðna er
hugmyndin að halda umræðum lif-
andi á milli erinda og rúmlega það
með spjallþráðum á vettvangi safna-
fólks á Facebook og þannig skapa
lifandi vettvang til að deila reynslu
og hugmyndum um safnastarf þar
sem börn eru í forgrunni.
Tveir verðlaunaðir sérfræðingar í
barnastarfi á söfnum kynna hvernig
framúrskarandi árangur náðist í
fræðslu og móttöku barna á þeirra
söfnum. Einnig fjalla þau um sam-
band safnanna við samfélagið.
Jonte Nynås frá Norræna
vatnslitasafninu í Svíþjóð
Jonte hefur unnið í fræðslumálum
safnsins frá árinu 2011. Safnið
leggur mikla áherslu á listasmiðjur,
leiðsagnir og skólaheimsóknir.
Nordiska Akvarellmuseet fékk
verðlaun árið 2010 frá ICOM og
RSM (Riksförbundet Sveriges
Museer) sem Safn ársins. Verðlaun-
in voru veitt fyrir framúrskarandi
árangur í sýningarhaldi og fjölda
gesta yfir árið.
Heidi Viktorsson frá
Sjóminjasafni Álandseyja
Heidi hefur unnið í tengslum við
sýningarhald og fræðslumál hjá
safninu frá árinu 2006. Heidi ætlar
að segja frá því hvernig þau gerðu
safnið að barnvænum og vinsælum
stað. Þar er áhersla á barnvænt
viðmót í sýningarsölum og öðrum
rýmum safnsins en einnig sérbúið
herbergi fyrir upplifun sniðna að
börnum. Seglskútan Pommern
tilheyrir safninu. Í fyrra lauk endur-
gerð hennar til að mæta óskum
gesta og þá sérstaklega barna. Árið
2017 fékk safnið verðlaunin Save the
Children Award fyrir framúrskarandi
fræðslustarf með börnum.
Erindin eru á ensku.
Nánari upplýsingar þegar nær dreg-
ur á Facebook viðburði sem nefnist
Ráðstefna / Börn í forgrunni. Fyrir
hönd Listasafns Íslands – Guðrún
Jóna Halldórsdóttir og Ragnheiður
Vignisdóttir
Fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands
– Jóhanna Bergmann, Anna Leif
Elídóttir og Hrafnhildur Eyjólfsdóttir
Safnfræðslufjör
FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM
Morð lögreglumannsins Derek
Chauvin á George Floyd í maí
2020 hleypti af stað öldu mót-
mæla og óeirða í Bandaríkjunum.
Krafist var að Chauvin yrði ákærð-
ur fyrir manndráp að yfirlögðu
ráði og að yfirvöld tækju á kerfis-
lægu kynþáttahatri, ekki síst inn-
an lögreglunnar. Hópur safnafólks
í Bandaríkjunum, sem halda úti
vefsíðunni History of Museums
and Race, sendu frá sér yfirlýsingu
í kjölfarið á morðinu og sögðu
það endurspegla andúð sem ríkir
gegn lituðu fólki í Bandaríkjunum
og að það sé einnig greinanlegt
í söfnum þar í landi. Söfn eru
ekki hlutlausar stofnanir, segir
í yfirlýsingunni, og eru meðsek
í að viðhalda kerfislægu hatri á
öðrum en hvítu fólki. Að þeirra
mati hafa söfn verið treg til að
taka breytingum og viðurkenna
þátt þeirra í að viðhalda kúgun og
óréttlæti. Sem dæmi er því haldið
fram að söfn efni almennt ekki til
sérstakra sýninga um kynþátta-
hatur vegna þess að það þykir of
umdeilt viðfangsefni. Hópurinn
hvetur til þess að söfn vakni til
vitundar um ástandið og taki þátt
í því að halda á lofti manngildi og
réttindum fólks til janfréttis og
virðingar. Á þann hátt, segir í yfir-
lýsingunni, sinna þau hlutverkum
sínum best og fara að skipta máli
fyrir einstaklinga og samfélag.
www.museumnext.com/article/
diversity-and-changing-the-langu-
age-we-use-in-museums/
www.museumnext.com/article/
what-does-it-mean-to-decolonize-a-
museum/
Söfn og
kynþáttahatur