Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 7

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 7
9 FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM Á heimsþingi ICOM í Kyoto á síðasta ári var samþykkt ályktun um söfn og sjálfbærni. Hægt er að nálgast hana á heimasíðu ICOM. Í ályktuninni kem- ur skýrt fram hvert hlutverk safna á að vera á þessari vegferð. Þar er lögð áhersla á fjögur atriði sem söfn þurfa að taka ábyrgð á. – Að viðurkenna að söfn hafi hlut- verki að gegna við að skapa sjálf- bæra framtíð í gegnum dagskrá, samvinnu og faglegt starf. – Söfn verða að bregðast við ákalli vinnuhóps ICOM um sjálfbærni safna með því að endurskoða gildi sín, stefnur og faglegt starf. – Kynni sér og stuðli að því að heims- markmið Sameinuðu þjóðanna náist. Að söfn noti „2030 Trans­ forming our World“ skjalið sem leið- beinandi ramma við að verða sjálf- bærari í starfi. – Að söfn stuðli að valdeflingu starfs- fólks, gesta og samfélaga með því að stuðla virkt að því að heims- markmiðin náist. Skoði áhrif sín á umhverfið og dragi úr neikvæðum áhrifum á það. Nokkur skref sem hægt er að byrja á, varðandi umhverfi safnsins: – Skipta yfir í led- lýsingu. – Endurvinna efni sem til fellur við sýningar og almennt rusl sem kemur frá t.d. skrifstofum. – Hætta að vera með plastpoka í safnverslun. – Sleppa pappír eða nota endurunninn pappír. – Nota lífrænar ‘grænar’ hreingerningavörur. – Halda „ekki rusl” (zero waste) við- burð. Hjálpar til við að beina athygl- inni að málinu hjá þeim sem koma á viðburðinn. – Fá alla starfsmenn í lið með sér, og minna á af hverju sjálfbærni sé mikilvæg, hafa t.d. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sýnileg. – Setja upp sýningar, halda viðburði ofl. sem stuðlar að því að fræða sem flesta um málefnið. www.icom.museum/en/news/the- -sustainable-development-goals-help- ing-transform-our-world-through- museums Söfn og sjálfbærni – ályktun frá Kyoto Þeir sem hafa áhuga á næfri list eða jaðarlist eða eins og Níels Hafstein kallar í samtali hér í blaðinu, sannri, óspilltri og frjálsri list, ættu að skoða heimasíðu tímaritsins RAWVISION. Þar kennir margra gæðalegra grasa. Áskrift er góður kostur en einnig er hægt að kaupa einstök blöð. www.rawvision.com Tímarit um jaðarlist

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.