Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 19

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 19
21 veit að geri þetta gegnumgangandi eru Glasgow [Glasgow Museums] og Liverpool [National Museums Liver- pool]. Við vorum nálægt því í Te Papa Tongarewa safninu og líklega það næsta sem ég hef komist því að mæta samfélaginu og uppfylla markmiðið um aðgengi án aðgreiningar. Þú spyrð um helstu tæki og tól til að ná þessum markmiðum fram. Ég held að ráðningar séu ótrúlega mik- ilvægar og að of oft sé litið framhjá þeim. Ef þú ert með stofnun þar sem vinna eingöngu karlar, þá getur þú ekki búist við að fá marga gesti sem eru konur. Og öfugt. Ef safninu er stýrt af konum og þar vinna einvörð- ungu konur, og þú sérð bara konur þegar þú kemur inn á safnið, þá muntu ekki fá til þín stóra hópa af gestum sem eru karlar. Þetta á líka við um aðrar breytur. Ef starfsfólkið er að öllu jöfnu hvítt, þá muntu ekki ná til svarta gesta. Ef allt fólkið sem þú sérð þegar þú kemur á safnið er 65 ára, mun það ekki höfða til ungra gesta. Ef ég sem gömul manneskja kem inn þar sem 19 ára ráða rýminu, hversu auðveldlega líður mér eins og þetta sé rýmið mitt? Þessi samsömun – hvern sé ég þegar ég kem inn – hver er stíllinn – hvernig er andrúmsloftið – er mjög mikilvæg. Og á bakvið það er auðvitað efnið sjálft, það sem er undir yfirborðinu. Umfjöllunarefnið, hvaða málefni eru ávörpuð, hvernig eru þau ávörpuð, hvernig er fjallað um þau, hverjir eru samstarfsaðilarn- ir, og hversu djúpt inn í samfélagið nærðu. Allt þetta er mikilvægt og þú getur ekki gert bara eitthvað afmark- að, það verður að vera allt samtímis. Það er dálítið yfirþyrmandi verkefni og okkur mistekst svo oft vegna þess að við gerum sumt og höldum að það sé nóg. VIð höldum að við getum gert eitthvað eitt í einu, en það er í raun heildarnálgunin sem skiptir máli. Heldur þú að starfsfólk safna ótt- ist breytingar? Að þau vilji ekki fá alls konar fólk inn til sín, að það vilji frekar starfa eins það er vant og fá fólk á safnið sem er eins og það sjálft? Á einhvern hátt óttumst við öll það að missa forréttindi, stöðu, eða að missa störfin okkar. Ég held held hins vegar að þetta sé kerfisbundnara en svo og tengist því hvernig okkur hefur tekist að tengjast inn í samfélögin okkar. Ég held að það hafi líka með það að gera hverjum við náum inn til að mennta sig í þeim greinum sem leiða til vinnu á safni. Eru söfn aðlaðandi vinnustaðir fyrir fólk sem er kannski innflytjend- ur, af fyrstu eða annarri kynslóð? Eða er þetta kannski ekki mikilvægasti geirinn? Menningararfleifðargeirinn í Evrópu er ótrúlega hvítur, og ég held að þar séu bæði útilokandi öfl að verki og jafnframt að geirinn þykir ekki skipta verulegu máli. Breyting á því væri afdrifarík, þar sem söfn gera sig

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.