Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 6

Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 6
8 Samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands, Menntun barna í söfnum tilkynnir: Ráðstefnan Börn í forgrunni – um öflugt barnastarf í söfnum færist á al- netið. Boðið er til safnfræðslufjörs í byrjun október. Frummælendur flytja fyrirlestra sína í gegnum streymisveitu með viku millibili, sem hádegisfund, mánudagana 5. og 12. október. Miðstöð streymis verður í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins og áhugasamir geta mætt þangað á meðan húsrúm leyfir með tilliti til gildandi sóttvarnaregla. Áhersla verður þó lögð á að þátttakendur geti hlustað og tekið þátt í umræð- um í gegnum streymisveituna. Erindin og umræður um þau verða tekin upp og sett á YouTube rásir Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands. Í stað pallborðsumræðna er hugmyndin að halda umræðum lif- andi á milli erinda og rúmlega það með spjallþráðum á vettvangi safna- fólks á Facebook og þannig skapa lifandi vettvang til að deila reynslu og hugmyndum um safnastarf þar sem börn eru í forgrunni. Tveir verðlaunaðir sérfræðingar í barnastarfi á söfnum kynna hvernig framúrskarandi árangur náðist í fræðslu og móttöku barna á þeirra söfnum. Einnig fjalla þau um sam- band safnanna við samfélagið. Jonte Nynås frá Norræna vatnslitasafninu í Svíþjóð Jonte hefur unnið í fræðslumálum safnsins frá árinu 2011. Safnið leggur mikla áherslu á listasmiðjur, leiðsagnir og skólaheimsóknir. Nordiska Akvarellmuseet fékk verðlaun árið 2010 frá ICOM og RSM (Riksförbundet Sveriges Museer) sem Safn ársins. Verðlaun- in voru veitt fyrir framúrskarandi árangur í sýningarhaldi og fjölda gesta yfir árið. Heidi Viktorsson frá Sjóminjasafni Álandseyja Heidi hefur unnið í tengslum við sýningarhald og fræðslumál hjá safninu frá árinu 2006. Heidi ætlar að segja frá því hvernig þau gerðu safnið að barnvænum og vinsælum stað. Þar er áhersla á barnvænt viðmót í sýningarsölum og öðrum rýmum safnsins en einnig sérbúið herbergi fyrir upplifun sniðna að börnum. Seglskútan Pommern tilheyrir safninu. Í fyrra lauk endur- gerð hennar til að mæta óskum gesta og þá sérstaklega barna. Árið 2017 fékk safnið verðlaunin Save the Children Award fyrir framúrskarandi fræðslustarf með börnum. Erindin eru á ensku. Nánari upplýsingar þegar nær dreg- ur á Facebook viðburði sem nefnist Ráðstefna / Börn í forgrunni. Fyrir hönd Listasafns Íslands – Guðrún Jóna Halldórsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir Fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands – Jóhanna Bergmann, Anna Leif Elídóttir og Hrafnhildur Eyjólfsdóttir Safnfræðslufjör FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM Morð lögreglumannsins Derek Chauvin á George Floyd í maí 2020 hleypti af stað öldu mót- mæla og óeirða í Bandaríkjunum. Krafist var að Chauvin yrði ákærð- ur fyrir manndráp að yfirlögðu ráði og að yfirvöld tækju á kerfis- lægu kynþáttahatri, ekki síst inn- an lögreglunnar. Hópur safnafólks í Bandaríkjunum, sem halda úti vefsíðunni History of Museums and Race, sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á morðinu og sögðu það endurspegla andúð sem ríkir gegn lituðu fólki í Bandaríkjunum og að það sé einnig greinanlegt í söfnum þar í landi. Söfn eru ekki hlutlausar stofnanir, segir í yfirlýsingunni, og eru meðsek í að viðhalda kerfislægu hatri á öðrum en hvítu fólki. Að þeirra mati hafa söfn verið treg til að taka breytingum og viðurkenna þátt þeirra í að viðhalda kúgun og óréttlæti. Sem dæmi er því haldið fram að söfn efni almennt ekki til sérstakra sýninga um kynþátta- hatur vegna þess að það þykir of umdeilt viðfangsefni. Hópurinn hvetur til þess að söfn vakni til vitundar um ástandið og taki þátt í því að halda á lofti manngildi og réttindum fólks til janfréttis og virðingar. Á þann hátt, segir í yfir- lýsingunni, sinna þau hlutverkum sínum best og fara að skipta máli fyrir einstaklinga og samfélag. www.museumnext.com/article/ diversity-and-changing-the-langu- age-we-use-in-museums/ www.museumnext.com/article/ what-does-it-mean-to-decolonize-a- museum/ Söfn og kynþáttahatur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.